Innlent

Ekki spurst til Þóris síðan í júlí

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Auglýst er eftir Þóri á vef Interpol.
Auglýst er eftir Þóri á vef Interpol. interpol

Alþjóðalögreglan Interpol hefur auglýst á vef sínum eftir Þóri Kolka Ásgeirssyni, 24 ára Íslendingi. Að sögn lögreglu hefur ekki spurst til Þóris frá 27. júlí síðastliðnum. 

Á vef Interpol kemur fram að Þórir hafi sennilega heimsótt lönd á borð við Ítalíu, Sviss og Egyptaland síðustu misseri. 

Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn og tengiliður við Interpol staðfestir við fréttastofu að auglýsingin komi frá íslenskum lögregluyfirvöldum. 

„Fjölskyldan hefur ekki haft spurnir af honum frá því seint í júlí, það er 27. júlí,“ segir Grímur. Lögregla hafi komið að málinu 30. júlí og haft samband við Interpol í upphafi ágústmánaðar.

„Í þeim tilfellum sem þetta er gert er verið að reyna að átta sig á því hvar viðkomandi er staddur, þar sem sá hinn sami gæti verið í hættu. “

Grímur gat að öðru leyti ekki tjáð sig um málið, en hann hefur ekki upplýsingar um það hvar hafi sést til Þóris síðast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×