Einhver umræða hafði verið um möguleg vistaskipti Damirs frá Breiðabliki í haust en þeirri óvissu hefur nú verið eytt. Hann skrifar undir samning sem gildir út tímabilið 2025 samkvæmt tilkynningu Breiðabliks.
Damir er 34 ára gamall miðvörður og hefur verið lykilmaður hjá þeim grænklæddu undanfarin ár. Alls hefur hann leikið 381 mótsleik frá því að hann gekk í raðir Blika fyrir áratug. Aðeins Andri Rafn Yeoman hefur spilað fyrir leiki fyrir Breiðablik.
Áður lék Damir með HK, hvar hann er uppalinn, auk Víkings í Ólafsvík og Leikni Reykjavík á sínum ferli.
Líklegt er að Damir verði í liði Breiðabliks sem mætir Val í stórleik kvöldsins í Bestu deild karla. Breiðablik er í öðru sæti deildarinnar með 34 stig en Valur með 31 stig í þriðja sæti.
Leikurinn hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.