Ríflega þúsund manns skemmtu sér í bílakjallara Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 26. ágúst 2024 20:02 Margrét Birta, Anna Lísa og Embla Óðins létu sig ekki vanta á tónlistarhátíð í bílakjallara Grósku um helgina. Birta Stefánsdóttir Það var gríðarlegt fjör í bílakjallara Grósku á Menningarnótt á viðburðinum Rvk X. Samanlagt mættu um 1100 gestir. Var um að ræða tvenna viðburði yfir daginn, annars vegar fatamarkað með fatamerkjum sem sérhæfa sig í svokölluðum götustíl (e. streetwear) og svo tónlistarhátíð þar sem nokkrir af stærstu hip hop listamönnum landsins komu fram. „Fatamarkaðurinn samanstóð af þekktustu íslensku „streetwear“ fatamerkjunum sem eru Reykjavik Roses, Metta Sport, Child x Coppermine og nýju fatamerki DDX. Á tónlistarhátíðinni tróðu Birnir, Clubdub, Joey Christ og DJ Daði Ómars upp ásamt sérstökum gestum sem voru rappararnir Big Joe og Krabbamane,“ segir í fréttatilkynningu. ClubDub voru meðal tónlistaratriða.Birta Stefánsdóttir Rvk X var skipulagt af Daniel Darra Björgólfssyni, Rakel Maríu Gísladóttur og Heklu Gaju Birgisdóttur en blaðamaður ræddi við þá síðarnefndu. „Ég sá aðallega um markaðssetninguna á viðburðinum ásamt frábæru teymi hjá Flysouth sem og Sigurði Ými sem er einn eiganda Child. Rvk X lógóið okkar var síðan hannað af Ísaki Einarssyni og Þorgeiri K. Blöndal,“ segir Hekla Gaja og bætir við: „Markmið okkar með viðburðinum var að endurvekja áhuga og spennu hjá ungu fólki fyrir íslenskri hönnun og listamönnum. Við héldum þetta því á Menningarnótt í Bílakjallara Grósku.“ Fatamarkaðurinn var milli 15:30-18:00 en á það mættu um 300 manns, sem var að sögn Heklu Gaju aðallega ungt fólk á aldrinum 15-25 ára. „Það var mikil spenna og tilhlökkun fyrir þessu en fyrstu gestir voru mættir rétt fyrir tíu að bíða eftir opnun og salan gekk mjög vel. Reykjavik Roses seldi til dæmis upp allar sínar vörur á innan við hálftíma.“ Yfir daginn komu nokkrir plötusnúðar fram og sáu um að halda uppi stemningunni. Það voru DJ Payday+BF, DJ RM og DJ Valgeir. „Það var síðan uppselt á tónlistarhátíðina okkar en hún var á milli 23:00-2:30 og mættu um 800 manns í bílakjallarann. Það var tuttugu ára aldurstakmark þar og gestir voru á öllum aldri yfir tvítugt.“ Hér má sjá myndir frá viðburðinum: Fatamarkaðurinn var vel sóttur.Aðsend Ungir tískuunnendur sem létu sig ekki vanta.Aðsend Allt í allt mættu um 300 manns á fatamarkaðinn.Aðsend Unnur Backman, Kristjana Sæunn og Jóhannes Helgason í góðum gír.Birta Stefánsdóttir Rapparinn Birnir tróð upp.Erlingur Freyr Thoroddsen Það var mikil stemning á tónleikunum.Birta Stefánsdóttir Helga Soffía Reynisdóttir, María Sif Þorvaldsdóttir og Arnar Leó.Birta Stefánsdóttir Vinir á góðri tónleikastundu.Birta Stefánsdóttir Fjöldi DJ-a tróð upp.Birta Stefánsdóttir Skvísur í stíl!Birta Stefánsdóttir Hákon Máni og Dagur Sigurðarson.Birta Stefánsdóttir DJ Daði Ómars.Birta Stefánsdóttir Mikið stuð!Birta Stefánsdóttir Sóllilja Birgisdóttir og Nói Klose.Birta Stefánsdóttir Helga Þóra Bjarnadóttir og Rakel María Gísladóttir föðmuðust.Birta Stefánsdóttir Viktor Már Pétursson og Katrín Eyja Jónsdóttir.Birta Stefánsdóttir Samkvæmislífið Tíska og hönnun Menning Tónlist Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Hafnað