Fótbolti

Rökuðu af sér hárið fyrir fyrirliðann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það var mikil samstaða meðal leikmanna Kalmar AIK þegar þeir sýndu stuðning við fyrirliða sinn með táknrænum hætti.
Það var mikil samstaða meðal leikmanna Kalmar AIK þegar þeir sýndu stuðning við fyrirliða sinn með táknrænum hætti. Skjámynd/Twitter

Leikmenn sænska félagsins Kalmar AIK sýndu stuðning sinn við fyrirliða liðsins með áhrifamiklum hætti.

Fyrirliði liðsins heitir Markus Herman og berst nú við krabbamein.

Herman missti hárið sitt eftir lyfjameðferðina sem hann þurfti að gangast undir í baráttu sinni við krabbann.

Allir leikmenn Kalmar liðsins sýndu honum stuðning með því að raka líka af sér hárið. Þetta gerðu þeir fyrir styrktarleik fyrir liðsfélaga þeirra sem var á móti Tvärskogs IF um helgina.

Það er óhætt að segja að þeir hafi fengið sterk viðbrögð frá Herman þegar hann sá alla liðsfélaga sína krúnurakaða.

Hér fyrir neðan má sjá leikmenn Kalmar AIK raka af sér hárið og svo hvernig Herman tók því þegar hann mætti í búningsklefann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×