Aðeins 18 mánuðir eru síðan að nýtt gras var lagt á völlinn. Í samtali við Vísi kveðst starfsfólk félagsins hafa ítrekað kvartað yfir illa unnu verki en er grasið nú svoleiðis á sig komið að ekki er hægt að spila eða æfa á því.
Knattspyrnufélag Vesturbæjar átti að spila leik í 3. deild á gervigrasinu um helgina en sá færður á grasblett félagsins þar sem dómari þess leiks taldi ekki öruggt fyrir leikmenn að spila á gervigrasinu.
Gervigrasinu var formlega lokað í dag. Fótboltaæfingar allra yngri flokka félagsins hafa því verið færðar yfir á Flyðrugrandavöll, grasblettinn milli aðalvallar og gervigrasvallar, annars vegar og æfingavöll KR við Starhaga, hins vegar.
Nánar verður fjallað um málið í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld þar sem Þórhildur Garðarsdóttir, formaður KR, er til viðtals vegna málsins.