Íslenski boltinn

Helgi Fróði á leið til Hollands

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Helgi Fróði í Evrópuleik gegn Linfield nú í sumar.
Helgi Fróði í Evrópuleik gegn Linfield nú í sumar. Vísir/Diego

Helgi Fróði Ingason, leikmaður Stjörnunnar í Bestu deild karla í knattspyrnu, er á leið til Hollands og mun því ekki klára tímabilið með Stjörnunni.

Gummi Ben, íþróttalýsandi með meiru og einn af þáttastjórnendum Stúkunnar - uppgjörsþáttar Bestu deildarinnar, greindi frá þessu á X-síðu sinni, áður Twitter.

Ekki kemur fram hvert hinn 19 ára gamli Helgi Fróði er að fara en um er að ræða lið í hollensku B-deildinni. Hann kom inn í lið Stjörnunnar í Bestu deildinni á síðustu leiktíð og spilaði alls 10 leiki. Hann hefur haldið uppteknum hætti á leiktíðinni í ár og alls komið við sögu í 19 leikjum í deild og bikar.

Þá á Helgi Fróði að baki sex leiki fyrir U-19 ára landslið Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×