„...nema sveitarstjórnir og lögregla“ Kristín Magnúsdóttir skrifar 20. ágúst 2024 19:01 Það hefur verið nokkuð um það hjá ráðherrum og þingmönnum að fara með þá möntru að það séu lög í landinu sem allir verði að fara eftir. En er það þannig? Nú þarf lesandinn að gerast dómari í smástund, köllum dómstólinn Héraðsdóm um löghlýðni. Hæfnisskilyrðin fyrir dómarastarfið eru að vera læs, vita að ágangur búfjár stendur fyrir heimildarlausa beit, hafa a.m.k. þroska unglings og til þess að gera ógalna dómgreind. Dómur er settur! Lagagrein í lögum um afréttamálefni hljóðar þannig: „Stafi ágangur af búfé, sem heimilt er að hafa í heimahögum, ber sveitarstjórn að láta smala ágangsfénaði og reka þangað, sem hann á að vera, á kostnað eiganda, nema annað sé ákveðið í fjallskilasamþykkt. Sinni sveitarstjórn ekki skyldum sínum skv. 1. mgr. að mati lögreglustjóra skal hann láta smala ágangsfénaði á kostnað eiganda.“ Sem sagt; ef búfé, sem eigandinn má halda í sínu heimalandi (er ekki skylt að vista á afrétti), stundar heimildarlausa beit í annars manns landi og sá landeigandi biður sveitarstjórn um að ágangsfénu sé smalað og flutt heim til sín, þá ber viðkomandi sveitarstjórn að verða við því. Þá verður búfjáreigandinn að greiða kostnaðinn, nema annað sé ákveðið í fjallskilasamþykkt sveitarfélagsins. Ef sveitarstjórn verður ekki við lagaskyldu sinni, að mati lögreglustjóra, þá skuli lögreglan láta smala skepnunum og flytja heim til sín. Þrátt fyrir fjölda beiðna frá mörgum aðilum til margra sveitarstjórna, um smölun á ágangsfé sem heimilt er að hafa í heimalandi, hefur engin þeirra farið að lögunum. Þær bera ýmist fyrir sig ekki neitt eða eitthvað. Þeir sem hafa þá snúið sér til lögreglunnar, eins og lög gera ráð fyrir, hafa ekki haft árangur sem erfiði, þar sem ráðuneyti laga og réttar telur lögreglustjóra ómögulega geta metið hvenær lögbrot séu framin og hvenær ekki. Engin sveitarstjórn eða lögreglustjóri hefur látið smala ágangsfé. Fyrir þeim virðast lögin ekki hafa meiri vigt en miðlungs tækisfærisvísa á þorrablóti. Sem hæstvirtur dómari í löghlýðni, getur þú: a. Dæmt að ráðherrar og þingmenn skulu ætið bæta við möntruna sína; „..nema sveitarstjórnir og lögregla,“ þegar þeir segja að allir verði að fara að lögum. b. Sýknað. Fyrirmenn þjóðarinnar geti áfram sagt að það séu lög í landinu sem allir verði að fara eftir. Ástæða sýknu getur verið að sveitarstjórnir séu ofar lögum, lagatextinn knappur, lömbin falleg, lögregla upptekin, lögin gömul, kindaeigendur saklausir, lögin vitlaus, lambalæri góð eða af einhverri annarri ástæðu sem þér kann að detta í hug. Þú yrðir þar með í góðum félagsskap fyrirmanna. Hvernig dæmist..? Höfundur er lögfræðingur ML. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögmennska Landbúnaður Mest lesið Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Það hefur verið nokkuð um það hjá ráðherrum og þingmönnum að fara með þá möntru að það séu lög í landinu sem allir verði að fara eftir. En er það þannig? Nú þarf lesandinn að gerast dómari í smástund, köllum dómstólinn Héraðsdóm um löghlýðni. Hæfnisskilyrðin fyrir dómarastarfið eru að vera læs, vita að ágangur búfjár stendur fyrir heimildarlausa beit, hafa a.m.k. þroska unglings og til þess að gera ógalna dómgreind. Dómur er settur! Lagagrein í lögum um afréttamálefni hljóðar þannig: „Stafi ágangur af búfé, sem heimilt er að hafa í heimahögum, ber sveitarstjórn að láta smala ágangsfénaði og reka þangað, sem hann á að vera, á kostnað eiganda, nema annað sé ákveðið í fjallskilasamþykkt. Sinni sveitarstjórn ekki skyldum sínum skv. 1. mgr. að mati lögreglustjóra skal hann láta smala ágangsfénaði á kostnað eiganda.“ Sem sagt; ef búfé, sem eigandinn má halda í sínu heimalandi (er ekki skylt að vista á afrétti), stundar heimildarlausa beit í annars manns landi og sá landeigandi biður sveitarstjórn um að ágangsfénu sé smalað og flutt heim til sín, þá ber viðkomandi sveitarstjórn að verða við því. Þá verður búfjáreigandinn að greiða kostnaðinn, nema annað sé ákveðið í fjallskilasamþykkt sveitarfélagsins. Ef sveitarstjórn verður ekki við lagaskyldu sinni, að mati lögreglustjóra, þá skuli lögreglan láta smala skepnunum og flytja heim til sín. Þrátt fyrir fjölda beiðna frá mörgum aðilum til margra sveitarstjórna, um smölun á ágangsfé sem heimilt er að hafa í heimalandi, hefur engin þeirra farið að lögunum. Þær bera ýmist fyrir sig ekki neitt eða eitthvað. Þeir sem hafa þá snúið sér til lögreglunnar, eins og lög gera ráð fyrir, hafa ekki haft árangur sem erfiði, þar sem ráðuneyti laga og réttar telur lögreglustjóra ómögulega geta metið hvenær lögbrot séu framin og hvenær ekki. Engin sveitarstjórn eða lögreglustjóri hefur látið smala ágangsfé. Fyrir þeim virðast lögin ekki hafa meiri vigt en miðlungs tækisfærisvísa á þorrablóti. Sem hæstvirtur dómari í löghlýðni, getur þú: a. Dæmt að ráðherrar og þingmenn skulu ætið bæta við möntruna sína; „..nema sveitarstjórnir og lögregla,“ þegar þeir segja að allir verði að fara að lögum. b. Sýknað. Fyrirmenn þjóðarinnar geti áfram sagt að það séu lög í landinu sem allir verði að fara eftir. Ástæða sýknu getur verið að sveitarstjórnir séu ofar lögum, lagatextinn knappur, lömbin falleg, lögregla upptekin, lögin gömul, kindaeigendur saklausir, lögin vitlaus, lambalæri góð eða af einhverri annarri ástæðu sem þér kann að detta í hug. Þú yrðir þar með í góðum félagsskap fyrirmanna. Hvernig dæmist..? Höfundur er lögfræðingur ML.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun