Fylkir gerði góða ferð í Kórinn og vann 0-2 sigur á HK í gær. Þetta var fyrsti útisigur Fylkismanna á tímabilinu. Emil Ásmundsson og Þóroddur Víkingsson skoruðu mörk gestanna sem voru manni síðustu 37 mínútur leiksins eftir að Halldór Jón Sigurður Þórðarson fékk rautt spjald.
Með sigrinum hafði Fylki sætaskipti við HK sem er núna á botni deildarinnar. Liðið hefur tapað sex af síðustu sjö leikjum sínum.
KA og Stjarnan skildu jöfn fyrir norðan, 1-1. Ásgeir Sigurgeirsson kom KA-mönnum yfir en Jóhann Árni Gunnarsson jafnaði fyrir Stjörnumenn úr vítaspyrnu.
Stjarnan er áfram einu stigi og einu sæti á undan KA. Akureyringar hafa ekki tapað í síðustu níu deildarleikjum sínum eftir erfiða byrjun á tímabilinu.
Þá vann Vestri sinn fyrsta sigur á Ísafirði á tímabilinu þegar liðið lagði KR að velli, 2-0. Elmar Atli Garðarsson skoraði seinna mark Vestramanna og lagði það fyrra upp fyrir Pétur Bjarnason.
Vestri er í 10. sæti deildarinnar með sautján stig, einu stigi og einu sæti á eftir KR sem lék sinn fyrsta leik undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar á laugardaginn.
Mörkin sex úr leikjum helgarinnar má sjá hér að ofan.