í 33 ár og lítur á hverja höfnun sem hvatningu Menning Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Fleiri fréttir Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Var um að ræða tvenna viðburði yfir daginn, annars vegar fatamarkað með fatamerkjum sem sérhæfa sig í svokölluðum götustíl (e. streetwear) og svo tónlistarhátíð þar sem nokkrir af stærstu hip hop listamönnum landsins komu fram. „Fatamarkaðurinn samanstóð af þekktustu íslensku „streetwear“ fatamerkjunum sem eru Reykjavik Roses, Metta Sport, Child x Coppermine og nýju fatamerki DDX. Á tónlistarhátíðinni tróðu Birnir, Clubdub, Joey Christ og DJ Daði Ómars upp ásamt sérstökum gestum sem voru rappararnir Big Joe og Krabbamane,“ segir í fréttatilkynningu. ClubDub voru meðal tónlistaratriða.Birta Stefánsdóttir Rvk X var skipulagt af Daniel Darra Björgólfssyni, Rakel Maríu Gísladóttur og Heklu Gaju Birgisdóttur en blaðamaður ræddi við þá síðarnefndu. „Ég sá aðallega um markaðssetninguna á viðburðinum ásamt frábæru teymi hjá Flysouth sem og Sigurði Ými sem er einn eiganda Child. Rvk X lógóið okkar var síðan hannað af Ísaki Einarssyni og Þorgeiri K. Blöndal,“ segir Hekla Gaja og bætir við: „Markmið okkar með viðburðinum var að endurvekja áhuga og spennu hjá ungu fólki fyrir íslenskri hönnun og listamönnum. Við héldum þetta því á Menningarnótt í Bílakjallara Grósku.“ Fatamarkaðurinn var milli 15:30-18:00 en á það mættu um 300 manns, sem var að sögn Heklu Gaju aðallega ungt fólk á aldrinum 15-25 ára. „Það var mikil spenna og tilhlökkun fyrir þessu en fyrstu gestir voru mættir rétt fyrir tíu að bíða eftir opnun og salan gekk mjög vel. Reykjavik Roses seldi til dæmis upp allar sínar vörur á innan við hálftíma.“ Yfir daginn komu nokkrir plötusnúðar fram og sáu um að halda uppi stemningunni. Það voru DJ Payday+BF, DJ RM og DJ Valgeir. „Það var síðan uppselt á tónlistarhátíðina okkar en hún var á milli 23:00-2:30 og mættu um 800 manns í bílakjallarann. Það var tuttugu ára aldurstakmark þar og gestir voru á öllum aldri yfir tvítugt.“ Hér má sjá myndir frá viðburðinum: Fatamarkaðurinn var vel sóttur.Aðsend Ungir tískuunnendur sem létu sig ekki vanta.Aðsend Allt í allt mættu um 300 manns á fatamarkaðinn.Aðsend Unnur Backman, Kristjana Sæunn og Jóhannes Helgason í góðum gír.Birta Stefánsdóttir Rapparinn Birnir tróð upp.Erlingur Freyr Thoroddsen Það var mikil stemning á tónleikunum.Birta Stefánsdóttir Helga Soffía Reynisdóttir, María Sif Þorvaldsdóttir og Arnar Leó.Birta Stefánsdóttir Vinir á góðri tónleikastundu.Birta Stefánsdóttir Fjöldi DJ-a tróð upp.Birta Stefánsdóttir Skvísur í stíl!Birta Stefánsdóttir Hákon Máni og Dagur Sigurðarson.Birta Stefánsdóttir DJ Daði Ómars.Birta Stefánsdóttir Mikið stuð!Birta Stefánsdóttir Sóllilja Birgisdóttir og Nói Klose.Birta Stefánsdóttir Helga Þóra Bjarnadóttir og Rakel María Gísladóttir föðmuðust.Birta Stefánsdóttir Viktor Már Pétursson og Katrín Eyja Jónsdóttir.Birta Stefánsdóttir
Samkvæmislífið Tíska og hönnun Menning Tónlist Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Hafnað í 33 ár og lítur á hverja höfnun sem hvatningu Menning Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Fleiri fréttir Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira