Snorri Barón þekkti Lazar vel en þeir höfðu ekki talast við í tvö ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2024 08:30 Snorri Barón Jónsson með skjólstæðingi sínum Björgvini Karli Guðmyndssyni. @snorribaron Snorri Barón Jónsson, umboðsmaður CrossFit fólks eins og Söru Sigmundsdóttur og Björgvins Karls Guðmundssonar, sér mikið eftir því að hafa ekki kyngt stoltinu og náð sáttum við serbneska CrossFit kappann Lazar Dukic. Lazar Dukic drukknaði í fyrstu grein heimsleikanna í ár. Margir hafa minnst Serbans og sent fjölskyldu hans og vinum samúðar- og stuðningskveðjur. Snorri bættist í þann hóp í gær en hann er í annarri stöðu en margir aðrir. „Heimsleikarnir í CrossFit. Tími til að fagna hraustleika, frábæru formi og góðri keppni. Hápunktur hvers árs fyrir alla sem koma að keppni í líkamshreysti. Það fór mjög illa í ár. Hið óhugsandi gerðist. Maður drukknaði í fyrstu grein. Nafnið hans var Lazar Dukic,“ hóf Snorri pistil sinn. „Ég skrifa þessar línur til að votta Lazar virðingu mína. Ég þekkti hann. Við unnum saman um tíma en undanfarin tvö ár höfðum við ekki sagt eitt orð við hvorn annan,“ skrifaði Snorri. Of þrjóskur og of stoltur „Það kom til vegna lítillar færslu sem ég setti inn á samfélagsmiðla. Hann gerði mér grein fyrir því að hann var ósáttur en ég var of þrjóskur til að sætta mig við hans sjónarhorn og of stoltur til að biðjast almennilega afsökunar,“ skrifaði Snorri. „Dagarnir breyttust í vikur, vikur í mánuði og mánuðir í ár. Í síðustu skipti sem við höfum verið á sama stað þá hugsaði ég oft um að nýta það tækifærið. Leggja fram sáttarhönd og reyna að hreinsa loftið. Ég gerði það hins vegar aldrei og sé mikið eftir því,“ skrifaði Snorri. Einn af þeim allra bestu Snorri Barón hrósar líka frammistöðu Lazars í CrossFit undanfarin ár. „Það er ekki hægt að gera of mikið úr áhrifum og mikilvægi Lazars fyrir íþróttina. Hann endaði aldrei utan topp tíu á heimsleikunum og hafði unnið undanúrslit Evrópu undanfarin þrjú ár. Hann var einn af þeim allra bestu,“ skrifaði Snorri. „Hann var einn af örfáum íþróttamönnum sem gátu farið alla leið. Hann hélt öðrum mönnum á tánum,“ skrifaði Snorri. Litríkur persónuleiki Snorri segir að Lazars hafi verið duglegur að skjóta á keppinauta sína og keyra upp í þeim keppnisandann. „Litríkur persónuleiki sem lýsti upp öll herbergi. Íþróttin verður aldrei sú sama aftur,“ skrifaði Snorri og sendi fjölskyldu og ástvinum Lazars sínar innilegustu samúðarkveðjur. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron Jonsson (@snorribaron) CrossFit Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Körfubolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira
Lazar Dukic drukknaði í fyrstu grein heimsleikanna í ár. Margir hafa minnst Serbans og sent fjölskyldu hans og vinum samúðar- og stuðningskveðjur. Snorri bættist í þann hóp í gær en hann er í annarri stöðu en margir aðrir. „Heimsleikarnir í CrossFit. Tími til að fagna hraustleika, frábæru formi og góðri keppni. Hápunktur hvers árs fyrir alla sem koma að keppni í líkamshreysti. Það fór mjög illa í ár. Hið óhugsandi gerðist. Maður drukknaði í fyrstu grein. Nafnið hans var Lazar Dukic,“ hóf Snorri pistil sinn. „Ég skrifa þessar línur til að votta Lazar virðingu mína. Ég þekkti hann. Við unnum saman um tíma en undanfarin tvö ár höfðum við ekki sagt eitt orð við hvorn annan,“ skrifaði Snorri. Of þrjóskur og of stoltur „Það kom til vegna lítillar færslu sem ég setti inn á samfélagsmiðla. Hann gerði mér grein fyrir því að hann var ósáttur en ég var of þrjóskur til að sætta mig við hans sjónarhorn og of stoltur til að biðjast almennilega afsökunar,“ skrifaði Snorri. „Dagarnir breyttust í vikur, vikur í mánuði og mánuðir í ár. Í síðustu skipti sem við höfum verið á sama stað þá hugsaði ég oft um að nýta það tækifærið. Leggja fram sáttarhönd og reyna að hreinsa loftið. Ég gerði það hins vegar aldrei og sé mikið eftir því,“ skrifaði Snorri. Einn af þeim allra bestu Snorri Barón hrósar líka frammistöðu Lazars í CrossFit undanfarin ár. „Það er ekki hægt að gera of mikið úr áhrifum og mikilvægi Lazars fyrir íþróttina. Hann endaði aldrei utan topp tíu á heimsleikunum og hafði unnið undanúrslit Evrópu undanfarin þrjú ár. Hann var einn af þeim allra bestu,“ skrifaði Snorri. „Hann var einn af örfáum íþróttamönnum sem gátu farið alla leið. Hann hélt öðrum mönnum á tánum,“ skrifaði Snorri. Litríkur persónuleiki Snorri segir að Lazars hafi verið duglegur að skjóta á keppinauta sína og keyra upp í þeim keppnisandann. „Litríkur persónuleiki sem lýsti upp öll herbergi. Íþróttin verður aldrei sú sama aftur,“ skrifaði Snorri og sendi fjölskyldu og ástvinum Lazars sínar innilegustu samúðarkveðjur. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron Jonsson (@snorribaron)
CrossFit Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Körfubolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira