Rúnar Páll skýtur á KR: Svona vinna „snillingarnir í Vesturbænum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 18. ágúst 2024 19:33 Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, segir Matthias Præst vita upp á sig sökina en skýtur föstum skotum á KR-inga. Vísir/Pawel Spjót hafa beinst að Matthiasi Præst, leikmanni Fylkis, í vikunni eftir að KR tilkynnti um skipti hans í Vesturbæinn að leiktíðinni liðinni. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, gagnrýnir starfshætti KR-inga. Rúnar Páll var til viðtals í Kórnum þar sem stendur yfir afar mikilvægur leikur hans manna við HK. Þar var hann spurður út í umræðuna um Præst og myndbirtinguna frægu. Hvað gefur þú fyrir þessa umræðu um Præst? „Ég gef ekki neitt fyrir þetta. Hann er sjálfstæður einstaklingur og tekur sínar ákvarðanir um hvað hann vill gera við sinn fótboltaferil. Hann ákvað að gera þetta. Það er bara eins og það er,“ segir Rúnar Páll á Stöð 2 Sport fyrir leik HK og Fylkis. „Hann er leikmaður okkar út tímabilið og er ótrúlega mikilvægur leikmaður fyrir okkur. Þetta er bara þannig, þú þarft að hugsa um sjálfan þig sem leikmaður og hann gerði það svo sannarlega,“ „Hann er 100 prósent fókuseraður á þetta verkefni með okkur. Ég hef engar áhyggjur af því. Þetta er topp drengur og okkur líkar vel við hann. Við getum ekkert kvartað yfir þessu,“ segir Rúnar Páll. Hér má nálgast beina textalýsingu Vísis frá leik HK og Fylkis. Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Ekki heppilegt Rúnar segir vissulega ekki heppilegt að myndin skuli hafa verið birt og Præst viti upp á sig sökina. Vesturbæingar hafi aftur á móti vísvítandi birt myndina til að reyna að þrýsta á Árbæinga að hleypa Dananum til KR strax í sumar. „Auðvitað er ekki heppilegt að þessi mynd skuli birtast og hann játar það alveg. Það var ekki ætlunin að þessi mynd skyldi birtast. En snillingarnir í Vesturbænum gerðu það til þess að fá það fram að við myndum samþykkja tilboð í hann. Svona vinna þeir,“ segir Rúnar Páll og skýtur þannig hressilega á starfshætti KR-inga. KR tapaði í gær fyrir Vestra en þau tvö lið eru rétt fyrir ofan fallsvæðið. HK og Fylkir eru liðin í fallsætunum tveimur og því um gríðarlega mikilvægan leik að ræða. Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti KR Fylkir Mest lesið Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Luke Littler grét eftir leik Sport Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira
Rúnar Páll var til viðtals í Kórnum þar sem stendur yfir afar mikilvægur leikur hans manna við HK. Þar var hann spurður út í umræðuna um Præst og myndbirtinguna frægu. Hvað gefur þú fyrir þessa umræðu um Præst? „Ég gef ekki neitt fyrir þetta. Hann er sjálfstæður einstaklingur og tekur sínar ákvarðanir um hvað hann vill gera við sinn fótboltaferil. Hann ákvað að gera þetta. Það er bara eins og það er,“ segir Rúnar Páll á Stöð 2 Sport fyrir leik HK og Fylkis. „Hann er leikmaður okkar út tímabilið og er ótrúlega mikilvægur leikmaður fyrir okkur. Þetta er bara þannig, þú þarft að hugsa um sjálfan þig sem leikmaður og hann gerði það svo sannarlega,“ „Hann er 100 prósent fókuseraður á þetta verkefni með okkur. Ég hef engar áhyggjur af því. Þetta er topp drengur og okkur líkar vel við hann. Við getum ekkert kvartað yfir þessu,“ segir Rúnar Páll. Hér má nálgast beina textalýsingu Vísis frá leik HK og Fylkis. Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Ekki heppilegt Rúnar segir vissulega ekki heppilegt að myndin skuli hafa verið birt og Præst viti upp á sig sökina. Vesturbæingar hafi aftur á móti vísvítandi birt myndina til að reyna að þrýsta á Árbæinga að hleypa Dananum til KR strax í sumar. „Auðvitað er ekki heppilegt að þessi mynd skuli birtast og hann játar það alveg. Það var ekki ætlunin að þessi mynd skyldi birtast. En snillingarnir í Vesturbænum gerðu það til þess að fá það fram að við myndum samþykkja tilboð í hann. Svona vinna þeir,“ segir Rúnar Páll og skýtur þannig hressilega á starfshætti KR-inga. KR tapaði í gær fyrir Vestra en þau tvö lið eru rétt fyrir ofan fallsvæðið. HK og Fylkir eru liðin í fallsætunum tveimur og því um gríðarlega mikilvægan leik að ræða.
Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti KR Fylkir Mest lesið Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Luke Littler grét eftir leik Sport Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira