Íslenski boltinn

Stjarnan án þriggja lykil­manna gegn KA

Sindri Sverrisson skrifar
Emil Atlason þarf að taka út leikbann á sunnudaginn.
Emil Atlason þarf að taka út leikbann á sunnudaginn. vísir/Diego

Þrír lykilleikmenn Stjörnunnar voru í dag úrskurðaðir í eins leiks bann og verða því ekki með gegn KA á sunnudaginn, í Bestu deildinni í fótbolta.

Þetta eru þeir Emil Atlason, Guðmundur Kristjánsson og Örvar Eggertsson, en þeir Emil og Örvar fá bann vegna fjögurra gulra spjalda í sumar og Guðmundur eftir að hafa fengið sitt sjöunda gula spjald.

Þeir Atli Hrafn Andrason og Ívar Örn Jónsson úr HK fengu einnig eins leiks bann, Atli vegna gulra spjalda en Ívar vegna rauða spjaldsins gegn Val í síðasta leik HK-inga. Frederik Schram fékk eins leiks bann vegna rauða spjaldsins sem hann fékk gegn KA á dögunum en hann tók bannið út þegar Valur vann HK á sunnudaginn.

Böðvar Böðvarsson úr FH, Ásgeir Eyþórsson úr Fylki, Steinar Þorsteinsson úr ÍA, Ívar Örn Árnason úr KA, Aron Þórður Albertsson úr KR og Sigurður Egill Lárusson úr Val voru úrskurðaðir í eins leiks bann hver vegna gulra spjalda.


Tengdar fréttir

Arnar í þriggja leikja bann fyrir bræðikast sitt

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings R., fær ekki að stýra liðinu í næstu þremur deildarleikjum eftir að hann var í dag úrskurðaður í leikbann af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×