Fótbolti

Gomes á bata­vegi eftir höfuð­höggið skelfi­lega

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Gomes segist vera fínn eftir höggið slæma á laugardag.
Gomes segist vera fínn eftir höggið slæma á laugardag. Angel Gomes

Angel Gomes, leikmaður Lille, er á batavegi eftir skelfilegt högg í leik liðsins á laugardag.

Gomes varð fyrir skelfilegu höggi í fyrri hálfleik leiks Lille og Reims. Leikmaður Reims fékk beint rautt spjald fyrir brotið en leikurinn var í kjölfarið stöðvaður í drykklanga stund meðan Gomes lá óvígur eftir.

Hann missti meðvitund og var óttast hið versta en á endanum náði hann meðvitund á ný. Var í kjölfarið farið með hann á spítala. Hákon Arnar Haraldsson kom inn af bekk Lille fyrir Gomes og hjálpaði liðinu að sækja 2-0 sigur í fyrstu umferð frönsku úrvalsdeildarinnar.

Gomes hefur nú tjáð sig á samfélagsmiðlum. Miðjumaðurinn knái þakkar fyrir stuðninginn og segir hann ómetanlegan. Þá segist hann ekki geta beðið eftir að snúa aftur.

Á Instagram-síðu sinni segist hann vera kominn heim og að sér líði vel. Þá þakkar hann læknateymi Lille sem og á sjúkrahúsinu. Þá grínaðist hann með að þetta minnti hann á að vera ekki að stökkva upp í skallabolta að óþörfu en Gomes verður seint sagt hár í loftinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×