Engin salernisaðstaða við Kerið þrátt fyrir hagnað og ellefu ára gjaldtöku Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. ágúst 2024 13:16 Ásgeir Baldurs forstjóri Arctic Adventures sem á Kerið segir á dagskránni að reisa þjónustumiðstöð við Kerið og salernisaðstöðu. Engin salerni eru á svæðinu þrátt fyrir að ferðamenn hafi greitt gjald af því í ellefu ár. Vísir/Berghildur Þrátt fyrir að fyrrverandi og núverandi eigendur Kersins hafi tekið gjald af ferðamönnum í ellefu ár er ekki boðið upp á neina þjónustu á svæðinu eins og salernisaðstöðu. Forstjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Adventures segir fyrirhugað að reisa þjónustumiðstöð á svæðinu á næstu árum. Ferðamenn þurfa í æ ríkari mæli að greiða gjald að náttúrunni hér á landi. Þannig er byrjað að rukka fyrir bílastæði við hátt í þrjátíu náttúruperlur en engin heldur utan um á hvaða svæðum slík gjaldtaka fer fram og í hvað hún er ætluð. Þá er víða gjaldtaka í formi aðgangseyris. Ferðamálastjóri sagði í vikunni nauðsynlegt að koma böndum á þetta og að þeir sem taki upp slík gjöld bjóði þá upp á viðhald og þjónustu á svæðunum. Gjöldin skila gríðarlegum tekjum Þjóðgarðsvörður sagði í fréttum í gær að ráðgert sé að bílastæðagjaldið á Þingvöllum skili þjóðgarðinum um tvö hundruð milljónum króna á þessu ári. Bílastæðagjöld standi undir einum fjórða af rekstrarkostnaði og viðhaldi innan þjóðgarðsins. Þau skili engum hagnaði. Hann tók undir með ferðamálastjóra að slík gjöld eigi að fara í uppbyggingu, rekstur og þjónustu við náttúruperlur. Þá kom fram að Hveragerðisbær áætlar að tekjur af bílastæðagjöldum í Reykjadal á þessu ári nemi um fjörutíu milljónum króna. Þær standi undir uppbyggingu á svæðinu. Eitt fyrsta gjaldsvæðið en ekkert salerni Kerfélagið sem átti Kerið frá 2008-2023 var meðal þeirra allra fyrstu til að taka aðgangseyri af ferðamönnum árið 2013. Samkvæmt ársreikningum skilaði félagið tug milljón króna hagnaði flest öll árin sem það rak Kerið. Eigendurnir seldu Kerið til Arctic Adventures á síðasta ári en engin salernisaðstaða hefur verið byggð upp á svæðinu þau ellefu ár sem gjaldtaka hefur verið í gangi þar. Stjórnendur Arctic Adventures sögðu við kaupin í fyrra að reisa ætti þjónustuhús á svæðinu og salernisaðstöðu. Engin ákvörðun um bílastæðagjald Ásgeir Baldurs forstjóri Arctic Adventures býst við að það takist að reisa þjónustuhúsið á næsta ári. „Við erum að vinna að því að hanna þjónustuhús erum búin að ráða arkitekt og gera þarfagreiningu. Vonandi verður hægt að hefja framkvæmdir á þessu eða næsta ári. Við erum líka að huga að leyfismálum,“ segir hann. Hann segir fyrirtækið sé nú þegar að sinna þjónustu á svæðinu með viðhaldi á stígum og stækkun bílastæðis. „Þjónusta er meira en þjónustuhús og salerni. Það er verið að viðhalda stígum þarna og stækka bílastæði. Þá er verið að reyna tryggja að aðgengi sé öruggt,“ segir hann. Aðspurður um hvort fyrirtækið hyggist líka taka upp bílastæðagjald við áfangastaðinn svarar Ásgeir: „Það hefur ekki verið tekin ákvörðun um það. Það hefur reynst ágætlega að rukka aðgang að Kerinu.“ Gefur ekki upp kaupverð Gríðarlegur fjöldi ferðamanna heimsækir Kerið á hverju ári og því miklir tekjumöguleikar á svæðinu. Fyrrverandi eigandi Kersins gaf upp í Dagmálum fyrir nokkrum árum að hann og félagar hefðu keypt Kerið fyrir tíu milljónir króna árið 2008 sem samsvarar um þrjátíu milljónum króna að núvirði. Ásgeir vill ekki gefa upp hvað Arctic Adventure greiddi fyrrverandi eigendum fyrir Kerið á síðasta ári. „Verðið er trúnaðarmál. Þetta voru viðskipti milli einkaðila og þess vegna er það ekki gefið upp,“ segir Ásgeir. Ferðamennska á Íslandi Fjármálamarkaðir Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Erlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Sjá meira
