Vinna að því að bera kennsl á ferðamennina Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Atli Ísleifsson skrifa 26. ágúst 2024 08:18 Sveinn Kristján yfirlögregluþjónn segir að um blandaðan hóp ferðamanna hafi verið að ræða. Vísir/Stöð 2 og RAX Lögregla á Suðurlandi vinnur nú að því að bera kennsl á þá einstaklinga sem lentu undir ísfargi í íshellaskoðunarferð við Breiðamerkurjökul í gær. Þetta segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við fréttastofu. Hann segir að aðgerðir við leit hafi hafist að nýju um klukkan sjö í morgun. Hann segir að það verði töluvert færra fólk í dag því þar sem verið sé að leita á afmörkuðu svæði. „Það er þröngt að komast að þannig að það er unnið á stuttum vöktum. Þetta er heilmikil handavinna. Við munum vera með þrjú fjögur gengi sem skiptast á að vinna: moka og brjóta ís.“ Sveinn Kristján segir að í gær hafi þurft að beita handaflinu einu og að ekki sé hægt að koma neinum vélum þarna að. „Þetta þarf allt að vinnast með handafli áfram meira og minna. Við erum með sagir og fleyga og slíkt til að mölva ísinn niður en annað ekki.“ Hvernig eru aðstæður á vettvangi? „Þetta er náttúrulega uppi á jökli og aðstæður eftir því. Það er mikill ís og rennandi vatn eftir botninum. En ég held að veður sé þokkalegt þó það sé kalt í morgunsárið og kalt í nótt. Ég held að aðstæður til leitar séu þannig lagað ágætar.“ Blandaður hópur ferðamanna Aðspurður um líðan ferðamannsins sem bjargað var undan farginu í gær segist Sveinn Kristján ekki hafa fengið frekari fréttir. Líðan viðkomandi sé stöðug og viðkomandi sé ekki í lífshættu. Vitið hvers lenskir þessir einstaklingar eru? „Já, við vitum það en viljum ekki gefa það upp í augnablikinu. Við erum að vinna í þeim hlutum ennþá og ekki tímabært að gefa það upp.“ Hann segir að um hafi verið að ræða mjög blandaðan hóp ferðamanna í umræddri ferð. „Þetta voru ferðamenn frá mörgum löndum. Tveir til fjórir saman í minni hópum sem sameinuðust og keyptu sér þessa ferð hjá fyrirtæki.“ Stíf öryggisvakt Sveinn Kristján segir lögreglu vera með stífa öryggisvakt á vettvangi og yfir leitinni. „Við leitum á meðan það er óhætt en við hættum um leið og við sjáum og finnum að ef aðstæður eru þannig að það er ekki forsvaranlegt að halda áfram leit þá endurskoðum við þá ákvörðun. Við förum eftir mjög stífum öryggisreglum og framfylgjum þeim.“ Hafið þið náð í aðstandendur þeirra sem lentu í slysinu? „Nei, við erum ekki með í rauninni upplýsingar um það hverjir nákvæmlega það eru sem lentu í slysinu en erum að vinna að þeim upplýsingum og grafa það upp.“ Hægt er að fylgjast með nýjustu fréttum af leitinni í vaktinni hér að neðan. Vatnajökulsþjóðgarður Björgunarsveitir Lögreglumál Slys á Breiðamerkurjökli Sveitarfélagið Hornafjörður Tengdar fréttir Tjaldbúðir fluttar upp á jökul Unnið er í teymum við björgunarstarf þar sem hópur björgunarmanna vinnur við að grafa í ísinn og leita að ferðamönnunum tveimur sem saknað er á meðan aðrir hvíla sig. 25. ágúst 2024 22:10 Björgunarstarf haldi áfram inn í kvöldið og nóttina Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir lögregluna vera með þokkalega skýra mynd af aðstæðum á Breiðamerkurjökli þar sem tveimur hefur verið komið undan ís og tveggja er enn leitað eftir að ísveggur hrundi við íshelli. 25. ágúst 2024 19:42 Alvarlegt slys er ísveggur hrundi í Breiðamerkurjökli Einn er látinn og annar alvarlega slasaður eftir að ísveggur í Breiðamerkurjökli hrundi. Tilkynning barst viðbragðsaðilum klukkan 15 og hefur umfangsmikil leit að tveimur ferðamönnum til viðbótar, sem urðu undir ísfargi, staðið yfir. 25. ágúst 2024 16:01 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Innlent Fleiri fréttir Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Sjá meira
