De Ligt og Mazraoui til United á morgun Siggeir Ævarsson skrifar 11. ágúst 2024 08:00 Matthijs De Ligt hitar upp með hollenska landsliðinu vísir/Getty Sagan endalausa um félagaskipti Matthijs de Ligt til Manchester United virðist loks ætla að taka enda ef eitthvað er að marka fréttaflutning knattspyrnuvéfréttarinnar Fabrizio Romano. Endalausar fréttir af mögulegum kaupum United á de Ligt hafa flætt yfir fréttamiðla í allt sumar en eftir að liðið seldi Aaron Wan-Bissaka til West Ham fyrir 15 milljónir punda virðist loksins vera komið nógu mikið svigrúm í bókhald klúbbsins til að klára málið. De Ligt er ekki eini leikmaður Bayern sem United eru að festa kaup á en Noussair Mazraoui er einnig sagður fylgja með í kaupunum. United hafa verið í miklum vandræðum með varnarlínu sína sökum meiðsla og bætist bara á listann. Frakkinn ungi Leny Yoro kom til liðsins frá Lille á dögunum en meiddist á fæti í æfingaleik gegn Arsenal og verður frá næstu þrjá mánuði. Liðið stillti þeim Harry Maguire og hinum 36 ára Jonny Evans upp í hjarta varnarinnar í gær gegn Manchester City í leiknum um Samfélagsskjöldinn. Lisandro Martínez var meiddur meira og minna allt síðasta tímabil, það sama má segja um Luke Shaw. Þá eru þeir Tyrell Malacia og Victor Lindelöf eru báðir á meiðslalistanum. Tveir nýir varnarmenn eru því kærkomin viðbót við hóp Manchester United en sá böggull fylgir reyndar skammrifi að de Ligt hefur sjálfur verið mikið meiddur en hann spilaði aðeins 22 leiki af 38 í þýsku úrvalsdeildinni síðasta vetur. 🚨🔴 Manchester United are planning for Matthijs de Ligt and Noussair Mazraoui day on Monday!Bayern have already approved €45m plus €5m fee for de Ligt, €15m plus €5m for Mazraoui.Five year deals plus option for both players.Medical tests booked, formal steps to follow. pic.twitter.com/mR0Xdi0V4B— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 10, 2024 Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira
Endalausar fréttir af mögulegum kaupum United á de Ligt hafa flætt yfir fréttamiðla í allt sumar en eftir að liðið seldi Aaron Wan-Bissaka til West Ham fyrir 15 milljónir punda virðist loksins vera komið nógu mikið svigrúm í bókhald klúbbsins til að klára málið. De Ligt er ekki eini leikmaður Bayern sem United eru að festa kaup á en Noussair Mazraoui er einnig sagður fylgja með í kaupunum. United hafa verið í miklum vandræðum með varnarlínu sína sökum meiðsla og bætist bara á listann. Frakkinn ungi Leny Yoro kom til liðsins frá Lille á dögunum en meiddist á fæti í æfingaleik gegn Arsenal og verður frá næstu þrjá mánuði. Liðið stillti þeim Harry Maguire og hinum 36 ára Jonny Evans upp í hjarta varnarinnar í gær gegn Manchester City í leiknum um Samfélagsskjöldinn. Lisandro Martínez var meiddur meira og minna allt síðasta tímabil, það sama má segja um Luke Shaw. Þá eru þeir Tyrell Malacia og Victor Lindelöf eru báðir á meiðslalistanum. Tveir nýir varnarmenn eru því kærkomin viðbót við hóp Manchester United en sá böggull fylgir reyndar skammrifi að de Ligt hefur sjálfur verið mikið meiddur en hann spilaði aðeins 22 leiki af 38 í þýsku úrvalsdeildinni síðasta vetur. 🚨🔴 Manchester United are planning for Matthijs de Ligt and Noussair Mazraoui day on Monday!Bayern have already approved €45m plus €5m fee for de Ligt, €15m plus €5m for Mazraoui.Five year deals plus option for both players.Medical tests booked, formal steps to follow. pic.twitter.com/mR0Xdi0V4B— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 10, 2024
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira