Viðræður sagðar stranda á kröfum Hamas um algjört brotthvarf Ísrael frá Gasa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. ágúst 2024 06:44 Skyldmenni gísla í haldi Hamas og fleiri komu saman í Tel Aviv í gær til að heiðra minningu þeirra gísla sem hafa látist og kalla eftir samkomulagi um lausn þeirra sem enn er haldið föngum. AP/Ariel Schalit Friðarviðræður milli Ísrael og Hamas eru sagðar stranda á kröfum Hamas um að Ísraelar yfirgefi Gasa alfarið, þar sem stjórnvöld í Ísrael eru sögð hafa hafnað kröfunni. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, yfirgaf Mið-Austurlönd í gær eftir fundi með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, Abdel Fattah al-Sisi, forseta Egyptalands, og fleirum. Hann sagði að samkomulag þyrfti að nást á næstu dögum en yfirvöld í Bandaríkjunum, Egyptalandi og Katar, sem hafa freistað þess að miðla málum í deilunni, eru nú sögð ýta á að aðilar undirriti „brúarsamkomulag“ sem felur í sér sex vikna vopnahlé þar sem skipst yrði á gíslum og föngum. Fyrst um sinn yrði um að ræða veika, eldri og kvenkyns gísla í haldi Hamas gegn Palestínumönnum sem haldið er í fangelsum í Ísrael. Á meðan vopnahléinu stæði myndu menn svo reyna að ná saman um framhaldið, þar sem meðal annars yrði skipst á hermönnum og látnum gegn fleiri föngum. Þá er gert ráð fyrir að Ísraelsmenn færu að draga sig frá Gasa og að íbúar gætu farið að snúa aftur heim. Hamas-samtökin hafa ekki átt beina aðkomu að viðræðunum í vikunni en þau hafa gert kröfu um algjört brotthvarf Ísraelshers frá Gasa. Axios greindi frá því í gær að Netanyahu hefði mögulega sannfært Blinken um nauðsyn þess að hermenn yrðu áfram við landamæri Gasa og Egyptalands en Blinken gaf óljós svör spurður um málið. „Bandaríkin sætta sig ekki við langtíma hernám Ísraels á Gasa,“ sagði Blinken í Katar. Samkomulagið sem væri til umræðu væri mjög skýrt um það hvenær og hvar Ísraelsmenn hörfuðu frá Gasa og Ísraelsmenn hefðu samþykkt það. „Það er allt sem ég veit. Ég hef verið mjög skýr varðandi það.“ Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, yfirgaf Mið-Austurlönd í gær eftir fundi með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, Abdel Fattah al-Sisi, forseta Egyptalands, og fleirum. Hann sagði að samkomulag þyrfti að nást á næstu dögum en yfirvöld í Bandaríkjunum, Egyptalandi og Katar, sem hafa freistað þess að miðla málum í deilunni, eru nú sögð ýta á að aðilar undirriti „brúarsamkomulag“ sem felur í sér sex vikna vopnahlé þar sem skipst yrði á gíslum og föngum. Fyrst um sinn yrði um að ræða veika, eldri og kvenkyns gísla í haldi Hamas gegn Palestínumönnum sem haldið er í fangelsum í Ísrael. Á meðan vopnahléinu stæði myndu menn svo reyna að ná saman um framhaldið, þar sem meðal annars yrði skipst á hermönnum og látnum gegn fleiri föngum. Þá er gert ráð fyrir að Ísraelsmenn færu að draga sig frá Gasa og að íbúar gætu farið að snúa aftur heim. Hamas-samtökin hafa ekki átt beina aðkomu að viðræðunum í vikunni en þau hafa gert kröfu um algjört brotthvarf Ísraelshers frá Gasa. Axios greindi frá því í gær að Netanyahu hefði mögulega sannfært Blinken um nauðsyn þess að hermenn yrðu áfram við landamæri Gasa og Egyptalands en Blinken gaf óljós svör spurður um málið. „Bandaríkin sætta sig ekki við langtíma hernám Ísraels á Gasa,“ sagði Blinken í Katar. Samkomulagið sem væri til umræðu væri mjög skýrt um það hvenær og hvar Ísraelsmenn hörfuðu frá Gasa og Ísraelsmenn hefðu samþykkt það. „Það er allt sem ég veit. Ég hef verið mjög skýr varðandi það.“
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira