Áskorun að fá mannafla í allar framkvæmdir samgöngusáttmála Heimir Már Pétursson skrifar 22. ágúst 2024 11:57 Fulltrúar stjórnvalda og sveitarfélaganna sex á höfuðborgarsvæðinu undirrita uppfærðan samgöngusáttmála í Salnum í Kópavogi í gær. Vísir/HMP Forsætisráðherra segir það geta verið áskorun að fá mannafla í allar þær miklu framkvæmdir sem fyrirhugaðar væru á næstu sextán árum samkvæmt uppfærðum samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Þrátt fyrir mikla pólitíska samstöðu um markmið sáttmálans verði menn að hafa burði til að ræða einstakar framkvæmdir innan hans. Í dag er áætlað að heildarkostnaður við samgöngusáttmálann verði 311 milljarðar króna á næstu 16 árum. Hér sést hlutfallslegur kostnaður einstakra þátta hans.Grafík/Sara Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir áætlað er að ríkið setji 14 milljarða króna á ári í framkvæmdir vegna samgöngusáttmálans á fyrri hluta hans og 19 milljarða á ári á seinni hlutanum. Það geti orðið áskorun einfaldlega vegna þess að það vanti fleiri vinnandi hendur vegna umfangs annarra mannaflsfrekra framkvæmda. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir miklar og nauðsynlegar framfarið felast í uppfærðum samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins.Stöð 2/Einar „Fjórtán milljarðar eru ekki mjög mikið fyrir allt höfuðborgarsvæðið í heildarsamhengi innviðafjárfestingar í landinu. Svo skulum við muna það að eftir því sem líður á þennan tíma dregur til dæmis úr þörfinni á að setja fjármagn inn í Landspítalann. Við erum með 20 milljarða á ári núna inn í Landspítalann og þegar kemur undir 2030 fer að draga úr þeirri miklu fjárfestingarþörf,“ segir Bjarni. Þótt samstaða hafi verið um samgöngusáttmálann og þar með borgarlínu meðal sveitarfélaganna sex á höfuðborgarsvæðinu, sem flest eru undir stjórn Sjálfstæðisflokksins, hefur borið á gagnrýni á ýmislegt í sáttmálanum meðal Sjálfstæðismanna. Þessi mikla samstaða var hins vegar staðfest með undirritun á uppfærðum samgöngusáttmála ríkisins og sveitarfélaganna í gær. Þannig að getum við sagt að stjórnmálaflokkar og einstaklingar í stjórnmálum geti þá rifist um eitthvað annað á næstu kjörtímabilum en akkúrat þetta? „Já ég vona það. Ég vona að við berum gæfu til að sjá lífsgæðin sem þessu geta fylgt. Að betri almenningssamgöngur eru hluti af framtíðarsamgöngukerfi höfuðborgarsvæðisins,“ segir forsætisráðherra. Rétt eins og stofnvegaframkvæmdirnar sem settar voru á blað í upphafi sáttmálans árið 2019 væru enn nauðsynlegar. Grafík/Sara Nú væri búið að hanna þær betur og raða þeim upp og þær komnar nær því að fara í útboð. Margt væri komið á framkvæmdastig nú þegar og öðru lokið. Bjarni segir menn hins vegar áfram þurfa að hafa burði og getu til að eiga samtal um með hvaða hætti verði farið í framkvæmdirnar. Hvernig fjármunirnir nýttust best til að ná fram markmiðum sáttmálans. „Það er svo fjölmargt sem við sjáum ekki fyrir í dag sem mun koma á dagskrá síðar. Þættir sem varða rekstur borgarlínunnar og svo framvegis, sem ekki er hægt að útkljá hér og nú,“ segir Bjarni Benediktsson. En í uppfærðum samgöngusáttmála er gert ráð fyrir að ríkið komi að rekstri borgarlínu með sveitarfélögunum og standi undir einum þriðja rekstursins. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sveitarstjórnarmál Reykjavík Samgöngur Efnahagsmál Alþingi Tengdar fréttir Forsætisráðherra segir sátt ríkja um samgöngusáttmála Heildarkostnaður ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu við uppfærða samgönguáætlun er áætlaður 311 milljarðar króna en ávinningur af framkvæmdunum er talinn verða rúmir ellefu hundruð milljarðar. Ríkið mun koma að rekstri almenningssamgangna. 21. ágúst 2024 19:20 Borgarlína í grunninn bara betri strætó Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir að verið sé að mæta væntingum íbúa um greiðari samgöngur fyrir alla með nýjum samgöngusáttmála. Hann segir að höfuðborgarsvæðið sé í bullandi samkeppni við borgir um heim allan um fólk, og tryggja þurfi samkeppnishæfni svæðisins. Einnig sé Borgarlína í grunninn bara strætó. 21. ágúst 2024 17:09 Samgöngusáttmálinn taki á mikilli innviðaskuld við höfuðborgarsvæðið Uppfærður samgöngusáttmáli fyrir höfuðborgarsvæðið verður kynntur opinberlega á morgun. Innviðaráðherra segir algera samstöðu ríkja um sáttmálann innan ríkisstjórnarinnar og kannast ekki við að kostnaður við hann hafi tvöfaldast, eins og sumir hafi fullyrt en umfang sáttmálans hafi aukist. 20. ágúst 2024 13:18 „Alvarlega vanfjármögnuð“ í viðhaldinu Forstjóri Vegagerðarinnar segir stofnunina alvarlega vanfjármagnaða þegar það kemur að viðhaldi vega. Ósamþykkt samgönguáætlun setur sömuleiðis strik í reikninginn. 21. júlí 2024 15:07 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Sjá meira
Í dag er áætlað að heildarkostnaður við samgöngusáttmálann verði 311 milljarðar króna á næstu 16 árum. Hér sést hlutfallslegur kostnaður einstakra þátta hans.Grafík/Sara Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir áætlað er að ríkið setji 14 milljarða króna á ári í framkvæmdir vegna samgöngusáttmálans á fyrri hluta hans og 19 milljarða á ári á seinni hlutanum. Það geti orðið áskorun einfaldlega vegna þess að það vanti fleiri vinnandi hendur vegna umfangs annarra mannaflsfrekra framkvæmda. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir miklar og nauðsynlegar framfarið felast í uppfærðum samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins.Stöð 2/Einar „Fjórtán milljarðar eru ekki mjög mikið fyrir allt höfuðborgarsvæðið í heildarsamhengi innviðafjárfestingar í landinu. Svo skulum við muna það að eftir því sem líður á þennan tíma dregur til dæmis úr þörfinni á að setja fjármagn inn í Landspítalann. Við erum með 20 milljarða á ári núna inn í Landspítalann og þegar kemur undir 2030 fer að draga úr þeirri miklu fjárfestingarþörf,“ segir Bjarni. Þótt samstaða hafi verið um samgöngusáttmálann og þar með borgarlínu meðal sveitarfélaganna sex á höfuðborgarsvæðinu, sem flest eru undir stjórn Sjálfstæðisflokksins, hefur borið á gagnrýni á ýmislegt í sáttmálanum meðal Sjálfstæðismanna. Þessi mikla samstaða var hins vegar staðfest með undirritun á uppfærðum samgöngusáttmála ríkisins og sveitarfélaganna í gær. Þannig að getum við sagt að stjórnmálaflokkar og einstaklingar í stjórnmálum geti þá rifist um eitthvað annað á næstu kjörtímabilum en akkúrat þetta? „Já ég vona það. Ég vona að við berum gæfu til að sjá lífsgæðin sem þessu geta fylgt. Að betri almenningssamgöngur eru hluti af framtíðarsamgöngukerfi höfuðborgarsvæðisins,“ segir forsætisráðherra. Rétt eins og stofnvegaframkvæmdirnar sem settar voru á blað í upphafi sáttmálans árið 2019 væru enn nauðsynlegar. Grafík/Sara Nú væri búið að hanna þær betur og raða þeim upp og þær komnar nær því að fara í útboð. Margt væri komið á framkvæmdastig nú þegar og öðru lokið. Bjarni segir menn hins vegar áfram þurfa að hafa burði og getu til að eiga samtal um með hvaða hætti verði farið í framkvæmdirnar. Hvernig fjármunirnir nýttust best til að ná fram markmiðum sáttmálans. „Það er svo fjölmargt sem við sjáum ekki fyrir í dag sem mun koma á dagskrá síðar. Þættir sem varða rekstur borgarlínunnar og svo framvegis, sem ekki er hægt að útkljá hér og nú,“ segir Bjarni Benediktsson. En í uppfærðum samgöngusáttmála er gert ráð fyrir að ríkið komi að rekstri borgarlínu með sveitarfélögunum og standi undir einum þriðja rekstursins.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sveitarstjórnarmál Reykjavík Samgöngur Efnahagsmál Alþingi Tengdar fréttir Forsætisráðherra segir sátt ríkja um samgöngusáttmála Heildarkostnaður ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu við uppfærða samgönguáætlun er áætlaður 311 milljarðar króna en ávinningur af framkvæmdunum er talinn verða rúmir ellefu hundruð milljarðar. Ríkið mun koma að rekstri almenningssamgangna. 21. ágúst 2024 19:20 Borgarlína í grunninn bara betri strætó Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir að verið sé að mæta væntingum íbúa um greiðari samgöngur fyrir alla með nýjum samgöngusáttmála. Hann segir að höfuðborgarsvæðið sé í bullandi samkeppni við borgir um heim allan um fólk, og tryggja þurfi samkeppnishæfni svæðisins. Einnig sé Borgarlína í grunninn bara strætó. 21. ágúst 2024 17:09 Samgöngusáttmálinn taki á mikilli innviðaskuld við höfuðborgarsvæðið Uppfærður samgöngusáttmáli fyrir höfuðborgarsvæðið verður kynntur opinberlega á morgun. Innviðaráðherra segir algera samstöðu ríkja um sáttmálann innan ríkisstjórnarinnar og kannast ekki við að kostnaður við hann hafi tvöfaldast, eins og sumir hafi fullyrt en umfang sáttmálans hafi aukist. 20. ágúst 2024 13:18 „Alvarlega vanfjármögnuð“ í viðhaldinu Forstjóri Vegagerðarinnar segir stofnunina alvarlega vanfjármagnaða þegar það kemur að viðhaldi vega. Ósamþykkt samgönguáætlun setur sömuleiðis strik í reikninginn. 21. júlí 2024 15:07 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Sjá meira
Forsætisráðherra segir sátt ríkja um samgöngusáttmála Heildarkostnaður ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu við uppfærða samgönguáætlun er áætlaður 311 milljarðar króna en ávinningur af framkvæmdunum er talinn verða rúmir ellefu hundruð milljarðar. Ríkið mun koma að rekstri almenningssamgangna. 21. ágúst 2024 19:20
Borgarlína í grunninn bara betri strætó Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir að verið sé að mæta væntingum íbúa um greiðari samgöngur fyrir alla með nýjum samgöngusáttmála. Hann segir að höfuðborgarsvæðið sé í bullandi samkeppni við borgir um heim allan um fólk, og tryggja þurfi samkeppnishæfni svæðisins. Einnig sé Borgarlína í grunninn bara strætó. 21. ágúst 2024 17:09
Samgöngusáttmálinn taki á mikilli innviðaskuld við höfuðborgarsvæðið Uppfærður samgöngusáttmáli fyrir höfuðborgarsvæðið verður kynntur opinberlega á morgun. Innviðaráðherra segir algera samstöðu ríkja um sáttmálann innan ríkisstjórnarinnar og kannast ekki við að kostnaður við hann hafi tvöfaldast, eins og sumir hafi fullyrt en umfang sáttmálans hafi aukist. 20. ágúst 2024 13:18
„Alvarlega vanfjármögnuð“ í viðhaldinu Forstjóri Vegagerðarinnar segir stofnunina alvarlega vanfjármagnaða þegar það kemur að viðhaldi vega. Ósamþykkt samgönguáætlun setur sömuleiðis strik í reikninginn. 21. júlí 2024 15:07