Óttast um velferð íbúa og höfðar til skynsemi þeirra Eiður Þór Árnason og Telma Tómasson skrifa 14. ágúst 2024 19:23 Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum. Ljósmyndin er úr safni. Vísir/Einar Lögreglustjórinn á Suðurnesjum mælir eindregið gegn því að fólk dvelji í Grindavík nú þegar búist er við að gos hefjist á hverri stundu. Óásættanleg hætta er talin fyrir hendi í hluta bæjarins en dvalið hefur verið í um 24 húsum síðustu nætur og dæmi um að barnafólk sé í Grindavík. „Mín skoðun og minna helstu manna og almannavarnadeildar eru alltaf þau sömu að við viljum helst ekki sjá fólk dvelja inn í Grindavíkurbæ að næturlagi,“ sagði Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Dregið hafi úr þeim fjölda fólks sem dvelji í bænum. Visst svæði innan Grindavíkur er talið vera með óásættanlegri hættu og hefur fólk sömuleiðis dvalið innan marka þess næturlagi. Aukin hætta er talin vera á ferðum í hluta Grindavíkur.Grafík/Hjalti „Við metum það sem svo að það sé meiri hætta innan þessa reits, það er svæði norðan Austurvegar og austan Víkurbrautar. Í augnablikinu er dvalið þarna í sirka 3 til 4 húsum. Ég vil nú höfða til þeirra sem dvelja þarna á hverjum tíma að hugsa til þeirrar ábyrgðar, þessir einstaklingar eru í bænum á eigin ábyrgð,“ segir Úlfar. Lögregla þurfi að vera í bænum sérstaklega til að gæta íbúa „Á sama tíma þurfa almannavarnir og lögreglustjórinn á Suðurnesjum að halda úti sólarhringsvakt sem er óþekkt inn í Grindavík á friðartímum. Þetta kostar allt peninga og í mínum huga þá vil ég höfða til skynsemi þessa fólks og það íhugi stöðu þeirra sem þurfa dvelja þarna næturlangt til að passa þessa íbúa. Það væri best fyrir okkar viðbragð ef það væri enginn inn í Grindavík að næturlagi. Það myndi draga úr öllum kostnaði og styrkja okkar aðgerðir á allan hátt,“ bætir Úlfar við. Gildandi hættukort Veðurstofunnar.Veðurstofa Íslands Úlfar segist óttast um velferð þeirra einstaklinga sem dvelji í bænum. „Ég geri það sannarlega og það gera það flestir. Ef við horfum til okkar helstu vísindamanna þá er ekki útilokað að þarna geti jörð opnast inn í bænum sjálfum og kannski meiri líkur á að hraun renni inn í bæinn. Opnist þá jafnvel jörð fyrir innan varnargarð fyrir ofan bæinn og hraun geti þá runnið inn í bæinn. Það er líka bara gríðarlega mikil óvissa í þessu öllu. Við sjáum það í spádómum okkar helstu vísindamanna að það gengur erfiðlega að hitta á stað og stund, hvenær byrjar að gjósa og hvar jörð opnast nákvæmlega.“ „Ég hef verið fráhverfur því að banna fólki eitt og annað en fullorðnir einstaklingar eru auðvitað sjálfbjarga í því taka ákvarðanir fyrir sig sjálfa.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Sjá meira
„Mín skoðun og minna helstu manna og almannavarnadeildar eru alltaf þau sömu að við viljum helst ekki sjá fólk dvelja inn í Grindavíkurbæ að næturlagi,“ sagði Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Dregið hafi úr þeim fjölda fólks sem dvelji í bænum. Visst svæði innan Grindavíkur er talið vera með óásættanlegri hættu og hefur fólk sömuleiðis dvalið innan marka þess næturlagi. Aukin hætta er talin vera á ferðum í hluta Grindavíkur.Grafík/Hjalti „Við metum það sem svo að það sé meiri hætta innan þessa reits, það er svæði norðan Austurvegar og austan Víkurbrautar. Í augnablikinu er dvalið þarna í sirka 3 til 4 húsum. Ég vil nú höfða til þeirra sem dvelja þarna á hverjum tíma að hugsa til þeirrar ábyrgðar, þessir einstaklingar eru í bænum á eigin ábyrgð,“ segir Úlfar. Lögregla þurfi að vera í bænum sérstaklega til að gæta íbúa „Á sama tíma þurfa almannavarnir og lögreglustjórinn á Suðurnesjum að halda úti sólarhringsvakt sem er óþekkt inn í Grindavík á friðartímum. Þetta kostar allt peninga og í mínum huga þá vil ég höfða til skynsemi þessa fólks og það íhugi stöðu þeirra sem þurfa dvelja þarna næturlangt til að passa þessa íbúa. Það væri best fyrir okkar viðbragð ef það væri enginn inn í Grindavík að næturlagi. Það myndi draga úr öllum kostnaði og styrkja okkar aðgerðir á allan hátt,“ bætir Úlfar við. Gildandi hættukort Veðurstofunnar.Veðurstofa Íslands Úlfar segist óttast um velferð þeirra einstaklinga sem dvelji í bænum. „Ég geri það sannarlega og það gera það flestir. Ef við horfum til okkar helstu vísindamanna þá er ekki útilokað að þarna geti jörð opnast inn í bænum sjálfum og kannski meiri líkur á að hraun renni inn í bæinn. Opnist þá jafnvel jörð fyrir innan varnargarð fyrir ofan bæinn og hraun geti þá runnið inn í bæinn. Það er líka bara gríðarlega mikil óvissa í þessu öllu. Við sjáum það í spádómum okkar helstu vísindamanna að það gengur erfiðlega að hitta á stað og stund, hvenær byrjar að gjósa og hvar jörð opnast nákvæmlega.“ „Ég hef verið fráhverfur því að banna fólki eitt og annað en fullorðnir einstaklingar eru auðvitað sjálfbjarga í því taka ákvarðanir fyrir sig sjálfa.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Sjá meira