Þetta segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við fréttastofu. Hann segir að aðgerðir við leit hafi hafist að nýju um klukkan sjö í morgun. Hann segir að það verði töluvert færra fólk í dag því þar sem verið sé að leita á afmörkuðu svæði. „Það er þröngt að komast að þannig að það er unnið á stuttum vöktum. Þetta er heilmikil handavinna. Við munum vera með þrjú fjögur gengi sem skiptast á að vinna: moka og brjóta ís.“ Sveinn Kristján segir að í gær hafi þurft að beita handaflinu einu og að ekki sé hægt að koma neinum vélum þarna að. „Þetta þarf allt að vinnast með handafli áfram meira og minna. Við erum með sagir og fleyga og slíkt til að mölva ísinn niður en annað ekki.“ Hvernig eru aðstæður á vettvangi? „Þetta er náttúrulega uppi á jökli og aðstæður eftir því. Það er mikill ís og rennandi vatn eftir botninum. En ég held að veður sé þokkalegt þó það sé kalt í morgunsárið og kalt í nótt. Ég held að aðstæður til leitar séu þannig lagað ágætar.“ Blandaður hópur ferðamanna Aðspurður um líðan ferðamannsins sem bjargað var undan farginu í gær segist Sveinn Kristján ekki hafa fengið frekari fréttir. Líðan viðkomandi sé stöðug og viðkomandi sé ekki í lífshættu. Vitið hvers lenskir þessir einstaklingar eru? „Já, við vitum það en viljum ekki gefa það upp í augnablikinu. Við erum að vinna í þeim hlutum ennþá og ekki tímabært að gefa það upp.“ Hann segir að um hafi verið að ræða mjög blandaðan hóp ferðamanna í umræddri ferð. „Þetta voru ferðamenn frá mörgum löndum. Tveir til fjórir saman í minni hópum sem sameinuðust og keyptu sér þessa ferð hjá fyrirtæki.“ Stíf öryggisvakt Sveinn Kristján segir lögreglu vera með stífa öryggisvakt á vettvangi og yfir leitinni. „Við leitum á meðan það er óhætt en við hættum um leið og við sjáum og finnum að ef aðstæður eru þannig að það er ekki forsvaranlegt að halda áfram leit þá endurskoðum við þá ákvörðun. Við förum eftir mjög stífum öryggisreglum og framfylgjum þeim.“ Hafið þið náð í aðstandendur þeirra sem lentu í slysinu? „Nei, við erum ekki með í rauninni upplýsingar um það hverjir nákvæmlega það eru sem lentu í slysinu en erum að vinna að þeim upplýsingum og grafa það upp.“ Hægt er að fylgjast með nýjustu fréttum af leitinni í vaktinni hér að neðan.
Vatnajökulsþjóðgarður Björgunarsveitir Lögreglumál Slys á Breiðamerkurjökli Sveitarfélagið Hornafjörður Tengdar fréttir Tjaldbúðir fluttar upp á jökul Unnið er í teymum við björgunarstarf þar sem hópur björgunarmanna vinnur við að grafa í ísinn og leita að ferðamönnunum tveimur sem saknað er á meðan aðrir hvíla sig. 25. ágúst 2024 22:10 Björgunarstarf haldi áfram inn í kvöldið og nóttina Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir lögregluna vera með þokkalega skýra mynd af aðstæðum á Breiðamerkurjökli þar sem tveimur hefur verið komið undan ís og tveggja er enn leitað eftir að ísveggur hrundi við íshelli. 25. ágúst 2024 19:42 Alvarlegt slys er ísveggur hrundi í Breiðamerkurjökli Einn er látinn og annar alvarlega slasaður eftir að ísveggur í Breiðamerkurjökli hrundi. Tilkynning barst viðbragðsaðilum klukkan 15 og hefur umfangsmikil leit að tveimur ferðamönnum til viðbótar, sem urðu undir ísfargi, staðið yfir. 25. ágúst 2024 16:01 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Innlent Fleiri fréttir Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Sjá meira
Tjaldbúðir fluttar upp á jökul Unnið er í teymum við björgunarstarf þar sem hópur björgunarmanna vinnur við að grafa í ísinn og leita að ferðamönnunum tveimur sem saknað er á meðan aðrir hvíla sig. 25. ágúst 2024 22:10
Björgunarstarf haldi áfram inn í kvöldið og nóttina Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir lögregluna vera með þokkalega skýra mynd af aðstæðum á Breiðamerkurjökli þar sem tveimur hefur verið komið undan ís og tveggja er enn leitað eftir að ísveggur hrundi við íshelli. 25. ágúst 2024 19:42
Alvarlegt slys er ísveggur hrundi í Breiðamerkurjökli Einn er látinn og annar alvarlega slasaður eftir að ísveggur í Breiðamerkurjökli hrundi. Tilkynning barst viðbragðsaðilum klukkan 15 og hefur umfangsmikil leit að tveimur ferðamönnum til viðbótar, sem urðu undir ísfargi, staðið yfir. 25. ágúst 2024 16:01