Ríflega þúsund manns skemmtu sér í bílakjallara Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 26. ágúst 2024 20:02 Margrét Birta, Anna Lísa og Embla Óðins létu sig ekki vanta á tónlistarhátíð í bílakjallara Grósku um helgina. Birta Stefánsdóttir Það var gríðarlegt fjör í bílakjallara Grósku á Menningarnótt á viðburðinum Rvk X. Samanlagt mættu um 1100 gestir. Var um að ræða tvenna viðburði yfir daginn, annars vegar fatamarkað með fatamerkjum sem sérhæfa sig í svokölluðum götustíl (e. streetwear) og svo tónlistarhátíð þar sem nokkrir af stærstu hip hop listamönnum landsins komu fram. „Fatamarkaðurinn samanstóð af þekktustu íslensku „streetwear“ fatamerkjunum sem eru Reykjavik Roses, Metta Sport, Child x Coppermine og nýju fatamerki DDX. Á tónlistarhátíðinni tróðu Birnir, Clubdub, Joey Christ og DJ Daði Ómars upp ásamt sérstökum gestum sem voru rappararnir Big Joe og Krabbamane,“ segir í fréttatilkynningu. ClubDub voru meðal tónlistaratriða.Birta Stefánsdóttir Rvk X var skipulagt af Daniel Darra Björgólfssyni, Rakel Maríu Gísladóttur og Heklu Gaju Birgisdóttur en blaðamaður ræddi við þá síðarnefndu. „Ég sá aðallega um markaðssetninguna á viðburðinum ásamt frábæru teymi hjá Flysouth sem og Sigurði Ými sem er einn eiganda Child. Rvk X lógóið okkar var síðan hannað af Ísaki Einarssyni og Þorgeiri K. Blöndal,“ segir Hekla Gaja og bætir við: „Markmið okkar með viðburðinum var að endurvekja áhuga og spennu hjá ungu fólki fyrir íslenskri hönnun og listamönnum. Við héldum þetta því á Menningarnótt í Bílakjallara Grósku.“ Fatamarkaðurinn var milli 15:30-18:00 en á það mættu um 300 manns, sem var að sögn Heklu Gaju aðallega ungt fólk á aldrinum 15-25 ára. „Það var mikil spenna og tilhlökkun fyrir þessu en fyrstu gestir voru mættir rétt fyrir tíu að bíða eftir opnun og salan gekk mjög vel. Reykjavik Roses seldi til dæmis upp allar sínar vörur á innan við hálftíma.“ Yfir daginn komu nokkrir plötusnúðar fram og sáu um að halda uppi stemningunni. Það voru DJ Payday+BF, DJ RM og DJ Valgeir. „Það var síðan uppselt á tónlistarhátíðina okkar en hún var á milli 23:00-2:30 og mættu um 800 manns í bílakjallarann. Það var tuttugu ára aldurstakmark þar og gestir voru á öllum aldri yfir tvítugt.“ Hér má sjá myndir frá viðburðinum: Fatamarkaðurinn var vel sóttur.Aðsend Ungir tískuunnendur sem létu sig ekki vanta.Aðsend Allt í allt mættu um 300 manns á fatamarkaðinn.Aðsend Unnur Backman, Kristjana Sæunn og Jóhannes Helgason í góðum gír.Birta Stefánsdóttir Rapparinn Birnir tróð upp.Erlingur Freyr Thoroddsen Það var mikil stemning á tónleikunum.Birta Stefánsdóttir Helga Soffía Reynisdóttir, María Sif Þorvaldsdóttir og Arnar Leó.Birta Stefánsdóttir Vinir á góðri tónleikastundu.Birta Stefánsdóttir Fjöldi DJ-a tróð upp.Birta Stefánsdóttir Skvísur í stíl!Birta Stefánsdóttir Hákon Máni og Dagur Sigurðarson.Birta Stefánsdóttir DJ Daði Ómars.Birta Stefánsdóttir Mikið stuð!Birta Stefánsdóttir Sóllilja Birgisdóttir og Nói Klose.Birta Stefánsdóttir Helga Þóra Bjarnadóttir og Rakel María Gísladóttir föðmuðust.Birta Stefánsdóttir Viktor Már Pétursson og Katrín Eyja Jónsdóttir.Birta Stefánsdóttir Samkvæmislífið Tíska og hönnun Menning Tónlist Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Var um að ræða tvenna viðburði yfir daginn, annars vegar fatamarkað með fatamerkjum sem sérhæfa sig í svokölluðum götustíl (e. streetwear) og svo tónlistarhátíð þar sem nokkrir af stærstu hip hop listamönnum landsins komu fram. „Fatamarkaðurinn samanstóð af þekktustu íslensku „streetwear“ fatamerkjunum sem eru Reykjavik Roses, Metta Sport, Child x Coppermine og nýju fatamerki DDX. Á tónlistarhátíðinni tróðu Birnir, Clubdub, Joey Christ og DJ Daði Ómars upp ásamt sérstökum gestum sem voru rappararnir Big Joe og Krabbamane,“ segir í fréttatilkynningu. ClubDub voru meðal tónlistaratriða.Birta Stefánsdóttir Rvk X var skipulagt af Daniel Darra Björgólfssyni, Rakel Maríu Gísladóttur og Heklu Gaju Birgisdóttur en blaðamaður ræddi við þá síðarnefndu. „Ég sá aðallega um markaðssetninguna á viðburðinum ásamt frábæru teymi hjá Flysouth sem og Sigurði Ými sem er einn eiganda Child. Rvk X lógóið okkar var síðan hannað af Ísaki Einarssyni og Þorgeiri K. Blöndal,“ segir Hekla Gaja og bætir við: „Markmið okkar með viðburðinum var að endurvekja áhuga og spennu hjá ungu fólki fyrir íslenskri hönnun og listamönnum. Við héldum þetta því á Menningarnótt í Bílakjallara Grósku.“ Fatamarkaðurinn var milli 15:30-18:00 en á það mættu um 300 manns, sem var að sögn Heklu Gaju aðallega ungt fólk á aldrinum 15-25 ára. „Það var mikil spenna og tilhlökkun fyrir þessu en fyrstu gestir voru mættir rétt fyrir tíu að bíða eftir opnun og salan gekk mjög vel. Reykjavik Roses seldi til dæmis upp allar sínar vörur á innan við hálftíma.“ Yfir daginn komu nokkrir plötusnúðar fram og sáu um að halda uppi stemningunni. Það voru DJ Payday+BF, DJ RM og DJ Valgeir. „Það var síðan uppselt á tónlistarhátíðina okkar en hún var á milli 23:00-2:30 og mættu um 800 manns í bílakjallarann. Það var tuttugu ára aldurstakmark þar og gestir voru á öllum aldri yfir tvítugt.“ Hér má sjá myndir frá viðburðinum: Fatamarkaðurinn var vel sóttur.Aðsend Ungir tískuunnendur sem létu sig ekki vanta.Aðsend Allt í allt mættu um 300 manns á fatamarkaðinn.Aðsend Unnur Backman, Kristjana Sæunn og Jóhannes Helgason í góðum gír.Birta Stefánsdóttir Rapparinn Birnir tróð upp.Erlingur Freyr Thoroddsen Það var mikil stemning á tónleikunum.Birta Stefánsdóttir Helga Soffía Reynisdóttir, María Sif Þorvaldsdóttir og Arnar Leó.Birta Stefánsdóttir Vinir á góðri tónleikastundu.Birta Stefánsdóttir Fjöldi DJ-a tróð upp.Birta Stefánsdóttir Skvísur í stíl!Birta Stefánsdóttir Hákon Máni og Dagur Sigurðarson.Birta Stefánsdóttir DJ Daði Ómars.Birta Stefánsdóttir Mikið stuð!Birta Stefánsdóttir Sóllilja Birgisdóttir og Nói Klose.Birta Stefánsdóttir Helga Þóra Bjarnadóttir og Rakel María Gísladóttir föðmuðust.Birta Stefánsdóttir Viktor Már Pétursson og Katrín Eyja Jónsdóttir.Birta Stefánsdóttir
Samkvæmislífið Tíska og hönnun Menning Tónlist Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira