Gúrkusalatið ekki eina ástæða gúrkuskortsins Lovísa Arnardóttir skrifar 21. ágúst 2024 21:11 Þórhallur hefur ræktað gúrkur í um 40 ár. Samsett Þórhallur Bjarnason, garðyrkjubóndi á Laugalandi í Borgarfirði segir gúrkuskort viðvarandi og framleiðendur ekki hafa undan. Það sé samt ekki eitthvað nýtt. Þórhallur ræddi gúrkuskort í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Fram kom í frétt á Vísi í dag að gúrkan hefði hækkað mikið í verði, eða um þúsund krónur kílóið. Þórhallur kannast ekki við þessa hækkun en Hrefna Rósa Sætran sem rekur tvo veitingastaði í miðborginni sagði á TikTok að hún hefði greitt þúsund krónum meira fyrir kílóið í sumar. Hún taldi auknar vinsældir gúrkunnar þar hafa eitthvað að segja en á samfélagsmiðlinum Tiktok er um þessar mundir afar vinsælt að búa til gúrkusalat. „Þetta er ekkert nýtt,“ segir Þórhallur. Hann segir gúrkusalatið á Tiktok ekki einu skýringuna á þessu, heldur sé agúrkan einfaldlega vinsæl og að Tik-tok uppskriftin hafi valdið því að neyslan á gúrku hafi aukist. „Gúrkuskorturinn er ekki bara út af þessu,“ segir hann. Hann segir verðið ekki hafa hækkað þó það sé skortur og að það eigi að fylgja vísitölu. Í Krónunni kostar íslensk gúrka 236 krónur og erlend 259 krónur. Í Nettó kostar gúrka 239 krónur. Þórhallur leggur sínar gúrkur inn í Sölufélag garðyrkjumanna og segist ekki þekkja nákvæmlega hvort að pöntunum hafi fjölgað. Hann hafi ekki heyrt um það. Mikið byggt 2020 en ekki enn jafnvægi á markaði Þórhallur segir flókið að svara því hversu langan tíma það tekur að rækta gúrku. Frá sáningu sé fyrsta gúrkan komin eftir um sex vikur. Plöntunum sé skipt út um fjórum sinnum á ári því það sé betra að vera með ungar plöntur. Á þeim sé meiri uppskera. Hann segir að 2020 hafi mikið verið byggt til að auka gúrkuframleiðslu og sem vanur ræktandi hefði hann búist við því að núna hefði átt að vera komið jafnvægi á markað. En það hafi ekki gerst. Þórhallur segir alltaf hafa verið ráðleggingar um að borða meira grænmeti. Samhliða aukinni umræðu um loftslagsvánna hafi það færst í aukana að fólk borði meira af grænmeti og minna af kjöti til dæmis. Hann segir gúrkuna afar holla. Hún sé að stórum hluta vatn en í henni séu fjölmörg vítamín. Hann segir plöntuna afar viðkvæma og það sé betra að hafa hana inni. Hún geti illa vaxið í minna en fimmtán gráðum. Á Íslandi sé ekki eitrað heldur notaðar lífrænar varnir. Þórhallur noti maur sem lifir á meindýrinu og límvarnir sem pöddurnar festist í. Mikill áhugi Við ræktun í gróðurhúsum þarf að bæta við koltvísýringi en Þórhallur segir að það hafi verið skort á honum til ræktunar. „Við höfum ekki undan og það er ekki mikill áhugi á að flytja inn gúrkur,“ segir hann. Þær séu fluttar inn en áhuginn sé takmarkaður. Matvælaframleiðsla Neytendur Verðlag Reykjavík síðdegis Samfélagsmiðlar Veitingastaðir Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Sjá meira
Fram kom í frétt á Vísi í dag að gúrkan hefði hækkað mikið í verði, eða um þúsund krónur kílóið. Þórhallur kannast ekki við þessa hækkun en Hrefna Rósa Sætran sem rekur tvo veitingastaði í miðborginni sagði á TikTok að hún hefði greitt þúsund krónum meira fyrir kílóið í sumar. Hún taldi auknar vinsældir gúrkunnar þar hafa eitthvað að segja en á samfélagsmiðlinum Tiktok er um þessar mundir afar vinsælt að búa til gúrkusalat. „Þetta er ekkert nýtt,“ segir Þórhallur. Hann segir gúrkusalatið á Tiktok ekki einu skýringuna á þessu, heldur sé agúrkan einfaldlega vinsæl og að Tik-tok uppskriftin hafi valdið því að neyslan á gúrku hafi aukist. „Gúrkuskorturinn er ekki bara út af þessu,“ segir hann. Hann segir verðið ekki hafa hækkað þó það sé skortur og að það eigi að fylgja vísitölu. Í Krónunni kostar íslensk gúrka 236 krónur og erlend 259 krónur. Í Nettó kostar gúrka 239 krónur. Þórhallur leggur sínar gúrkur inn í Sölufélag garðyrkjumanna og segist ekki þekkja nákvæmlega hvort að pöntunum hafi fjölgað. Hann hafi ekki heyrt um það. Mikið byggt 2020 en ekki enn jafnvægi á markaði Þórhallur segir flókið að svara því hversu langan tíma það tekur að rækta gúrku. Frá sáningu sé fyrsta gúrkan komin eftir um sex vikur. Plöntunum sé skipt út um fjórum sinnum á ári því það sé betra að vera með ungar plöntur. Á þeim sé meiri uppskera. Hann segir að 2020 hafi mikið verið byggt til að auka gúrkuframleiðslu og sem vanur ræktandi hefði hann búist við því að núna hefði átt að vera komið jafnvægi á markað. En það hafi ekki gerst. Þórhallur segir alltaf hafa verið ráðleggingar um að borða meira grænmeti. Samhliða aukinni umræðu um loftslagsvánna hafi það færst í aukana að fólk borði meira af grænmeti og minna af kjöti til dæmis. Hann segir gúrkuna afar holla. Hún sé að stórum hluta vatn en í henni séu fjölmörg vítamín. Hann segir plöntuna afar viðkvæma og það sé betra að hafa hana inni. Hún geti illa vaxið í minna en fimmtán gráðum. Á Íslandi sé ekki eitrað heldur notaðar lífrænar varnir. Þórhallur noti maur sem lifir á meindýrinu og límvarnir sem pöddurnar festist í. Mikill áhugi Við ræktun í gróðurhúsum þarf að bæta við koltvísýringi en Þórhallur segir að það hafi verið skort á honum til ræktunar. „Við höfum ekki undan og það er ekki mikill áhugi á að flytja inn gúrkur,“ segir hann. Þær séu fluttar inn en áhuginn sé takmarkaður.
Matvælaframleiðsla Neytendur Verðlag Reykjavík síðdegis Samfélagsmiðlar Veitingastaðir Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Sjá meira