Ferðamenn þurfa í æ ríkari mæli að greiða gjald að náttúrunni hér á landi. Þannig er byrjað að rukka fyrir bílastæði við hátt í þrjátíu náttúruperlur en engin heldur utan um á hvaða svæðum slík gjaldtaka fer fram og í hvað hún er ætluð. Þá er víða gjaldtaka í formi aðgangseyris. Ferðamálastjóri sagði í vikunni nauðsynlegt að koma böndum á þetta og að þeir sem taki upp slík gjöld bjóði þá upp á viðhald og þjónustu á svæðunum. Gjöldin skila gríðarlegum tekjum Þjóðgarðsvörður sagði í fréttum í gær að ráðgert sé að bílastæðagjaldið á Þingvöllum skili þjóðgarðinum um tvö hundruð milljónum króna á þessu ári. Bílastæðagjöld standi undir einum fjórða af rekstrarkostnaði og viðhaldi innan þjóðgarðsins. Þau skili engum hagnaði. Hann tók undir með ferðamálastjóra að slík gjöld eigi að fara í uppbyggingu, rekstur og þjónustu við náttúruperlur. Þá kom fram að Hveragerðisbær áætlar að tekjur af bílastæðagjöldum í Reykjadal á þessu ári nemi um fjörutíu milljónum króna. Þær standi undir uppbyggingu á svæðinu. Eitt fyrsta gjaldsvæðið en ekkert salerni Kerfélagið sem átti Kerið frá 2008-2023 var meðal þeirra allra fyrstu til að taka aðgangseyri af ferðamönnum árið 2013. Samkvæmt ársreikningum skilaði félagið tug milljón króna hagnaði flest öll árin sem það rak Kerið. Eigendurnir seldu Kerið til Arctic Adventures á síðasta ári en engin salernisaðstaða hefur verið byggð upp á svæðinu þau ellefu ár sem gjaldtaka hefur verið í gangi þar. Stjórnendur Arctic Adventures sögðu við kaupin í fyrra að reisa ætti þjónustuhús á svæðinu og salernisaðstöðu. Engin ákvörðun um bílastæðagjald Ásgeir Baldurs forstjóri Arctic Adventures býst við að það takist að reisa þjónustuhúsið á næsta ári. „Við erum að vinna að því að hanna þjónustuhús erum búin að ráða arkitekt og gera þarfagreiningu. Vonandi verður hægt að hefja framkvæmdir á þessu eða næsta ári. Við erum líka að huga að leyfismálum,“ segir hann. Hann segir fyrirtækið sé nú þegar að sinna þjónustu á svæðinu með viðhaldi á stígum og stækkun bílastæðis. „Þjónusta er meira en þjónustuhús og salerni. Það er verið að viðhalda stígum þarna og stækka bílastæði. Þá er verið að reyna tryggja að aðgengi sé öruggt,“ segir hann. Aðspurður um hvort fyrirtækið hyggist líka taka upp bílastæðagjald við áfangastaðinn svarar Ásgeir: „Það hefur ekki verið tekin ákvörðun um það. Það hefur reynst ágætlega að rukka aðgang að Kerinu.“ Gefur ekki upp kaupverð Gríðarlegur fjöldi ferðamanna heimsækir Kerið á hverju ári og því miklir tekjumöguleikar á svæðinu. Fyrrverandi eigandi Kersins gaf upp í Dagmálum fyrir nokkrum árum að hann og félagar hefðu keypt Kerið fyrir tíu milljónir króna árið 2008 sem samsvarar um þrjátíu milljónum króna að núvirði. Ásgeir vill ekki gefa upp hvað Arctic Adventure greiddi fyrrverandi eigendum fyrir Kerið á síðasta ári. „Verðið er trúnaðarmál. Þetta voru viðskipti milli einkaðila og þess vegna er það ekki gefið upp,“ segir Ásgeir.
Ferðamennska á Íslandi Fjármálamarkaðir Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Erlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Sjá meira