Hefja sölu áfengis á næstu tveimur vikum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. ágúst 2024 07:01 Sigurður Reynaldsson segir að ýmsu hafi þurft að huga við undirbúning á netsölu áfengis. Vísir Undirbúningur Hagkaupa á netsölu áfengis er á lokametrunum og er búist við að hún hefjist á næstu tveimur vikum. Meiri tíma hefur tekið að hefja söluna en búist var við í upphafi að sögn framkvæmdastjóra. Ósætti ráðherra vegna málsins hafði ekki áhrif þar á. „Við förum vonandi í prófanir í þessari viku,“ segir Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa í samtali við Vísi. Greint var frá því í maí síðastliðnum að verslunin hefði áform um að hasla sér völl á áfengismarkaði og var þá planið að hún hæfist í júní. Síðan urðu tafir á því og var ráðgert að salan hæfist í ágúst. Tók meiri tíma en von var á „Nú erum við loksins á lokametrunum. Þetta tók aðeins meiri tíma en við áttum von á,“ segir Sigurður. Hann segir að nú sé starfsfólk tæknideildar að týnast til baka úr sumarfríi, verið sé að prufa ferla og athuga hvort kerfin muni standast þegar á hólminn sé komið. Þá hafi þurft að sækja um starfsleyfi og fleira sem hafi tekið tíma. „Nú er allt komið í hús, þannig við sjáum ekkert stöðva okkur eins og staðan er núna. Það fylgir þessu oft að það þarf að prufa ýmislegt, tékka hvort það séu böggar og svo framvegis. Planið er að í næstu viku eða vikunni þar á eftir verði allt klárt.“ Ósætti ráðherra tafði ekki Eins og áður segir urðu ráðagerðir forsvarsmanna verslunarinnar til mikillar umræðu um netsölu á áfengi og lögmæti hennar. Heilbrigðisráðherra hefur sagt söluna klárt lögbrot en dómsmálaráðherra hefur sagt að það sé ekki rétt. Sigurður segir viðtökurnar hafa verið „hressilegar.“ Þau hafi ekki haft nein áhrif á áætlanir verslunarinnar og ekki vera ástæða þess að netsalan á áfengi hafi tafist. Hann hefur áður sagt í samtali við fréttastofu að hann sjái ekki hvaða rök hnígi til þess að um ólöglega starfsemi sé að ræða. Þá hefur hann einnig sagt að Hagkaup muni stýra aðgengi vel og betur en víða annars staðar. „Fordæmin sýna það að það hafa verið reknar svona verslanir hér í þrjú ár án athugasemda. Kannski fyrirsjáanlegt að það eru ákveðnar fylkingar sem eru bæði með þessu, en við erum með sterk rök frá dómsmálaráðherra og forsætisráðherra.“ Neytendur Verslun Áfengi og tóbak Netsala á áfengi Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
„Við förum vonandi í prófanir í þessari viku,“ segir Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa í samtali við Vísi. Greint var frá því í maí síðastliðnum að verslunin hefði áform um að hasla sér völl á áfengismarkaði og var þá planið að hún hæfist í júní. Síðan urðu tafir á því og var ráðgert að salan hæfist í ágúst. Tók meiri tíma en von var á „Nú erum við loksins á lokametrunum. Þetta tók aðeins meiri tíma en við áttum von á,“ segir Sigurður. Hann segir að nú sé starfsfólk tæknideildar að týnast til baka úr sumarfríi, verið sé að prufa ferla og athuga hvort kerfin muni standast þegar á hólminn sé komið. Þá hafi þurft að sækja um starfsleyfi og fleira sem hafi tekið tíma. „Nú er allt komið í hús, þannig við sjáum ekkert stöðva okkur eins og staðan er núna. Það fylgir þessu oft að það þarf að prufa ýmislegt, tékka hvort það séu böggar og svo framvegis. Planið er að í næstu viku eða vikunni þar á eftir verði allt klárt.“ Ósætti ráðherra tafði ekki Eins og áður segir urðu ráðagerðir forsvarsmanna verslunarinnar til mikillar umræðu um netsölu á áfengi og lögmæti hennar. Heilbrigðisráðherra hefur sagt söluna klárt lögbrot en dómsmálaráðherra hefur sagt að það sé ekki rétt. Sigurður segir viðtökurnar hafa verið „hressilegar.“ Þau hafi ekki haft nein áhrif á áætlanir verslunarinnar og ekki vera ástæða þess að netsalan á áfengi hafi tafist. Hann hefur áður sagt í samtali við fréttastofu að hann sjái ekki hvaða rök hnígi til þess að um ólöglega starfsemi sé að ræða. Þá hefur hann einnig sagt að Hagkaup muni stýra aðgengi vel og betur en víða annars staðar. „Fordæmin sýna það að það hafa verið reknar svona verslanir hér í þrjú ár án athugasemda. Kannski fyrirsjáanlegt að það eru ákveðnar fylkingar sem eru bæði með þessu, en við erum með sterk rök frá dómsmálaráðherra og forsætisráðherra.“
Neytendur Verslun Áfengi og tóbak Netsala á áfengi Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira