Klara á Kanarí: „Fólk kom með ferðatöskur af saltfiski og seldi“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 1. september 2024 08:02 Klara Baldursdóttir er fædd árið 1951 og hefur lungað af ævinni búið á Spáni. Fyrst í Tossa De Mar á meginlandinu en síðustu fimmtíu árin eða svo á Kanarí. Klara hefur ferðast víða um heiminn en unir sér vel á Kanarí, þar sem hún sat í 29 stiga hita þegar viðtalið var tekið. Nýkomin heim úr göngutúr með tíkina Lunu. „Jú jú, þetta var auðvitað allt öðruvísi þá. Ekki bara kvóti á gjaldeyri heldur kom fólk með ferðatékka sem það fékk hjá bankanum heima og skipti síðan hér í peseta,“ segir Klara Baldursdóttir og hlær. Já við erum að tala um hina heimsfrægu konu á Íslandi: Klöru á Kanarí. Eða Klöru á Klörubar á Kanarí. Klöru sem allir kannast við nafnið á sem yfir höfuð hafa einhvern tíma sótt Gran Canaria heim. Því já; Klörunafnið virðist hreinlega áfast við Kanarí. „Síðan fór fólk með matarmiða á veitingastaðina til að borða, því ferðaskrifstofurnar sömdu við nokkra staði um sérstaka matarmiða þannig að fólk hefði meira í að sækja en eingöngu þann gjaldeyri sem það fékk úthlutað,“ segir Klara en bætir við: „Drykkir voru samt ekki innifaldir.“ Ekki nóg með að matarmiðarnir kæmu skömmtuðum-gjaldeyris ferðamönnum frá Íslandi til góða, heldur brá fólk til ýmissa annarra leiða líka. „Fólk kom með ferðatöskur af saltfiski og seldi hann hérna úti til að ná sér í meiri gjaldeyri,“ segir Klara og skelli hlær. Já, það er gaman að spjalla við Klöru á Kanarí. Sem í huga okkar Íslendinga hlýtur að teljast ein mikilvægasta lykilmanneskjan á Kanarí þótt víða væri leitað. Í helgarviðtali Atvinnulífsins að þessu sinni, ætlum við að kynnast betur konunni Klöru á Kanarí. Það er engin sem hefur farið til Kanarí sem ekki þekkir nöfnin Klara eða Harry. Eða Klara á Klörubar eða Klara á Kanarí. Sem fjölmiðlar hafa einfaldlega tekið að tali reglulega í áratugi. Enda ekki nema von: Klara er þar allt í öllu enn, þótt nú sé liðin um hálf öld síðan hún fór þangað til að leysa af sem farastjóri í nokkrar vikur. Þá búsett á Spáni. Tvö ár á Spáni sem barn Klara er fædd þann 22.janúar árið 1951, dóttir hjónanna Baldurs Jónssonar kaupmanns og Hansínu Helgadóttur. Klara er næstyngst fimm systkina, en þau eru nú þrjú látin. Klara er fædd í Reykjavík og bjó lengst af eðí Reykjavík eða Kópavogi sem barn. En líka í tvö ár á Spáni. „Ég kom hingað fyrst sem krakki, bara 8-9 ára,“ segir Klara og bætir við: „Frændi okkar bjó á Costa Brava ströndinni á Spáni sem Íslendingar sóttu nú vel í upphafi. Pabbi fór þangað til að kíkja á aðstæður, leist vel á og ákvað í kjölfarið að freista gæfunnar.“ Úr varð að pabbi hennar seldi fyrirtækið sem hann rak; véla- og raftækjaverslun og innflutning sem hann rak bæði í Bankastræti og við Tryggvagötuna. Síðan fór hann út til að undirbúa komu fjölskyldunnar. „Mamma flaug síðan með okkur þrjú yngstu út, því elsta systkinið mitt var þá þegar gift og það næstelsta varð eftir í námi á Íslandi.“ Í litlum bæ, Tossa de Mar, kom fjölskyldan sér fyrir, en bærinn Tossa er skammt frá Barcelona og eitt fallegasta þorp Spánar að sögn Klöru. „Þetta var samt afskaplega framandi allt saman. Mamma var til dæmis vön að vera með allt til alls heima fyrir, það nýjasta nýtt, bara nefndu það: Þvottavél, uppþvottavél og svo framvegis enda rak pabbi raftækjaverslun. Þarna úti vorum við með kol-eldavél, enga þvottavél og engan ísskáp,“ segir Klara. Við bjuggum á þriðju hæð og reglulega komu íssbílar í hverfið. Ef mamma gaf þeim merki, komu þeir upp til okkar með stærðarinnar íssklumpa í olíufötum og þeir voru þá ígildi ísskáparins. Uppi á þaki voru síðan þvottabretti og aðstaða til að þvo en það var bara eiginkona skólastjórans sem átti þvottavél í bænum.“ Íbúðin sjálf var hins vegar stór og fín. Með fimm rúmgóðum svefnherbergjum og falleg. „Við tvö eldri systkinin fórum í skóla því sú yngsta var ekki komin á skólaaldurinn þegar þetta var. Skólinn var hinum megin við götuna, við kirkjutorgið því við bjuggum í hjarta bæjarins. Við systkinin lærðum spænsku mjög fljótt og eignuðumst vini strax.“ En hvað varð til þess að þið fluttuð aftur heim? „Ég varð veik,“ svarar Klara að bragði. Klara fluttist fyrst til Tossa de Mar sem barn og þar kynntist hún síðar stóru ástinni í sínu lífi; Francisco Casadesus. Klara segir Tossa eitt fallegasta þorp Spánar, en Tossa varð snemma vinsæll áfangastaður ekki síst í kjölfar Hollywoodmyndar sem sló í gegn á sjötta áratugnum. Annan hvern dag í sprautur Þannig var að Klara og systir hennar fengu berkla að því er talið úr mjólk. „Við fengum mjólk í flösku frá konu í bænum sem var auðvitað ógerilsneydd. Menn voru samt ekki alveg vissir í sinni sök og á endanum töldu mamma og pabbi því öruggast að flytja aftur heim til Íslands.“ Sýking Klöru var í hálsi en systir hennar veiktist í maga. Systir hennar fór í geisla og náði sýkingunni úr sér en hjá Klöru horfðu málin öðruvísi við. Ég þurfti að fara í sprautu á heilsuverndarstöðina annan hvers dag í tvö ár. Fyrst mátti ég reyndar ekki hitta neinn og fór til dæmis ekki í skólann í tvo eða þrjá mánuði því menn voru hræddir um að þetta væri smitandi. Svo reyndist ekki vera og þá fékk ég að fara í skóla en þurfti alltaf að mæta í sprauturnar.“ Þrátt fyrir veikindin, minnist Klara aðeins góðra tíma frá Reykjavík og unglingsárunum þar. „Við fluttum fyrst á Hjarðarhagann í vesturbænum, síðan í bústaðahverfið en síðan aftur í vesturbæinn.“ Í Hagaskóla kláraði Klara verslunardeild og stuttu síðar fluttu foreldrar hennar í skemmtilegt hús í Mosfellsdalnum. „Bróðir minn fór til Spánar í vinnusumarfrí árið 1967, því frændi okkar bjó ennþá þar. Þetta vinnusumar var geggjað gaman hjá honum, sem auðvitað þýddi að ég fór sjálf í svona vinnusumarfrí út. Fyrst sumarið 1969 og aftur árið 1970. Þá var ég reyndar lengur því um veturinn leigið ég íbúð með vinkonu minni.“ Frá því þá, hefur Klara í raun verið búsett á Spáni. Því árið 1971 kynntist Klara stóru ástinni í sínu lífi: Francisco Casadesus frá Tossa de Mar. Klara og Francisco með synina Eirík og Jordans. Skötuhjúin áttu um tíma íbúð í vesturbænum í Reykjavík sem þau leigðu út en seldu þegar ljóst var að þau væru ekkert á leiðinni til Íslands. Klara og Francisco fóru snemma í rekstur saman og ráku um tíma tvo bari í Tossa De Mar.Auður Hansen Í rekstur með eiginmanninum Francisco var fæddur og uppalin í Tossa en hann lést árið 2021. Búskapur Klöru og Francisco hófst í Tossa, þar sem fjölskylda Fransisco býr enn og lengi áttu þau hjónin hús þar eftir að þau fluttu til Kanarí. Klara og Francisco fóru snemma saman í rekstur, því fljótlega eftir að þau tóku saman opnuðu þau lítinn pöbb í Tossa og síðan annan, þannig að um tíma ráku þau tvo bari. Árið 1973 er Klara síðan fyrir tilviljun beðin um að hlaupa í skarðið sem farastjóra fyrir íslenska ferðamenn á Costa del Sol. Og stuttu síðar sem fararstjóri eftir áramót á Kanarí. „Þetta hentaði vel því reksturinn okkar var yfir sumarið en þetta var að vetri. Við fórum því til Kanaría og hugmyndin var í fyrstu að vera þar í fimm til sex vikur,“ segir Klara og hlær. Enda liðlega hálf öld liðin síðan! En lá alltaf ljóst fyrir að þið ætluðuð ykkur að búa á Spáni? „Nei alls ekki. Við meira að segja keyptum okkur hús í vesturbænum í Reykjavík og giftum okkur á Íslandi árið 1973. Við bjuggum samt aldrei í húsinu heldur leigðum það út í tvö eða þrjú ár. Þá seldum við, enda orðið ljóst að við værum ekki á leiðinni til Íslands.“ Til að rifja aðeins upp stemninguna sem er á þessum tíma má benda á að þegar Klara er fyrst að halda til Spánar í sumarvinnu í Tossa er hippatímabilið í blóma og Bítlatónlistin í algleymingi. Uppbygging ferðaþjónustunnar í Tossa var strax á sjötta áratugnum í miklum blóma og það ekki síst fyrir tilstilli Hollywood kvikmyndarinnar Pandora and the Flying Dutch . Um og uppúr 1970 fara Íslendingar síðan í æ meira mæli að ferðast til Spánar og það er á þeim tíma sem Klara fer að skapa sér nafn á meðal þeirra. „Flugfélag Íslands seldi pakkaferðir og fólk var líka að koma hingað um tíma með Air Vikings. Fólk kom hingað flest í tvær til þrjár vikur í senn og sjaldnast börn að ég muni. Nema þá kannski helst í kringum jól eða páska.“ Í tvö til þrjú sumur starfaði Klara líka sem fararstjóri fyrir íslenska ferðamenn á Mallorca og áður en varði, ákváðu skötuhjúin að koma sér enn betur fyrir á Kanarí og opnuðu þar lítinn pöbb. Klara og Francisco eignuðust síðar tvo syni, þá Eirík (f. 1980) og Jordans (f.1983). Áður en lengra er haldið, skulum við fyrst heyra um það tímabil sem Klara er enn svo oft kennd við: Klörubar. Klara var stödd í Tossa De Mar þegar hún hitti blaðamann Fréttablaðsins fyrir viðtal árið 2006, en eiginmaður hennar heitinn var fæddur og uppalinn þar og þar á fjölskyldan hans enn heima. Lengi áttu Klara og Francesco hús í Tossa þótt lífið hafi allt snúist um Kanarí og reksturinn þar síðustu áratugina. Myndir úr einkasafni síðastliðin áramót. Íslensk stemning á Klörubar Þegar Klara og Francisco festu sér húsnæði í Yumbo Centrum á Kanarí, var verslunarmiðstöðin kunna aðeins á teikniborðinu. Klara hefur nú selt reksturinn en á húsnæðið enn og leigir það út. Í upphafi réðust þau hjónin í fjárfestinguna með vinahjónum sínum, Þóri Kristjánssyni matreiðslumanni og Guðrúnu Vernharðsdóttur. Staðurinn er enn kallaður Klöribar en hefur þó aldrei heitið neitt annað en Cosmos. Hann hefur aldrei heitið neitt annað en Cosmos og heitir það enn. Það voru bara Íslendingar sem skýrðu hann Klörubar.“ Fyrir ofan Klörubar er annar staður sem margir Íslendingar þekkja: Skansen, en sá staður er með sænskar rætur. „Þegar þeir opnuðu, leiddum við rafmagn frá okkur og upp til þeirra svo þeir gætu opnað. Því það tók alveg fjögur til fimm ár fyrir Yumbo að klára og fara að rúlla fyrir alvöru. En þegar staðurinn fór loks að rúlla, þá gerði hann það líka almennilega og enn í dag er Yumbo fjölmennasta verslunarmiðstöðin enda um 300 fyrirtæki sem starfrækt eru þar.“ Á Klörubar hefur löngum verið hægt að lesa matseðil á íslensku og þá eru það ófáir sem hafa starfað þar um tíma frá Íslandi. En það er ekki bara íslenska tungan og maturinn sem hefur laðað fólk að í gegnum tíðina, því fyrst og fremst skapaði Klörubar sér sess sem staður með íslenska stemningu. Í ágætis grein sem birt var í DV í janúar árið 1999 segir: „Á haustin og alveg fram á vor dvelur hinn vinsæli harmonikuleikari Örvar Kristjánsson á Kanarí og spilar sex kvöld í hverri viku og skapar íslenska stemningu eins og hún getur best orðið.“ Í sömu grein er haft eftir Klöru: „Allan ársins hring býð ég upp á íslenskan fisk sem er vinsæll meðal Íslendinga, Þjóðverja og Breta, og hingað kemur sama fólkið ár eftir ár í fiskinn. Á Þorláksmessu er orðin hefð fyrir því að vera með skötu og saltfisk. Á jólunum er síðan hangikjöt á boðstólnum og kunna Íslendingar vel að meta það.“ Og um þessa stemningu hafa Íslendingar löngum heyrt um. Í ágætri grein sem birt var í Morgunblaðinu árið 2003, lýsir blaðamaður aðkomu sinni að Klörubar svona: „Í gegnum skarkalann heyrast mjúkir harmonikkutónar og ég renni á hljóðið. Undir vegg situr Örvar Kristjánsson harmonikkuleikari og spilar á þetta fallega hljóðfæri sem minnir á Ísland.“ Í umræddri grein kemur fram að í klæddri hvítri svuntu hafi Klara tekið brosandi á móti honum, innan um annað starfsfólk sem var í óða önn að bera fram ilmandi fisk- og kjötrétti í gesti staðarins. Sem að sögn Klöru voru yfir vetrartímann um 70-80% Íslendingar. „Hér á Ensku ströndinni á hver þjóð sinn samastað og við höfum í gegnum árin orðið að nokkurs konar félagsmiðstöð fyrir Íslendinga. Hér gerist leikritið „Á sama tíma að ári,“ á hverju kvöldi,“ er haft eftir Klöru í Morgunblaðsgreininni og það síðan sérstaklega tekið fram að á barnum byðist meira að segja íslenskt brennivín! Klara segir íslensku stemninguna alltaf hafa verið mjög ríkjandi á Klörubar, en reksturinn seldu þau hjónin fyrir um áratug. „Í gegnum árin fengum við fjöldann allan af íslenskum hljómsveitum til dæmis til að troða upp á Þorrablótunum. Eitt sinn fengum við til dæmis Grétar Örvars og Siggu Beinteins og ég man að þá var fjöldi gesta nokkur hundruð manns.“ Þær eru fáar fréttirnar frá Kanarí þar sem Klara eða Klörubar koma ekki við sögu. Enda Kanarí vinsæll áfangastaður og ekkert lát á þeim fjölda sem flykkist þangað ár hvert. Sjálf sér Klara um 100 Íslendinga í langtímaleigu sem búa þar yfir vetrartímann og segist enn ekki þreytt á því að svara erindum Íslendinga á Kanarí um aðstoð við hitt og þetta. Klara: Allt í öllu En það var ekki aðeins fyrir það að Klara hitti Íslendingana á Klörubar sem nafnið Klara varð sífellt þekktara og þekktara á meðal Íslendinga. Klara varð nefnilega snemma manneskjan sem Íslendingar leituðu til og gera enn, fyrir allt á milli himins og jarðar. „Jú, jú, jú…., það hafa sko alls konar hlutir komið upp. Veikindi, fangelsismál, dauðsföll og allt þar á milli,“ segir Klara og bætir við: „Meira að segja að redda súrefniskútum fyrir fólk.“ Í mörg ár hafa Íslendingar líkt hlutverki Klöru við að vera nokkurs konar umboðsmaður eða ræðismaður fyrir Íslendinga á Kanarí og fyrir áratugum síðan er jafnvel um það skrifað í fjölmiðlum að Íslendingar lýstu hlutverki hennar helst sem nokkurs konar ræðismann Íslands. Sem þó gerist ekki fyrr en árið 2007 með formlegum hætti, því það ár segir í fyrirsögn á Vísi: „Klara næsti ræðismaður Íslands á Kanaríeyjum“ Þetta vor voru Alþingiskosningar á Íslandi sem Klara var fengin til að sjá um, þar sem þáverandi ræðismaður Íslands á Kanarí var veikur. Í fyrrnefndri frétt segir Klara: „Þetta eru ekki nema rúmlega sextíu manns með börnum sem búa hérna fyrir vetrartímann þannig að kjörsókn hefur verið með hreinum ágætum." Mikil fjölgun hefur greinilega orðið að Íslendingum sem búa yfir veturinn á Kanarí síðan þetta var, því í dag er Klara með um 100 Íslendinga á sínum vegum, sem hún sér um að finna húsnæði fyrir til langtímaleigu. „Það fór að aukast að fólk vildi vera hérna lengur yfir vetrartímann og smátt og smátt og eiginlega fyrir tilviljun byrjaði ég að hjálpa fólki að finna sér húsnæði til langtímaleigu,“ segir Klara. „Sem ég hef síðan starfað við að útvega síðustu tuttugu árin ef ekki meira. En ég vel aðeins íbúðir sem eru með allt til alls fyrir leigjendur, húsgögn, internetið, sjónvarp, borðbúnað, þvottavél og svo framvegis,“ bætir Klara við íbygging á svip. Klara segist þó aldrei hafa farið inn á beina samkeppni við fasteignamiðlanir á svæðinu. „Fólk sem leigir í gegnum mig er ekki að greiða mánaðargjald sem söluþóknun til leigumiðlunarinnar og eins er ég fyrst og fremst í að finna íbúðir fyrir Íslendinga sem vilja vera hérna í sex sjö mánuði á ári.“ Sem upp til hópa hafa alla tíð verið meira og minna eldri borgarar. „Enda er svo rosalega mikið félagslíf hérna fyrir Íslendinga að það er ekkert skrýtið. Hér er til dæmis vikulegt mini-golf sem mjög margir mæta alltaf á, morgunleikfimi, félagsvist og meira að segja bókasafn með sjálfsafgreiðslubækur og fleira,“ segir Klara og ekki er laust við að glitti í glampa í augunum, svo skemmtilegt virðist lífið á Kanarí vera. En er eitthvað til í því að það sé stundum rígur á milli Kanarí og Tenerife; Að fólk skiptist í hópa hverjir fíla hvað best? „Nei,“ svarar Klara og er snögg að því. „Það sem fólkinu hérna finnst kannski vanta á Tenerife er þessi stemning sem fylgir lókalnum. Hérna eru kaupmenn enn á hverju horni og litlir barir út um allt á meðan fólk sem fer til Tenerife sækist meira í hóteldvalir þar sem það er nánast allt innifalið og varla þörf á því að yfirgefa hótelið,“ útskýrir Klara og bætir við: „Hérna þarftu ekki annað en að fara upp í spænska hverfi þar sem Íslendingarnir kaupa í matinn, eins og allir aðrir sem búa lókal hér.“ Enn unir Klara sér vel á Kanarí og það má vel sjá á skemmtilegri mynd frá síðustu áramótagleði. Klara segist aldrei verða þreytt á símtölum frá Íslendingum, sem þó geta stundum verið að biðja um aðstoð við ótrúlegustu hluti. Í upphafi var ætlunin að dvelja á Kanarí í sex vikur en síðan er liðin um hálf öld. Klara í dag Þótt Íslendingar tengi Klöru fyrst og fremst við Kanarí er gaman frá því að segja að Klara sjálf hefur reyndar ferðast nánast um allan heim. Þannig hefur Klara ferðast um alla Evrópu, Bandaríkin þvert og endilangt og til fjölmargra landa í Asíu. „En ég hef lítið farið til austantjalds landanna í Evrópu og ekki farið til Pakistan né Indlands, enda ekkert langað þangað,“ segir Klara. Því miður var það einmitt á ferðalagi sem sorgin svo óvænt lét til sín taka í lífi Klöru. Því Francisco varð bráðkvaddur þegar þau hjónin voru á ferðarlagi fyrir þremur árum síðan. Þá höfðu þau verið að keyra um á meginlandinu, skiptust á að vera undir stýri í tvo tíma í senn. Við vorum í ferju að leggja við höfn á Ibiza þegar hann varð bráðkvaddur. Þegar ég var komin út úr bílnum heyri ég hann kalla „Bíddu aðeins,“ sneri mér við og þá bara …: Búmm; sá ég hann detta niður.“ Það er erfitt að ímynda sér slíkan missi. „Það var læknir um borð og í um 40 mínútur voru þeir að hnoða hann og meira að segja túbuðu. En því miður, hans stund var greinilega komin.“ Var þetta ekki mikið sjokk að missa hann svona óvænt? „Jú, þetta var rosalegt sjokk og sérstaklega með tilliti til þess að við höfðum verið að keyra á meginlandinu án þess að hann kenndi sér meins. Auðvitað gerir maður sér líka grein fyrir því að ef þetta hefði nú gerst á hraðbrautinni, væri ég ekki til frásagnar hér.“ Um sorgina segir Klara. „Það tekur við ákveðinn tómleiki. Við tókum okkur til dæmis alltaf að lágmarki þrjá mánuði í sumarfrí saman á ári og nýttum sumrin oft til að ferðast um heiminn. Fengum pössun fyrir strákana ef þurfti. Þannig að já, eðlilega breytist mjög margt við svona missi.“ Francisco varð bráðkvaddur árið 2021 og segir Klara mikinn tómleika fylgja sorginni. Enda voru þau Franscisco ekki aðeins áratugum saman í rekstri heldur ferðuðust um heiminn og tóku sér alltaf þrjá mánuði saman í sumarfrí. Í dag sér Klara um langtímaútleigu fyrir Íslendinga sem vilja búa á Kanarí í sex til sjö mánuði yfir vetrartímann og er hæstánægð með að hundurinn Luna dragi hana í göngutúr daglega. Eins og gengur og gerist hefur stækkað í fjölskyldu Klöru. Annar sonurinn kominn með konu og þrjú börn en hann býr á Ibiza, en sá yngri í Svíþjóð. Um tíma dvaldi sá eldri í Mexíkó og þá fór Klara í heimsókn þangað. Fyrir stuttu bættist síðan við tíkin Luna í heimilishald Klöru. „Sonur minn í Svíþjóð hringdi í mig og sagði: Mamma, verður þú heima á eftir? Já, svaraði ég og þá sagði hann: Það er að koma til þín sending…,“ segir Klara og hlær. „Mig grunaði nú strax hvað væri.“ Enda Klara rómuð hundakona, var lengst af með tvo hunda sjálf en þeir eru nú báðir dánir; annar fyrir um þremur og hálfu ári og hinn fyrir um einu og hálfu ári síðan. Þegar viðtalið er tekið við Klöru er vel heitt úti, eða 29 stig. Þó fer hitinn lækkandi og á haustmánuðum fara Íslendingarnir að fjölmenna aftur á Kanarí. Klara er rétt nýkomin úr göngutúr með Lunu og hæstánægð með sumarið; skellti sér í siglingu með frænku sinni í júní, lagði að höfn í Glasgow og flaug þaðan til Íslands. Á Íslandi dvaldi hún í þrjár vikur og í vikunni kom hún heim úr heimsókn til sonarins á Ibiza. Klara segist una sér vel á Kanarí og ánægð með að Luna skuli draga sig út í göngutúr daglega. En þreytistu einhvern tíma á því að Íslendingar hringi í þig og biðji um aðstoð fyrir alla skapaða hluti? „Nei alls ekki, mér finnst þetta bara gaman og hef aldrei talið það eftir mér að hjálpa til ef ég get.“ Helgarviðtal Atvinnulífsins Íslendingar erlendis Kanaríeyjar Tengdar fréttir Hamingjusamir hommar að lifa drauminn sinn á Kanarí Þeir hafa verið saman í tólf ár, eru ástfangnir upp fyrir haus og að lifa drauminn sinn á Kanarí. Annar heitir Ragnar Jakob Kristinsson, fæddur árið 1964 en hinn Sigurður Hólmar Karlsson, fæddur árið 1961. 28. maí 2023 08:00 „Einu sinni var ég svo blankur að ég átti ekki fyrir mat“ „Mamma sendi mér styrkinn úr lánasjóðnum í umslagi með pósti. Hún pakkaði peningunum inn í álpappír,“ segir Eyjólfur Pálsson stofnandi Epal þegar hann rifjar upp námsárin sín í Danmörku. 5. nóvember 2023 08:00 „Strákarnir í MR sögðu oft að þeir þyrftu að frelsa okkur úr þessu fangelsi“ Það er ekki hægt að ímynda sér hversu margir hafa fundið draumastarfið sitt með aðstoð Katrínar S. Óladóttur. Sem einfaldlega allir þekkja ef svo má segja. Að minnsta kosti innan atvinnulífsins. 10. september 2023 08:00 Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma „Notaðu arf barna þinna er meira að segja yfirskrift ferðaskrifstofu í Danmörku sem sérhæfir sig í ferðum fyrir fólk á þriðja æviskeiði. Sem ég er sammála um að fólk geri og hvet fólk til að nýta peninga sína snemma og á meðan það hefur heilsu til,“ segir Tryggvi Pálsson og bætir við: 13. nóvember 2022 08:01 „Maður er bara uppalinn þannig að í fríum væri maður ekkert að hangsa“ „Síðan var ég með rauðan matarlit sem ég setti í ísinn og bauð þá upp á hvítan ís og bleikan ís sem fólk hélt þá að væri einhver jarðaberjaís,“ segir Jón Magnússon og skellihlær. 8. maí 2022 08:00 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Já við erum að tala um hina heimsfrægu konu á Íslandi: Klöru á Kanarí. Eða Klöru á Klörubar á Kanarí. Klöru sem allir kannast við nafnið á sem yfir höfuð hafa einhvern tíma sótt Gran Canaria heim. Því já; Klörunafnið virðist hreinlega áfast við Kanarí. „Síðan fór fólk með matarmiða á veitingastaðina til að borða, því ferðaskrifstofurnar sömdu við nokkra staði um sérstaka matarmiða þannig að fólk hefði meira í að sækja en eingöngu þann gjaldeyri sem það fékk úthlutað,“ segir Klara en bætir við: „Drykkir voru samt ekki innifaldir.“ Ekki nóg með að matarmiðarnir kæmu skömmtuðum-gjaldeyris ferðamönnum frá Íslandi til góða, heldur brá fólk til ýmissa annarra leiða líka. „Fólk kom með ferðatöskur af saltfiski og seldi hann hérna úti til að ná sér í meiri gjaldeyri,“ segir Klara og skelli hlær. Já, það er gaman að spjalla við Klöru á Kanarí. Sem í huga okkar Íslendinga hlýtur að teljast ein mikilvægasta lykilmanneskjan á Kanarí þótt víða væri leitað. Í helgarviðtali Atvinnulífsins að þessu sinni, ætlum við að kynnast betur konunni Klöru á Kanarí. Það er engin sem hefur farið til Kanarí sem ekki þekkir nöfnin Klara eða Harry. Eða Klara á Klörubar eða Klara á Kanarí. Sem fjölmiðlar hafa einfaldlega tekið að tali reglulega í áratugi. Enda ekki nema von: Klara er þar allt í öllu enn, þótt nú sé liðin um hálf öld síðan hún fór þangað til að leysa af sem farastjóri í nokkrar vikur. Þá búsett á Spáni. Tvö ár á Spáni sem barn Klara er fædd þann 22.janúar árið 1951, dóttir hjónanna Baldurs Jónssonar kaupmanns og Hansínu Helgadóttur. Klara er næstyngst fimm systkina, en þau eru nú þrjú látin. Klara er fædd í Reykjavík og bjó lengst af eðí Reykjavík eða Kópavogi sem barn. En líka í tvö ár á Spáni. „Ég kom hingað fyrst sem krakki, bara 8-9 ára,“ segir Klara og bætir við: „Frændi okkar bjó á Costa Brava ströndinni á Spáni sem Íslendingar sóttu nú vel í upphafi. Pabbi fór þangað til að kíkja á aðstæður, leist vel á og ákvað í kjölfarið að freista gæfunnar.“ Úr varð að pabbi hennar seldi fyrirtækið sem hann rak; véla- og raftækjaverslun og innflutning sem hann rak bæði í Bankastræti og við Tryggvagötuna. Síðan fór hann út til að undirbúa komu fjölskyldunnar. „Mamma flaug síðan með okkur þrjú yngstu út, því elsta systkinið mitt var þá þegar gift og það næstelsta varð eftir í námi á Íslandi.“ Í litlum bæ, Tossa de Mar, kom fjölskyldan sér fyrir, en bærinn Tossa er skammt frá Barcelona og eitt fallegasta þorp Spánar að sögn Klöru. „Þetta var samt afskaplega framandi allt saman. Mamma var til dæmis vön að vera með allt til alls heima fyrir, það nýjasta nýtt, bara nefndu það: Þvottavél, uppþvottavél og svo framvegis enda rak pabbi raftækjaverslun. Þarna úti vorum við með kol-eldavél, enga þvottavél og engan ísskáp,“ segir Klara. Við bjuggum á þriðju hæð og reglulega komu íssbílar í hverfið. Ef mamma gaf þeim merki, komu þeir upp til okkar með stærðarinnar íssklumpa í olíufötum og þeir voru þá ígildi ísskáparins. Uppi á þaki voru síðan þvottabretti og aðstaða til að þvo en það var bara eiginkona skólastjórans sem átti þvottavél í bænum.“ Íbúðin sjálf var hins vegar stór og fín. Með fimm rúmgóðum svefnherbergjum og falleg. „Við tvö eldri systkinin fórum í skóla því sú yngsta var ekki komin á skólaaldurinn þegar þetta var. Skólinn var hinum megin við götuna, við kirkjutorgið því við bjuggum í hjarta bæjarins. Við systkinin lærðum spænsku mjög fljótt og eignuðumst vini strax.“ En hvað varð til þess að þið fluttuð aftur heim? „Ég varð veik,“ svarar Klara að bragði. Klara fluttist fyrst til Tossa de Mar sem barn og þar kynntist hún síðar stóru ástinni í sínu lífi; Francisco Casadesus. Klara segir Tossa eitt fallegasta þorp Spánar, en Tossa varð snemma vinsæll áfangastaður ekki síst í kjölfar Hollywoodmyndar sem sló í gegn á sjötta áratugnum. Annan hvern dag í sprautur Þannig var að Klara og systir hennar fengu berkla að því er talið úr mjólk. „Við fengum mjólk í flösku frá konu í bænum sem var auðvitað ógerilsneydd. Menn voru samt ekki alveg vissir í sinni sök og á endanum töldu mamma og pabbi því öruggast að flytja aftur heim til Íslands.“ Sýking Klöru var í hálsi en systir hennar veiktist í maga. Systir hennar fór í geisla og náði sýkingunni úr sér en hjá Klöru horfðu málin öðruvísi við. Ég þurfti að fara í sprautu á heilsuverndarstöðina annan hvers dag í tvö ár. Fyrst mátti ég reyndar ekki hitta neinn og fór til dæmis ekki í skólann í tvo eða þrjá mánuði því menn voru hræddir um að þetta væri smitandi. Svo reyndist ekki vera og þá fékk ég að fara í skóla en þurfti alltaf að mæta í sprauturnar.“ Þrátt fyrir veikindin, minnist Klara aðeins góðra tíma frá Reykjavík og unglingsárunum þar. „Við fluttum fyrst á Hjarðarhagann í vesturbænum, síðan í bústaðahverfið en síðan aftur í vesturbæinn.“ Í Hagaskóla kláraði Klara verslunardeild og stuttu síðar fluttu foreldrar hennar í skemmtilegt hús í Mosfellsdalnum. „Bróðir minn fór til Spánar í vinnusumarfrí árið 1967, því frændi okkar bjó ennþá þar. Þetta vinnusumar var geggjað gaman hjá honum, sem auðvitað þýddi að ég fór sjálf í svona vinnusumarfrí út. Fyrst sumarið 1969 og aftur árið 1970. Þá var ég reyndar lengur því um veturinn leigið ég íbúð með vinkonu minni.“ Frá því þá, hefur Klara í raun verið búsett á Spáni. Því árið 1971 kynntist Klara stóru ástinni í sínu lífi: Francisco Casadesus frá Tossa de Mar. Klara og Francisco með synina Eirík og Jordans. Skötuhjúin áttu um tíma íbúð í vesturbænum í Reykjavík sem þau leigðu út en seldu þegar ljóst var að þau væru ekkert á leiðinni til Íslands. Klara og Francisco fóru snemma í rekstur saman og ráku um tíma tvo bari í Tossa De Mar.Auður Hansen Í rekstur með eiginmanninum Francisco var fæddur og uppalin í Tossa en hann lést árið 2021. Búskapur Klöru og Francisco hófst í Tossa, þar sem fjölskylda Fransisco býr enn og lengi áttu þau hjónin hús þar eftir að þau fluttu til Kanarí. Klara og Francisco fóru snemma saman í rekstur, því fljótlega eftir að þau tóku saman opnuðu þau lítinn pöbb í Tossa og síðan annan, þannig að um tíma ráku þau tvo bari. Árið 1973 er Klara síðan fyrir tilviljun beðin um að hlaupa í skarðið sem farastjóra fyrir íslenska ferðamenn á Costa del Sol. Og stuttu síðar sem fararstjóri eftir áramót á Kanarí. „Þetta hentaði vel því reksturinn okkar var yfir sumarið en þetta var að vetri. Við fórum því til Kanaría og hugmyndin var í fyrstu að vera þar í fimm til sex vikur,“ segir Klara og hlær. Enda liðlega hálf öld liðin síðan! En lá alltaf ljóst fyrir að þið ætluðuð ykkur að búa á Spáni? „Nei alls ekki. Við meira að segja keyptum okkur hús í vesturbænum í Reykjavík og giftum okkur á Íslandi árið 1973. Við bjuggum samt aldrei í húsinu heldur leigðum það út í tvö eða þrjú ár. Þá seldum við, enda orðið ljóst að við værum ekki á leiðinni til Íslands.“ Til að rifja aðeins upp stemninguna sem er á þessum tíma má benda á að þegar Klara er fyrst að halda til Spánar í sumarvinnu í Tossa er hippatímabilið í blóma og Bítlatónlistin í algleymingi. Uppbygging ferðaþjónustunnar í Tossa var strax á sjötta áratugnum í miklum blóma og það ekki síst fyrir tilstilli Hollywood kvikmyndarinnar Pandora and the Flying Dutch . Um og uppúr 1970 fara Íslendingar síðan í æ meira mæli að ferðast til Spánar og það er á þeim tíma sem Klara fer að skapa sér nafn á meðal þeirra. „Flugfélag Íslands seldi pakkaferðir og fólk var líka að koma hingað um tíma með Air Vikings. Fólk kom hingað flest í tvær til þrjár vikur í senn og sjaldnast börn að ég muni. Nema þá kannski helst í kringum jól eða páska.“ Í tvö til þrjú sumur starfaði Klara líka sem fararstjóri fyrir íslenska ferðamenn á Mallorca og áður en varði, ákváðu skötuhjúin að koma sér enn betur fyrir á Kanarí og opnuðu þar lítinn pöbb. Klara og Francisco eignuðust síðar tvo syni, þá Eirík (f. 1980) og Jordans (f.1983). Áður en lengra er haldið, skulum við fyrst heyra um það tímabil sem Klara er enn svo oft kennd við: Klörubar. Klara var stödd í Tossa De Mar þegar hún hitti blaðamann Fréttablaðsins fyrir viðtal árið 2006, en eiginmaður hennar heitinn var fæddur og uppalinn þar og þar á fjölskyldan hans enn heima. Lengi áttu Klara og Francesco hús í Tossa þótt lífið hafi allt snúist um Kanarí og reksturinn þar síðustu áratugina. Myndir úr einkasafni síðastliðin áramót. Íslensk stemning á Klörubar Þegar Klara og Francisco festu sér húsnæði í Yumbo Centrum á Kanarí, var verslunarmiðstöðin kunna aðeins á teikniborðinu. Klara hefur nú selt reksturinn en á húsnæðið enn og leigir það út. Í upphafi réðust þau hjónin í fjárfestinguna með vinahjónum sínum, Þóri Kristjánssyni matreiðslumanni og Guðrúnu Vernharðsdóttur. Staðurinn er enn kallaður Klöribar en hefur þó aldrei heitið neitt annað en Cosmos. Hann hefur aldrei heitið neitt annað en Cosmos og heitir það enn. Það voru bara Íslendingar sem skýrðu hann Klörubar.“ Fyrir ofan Klörubar er annar staður sem margir Íslendingar þekkja: Skansen, en sá staður er með sænskar rætur. „Þegar þeir opnuðu, leiddum við rafmagn frá okkur og upp til þeirra svo þeir gætu opnað. Því það tók alveg fjögur til fimm ár fyrir Yumbo að klára og fara að rúlla fyrir alvöru. En þegar staðurinn fór loks að rúlla, þá gerði hann það líka almennilega og enn í dag er Yumbo fjölmennasta verslunarmiðstöðin enda um 300 fyrirtæki sem starfrækt eru þar.“ Á Klörubar hefur löngum verið hægt að lesa matseðil á íslensku og þá eru það ófáir sem hafa starfað þar um tíma frá Íslandi. En það er ekki bara íslenska tungan og maturinn sem hefur laðað fólk að í gegnum tíðina, því fyrst og fremst skapaði Klörubar sér sess sem staður með íslenska stemningu. Í ágætis grein sem birt var í DV í janúar árið 1999 segir: „Á haustin og alveg fram á vor dvelur hinn vinsæli harmonikuleikari Örvar Kristjánsson á Kanarí og spilar sex kvöld í hverri viku og skapar íslenska stemningu eins og hún getur best orðið.“ Í sömu grein er haft eftir Klöru: „Allan ársins hring býð ég upp á íslenskan fisk sem er vinsæll meðal Íslendinga, Þjóðverja og Breta, og hingað kemur sama fólkið ár eftir ár í fiskinn. Á Þorláksmessu er orðin hefð fyrir því að vera með skötu og saltfisk. Á jólunum er síðan hangikjöt á boðstólnum og kunna Íslendingar vel að meta það.“ Og um þessa stemningu hafa Íslendingar löngum heyrt um. Í ágætri grein sem birt var í Morgunblaðinu árið 2003, lýsir blaðamaður aðkomu sinni að Klörubar svona: „Í gegnum skarkalann heyrast mjúkir harmonikkutónar og ég renni á hljóðið. Undir vegg situr Örvar Kristjánsson harmonikkuleikari og spilar á þetta fallega hljóðfæri sem minnir á Ísland.“ Í umræddri grein kemur fram að í klæddri hvítri svuntu hafi Klara tekið brosandi á móti honum, innan um annað starfsfólk sem var í óða önn að bera fram ilmandi fisk- og kjötrétti í gesti staðarins. Sem að sögn Klöru voru yfir vetrartímann um 70-80% Íslendingar. „Hér á Ensku ströndinni á hver þjóð sinn samastað og við höfum í gegnum árin orðið að nokkurs konar félagsmiðstöð fyrir Íslendinga. Hér gerist leikritið „Á sama tíma að ári,“ á hverju kvöldi,“ er haft eftir Klöru í Morgunblaðsgreininni og það síðan sérstaklega tekið fram að á barnum byðist meira að segja íslenskt brennivín! Klara segir íslensku stemninguna alltaf hafa verið mjög ríkjandi á Klörubar, en reksturinn seldu þau hjónin fyrir um áratug. „Í gegnum árin fengum við fjöldann allan af íslenskum hljómsveitum til dæmis til að troða upp á Þorrablótunum. Eitt sinn fengum við til dæmis Grétar Örvars og Siggu Beinteins og ég man að þá var fjöldi gesta nokkur hundruð manns.“ Þær eru fáar fréttirnar frá Kanarí þar sem Klara eða Klörubar koma ekki við sögu. Enda Kanarí vinsæll áfangastaður og ekkert lát á þeim fjölda sem flykkist þangað ár hvert. Sjálf sér Klara um 100 Íslendinga í langtímaleigu sem búa þar yfir vetrartímann og segist enn ekki þreytt á því að svara erindum Íslendinga á Kanarí um aðstoð við hitt og þetta. Klara: Allt í öllu En það var ekki aðeins fyrir það að Klara hitti Íslendingana á Klörubar sem nafnið Klara varð sífellt þekktara og þekktara á meðal Íslendinga. Klara varð nefnilega snemma manneskjan sem Íslendingar leituðu til og gera enn, fyrir allt á milli himins og jarðar. „Jú, jú, jú…., það hafa sko alls konar hlutir komið upp. Veikindi, fangelsismál, dauðsföll og allt þar á milli,“ segir Klara og bætir við: „Meira að segja að redda súrefniskútum fyrir fólk.“ Í mörg ár hafa Íslendingar líkt hlutverki Klöru við að vera nokkurs konar umboðsmaður eða ræðismaður fyrir Íslendinga á Kanarí og fyrir áratugum síðan er jafnvel um það skrifað í fjölmiðlum að Íslendingar lýstu hlutverki hennar helst sem nokkurs konar ræðismann Íslands. Sem þó gerist ekki fyrr en árið 2007 með formlegum hætti, því það ár segir í fyrirsögn á Vísi: „Klara næsti ræðismaður Íslands á Kanaríeyjum“ Þetta vor voru Alþingiskosningar á Íslandi sem Klara var fengin til að sjá um, þar sem þáverandi ræðismaður Íslands á Kanarí var veikur. Í fyrrnefndri frétt segir Klara: „Þetta eru ekki nema rúmlega sextíu manns með börnum sem búa hérna fyrir vetrartímann þannig að kjörsókn hefur verið með hreinum ágætum." Mikil fjölgun hefur greinilega orðið að Íslendingum sem búa yfir veturinn á Kanarí síðan þetta var, því í dag er Klara með um 100 Íslendinga á sínum vegum, sem hún sér um að finna húsnæði fyrir til langtímaleigu. „Það fór að aukast að fólk vildi vera hérna lengur yfir vetrartímann og smátt og smátt og eiginlega fyrir tilviljun byrjaði ég að hjálpa fólki að finna sér húsnæði til langtímaleigu,“ segir Klara. „Sem ég hef síðan starfað við að útvega síðustu tuttugu árin ef ekki meira. En ég vel aðeins íbúðir sem eru með allt til alls fyrir leigjendur, húsgögn, internetið, sjónvarp, borðbúnað, þvottavél og svo framvegis,“ bætir Klara við íbygging á svip. Klara segist þó aldrei hafa farið inn á beina samkeppni við fasteignamiðlanir á svæðinu. „Fólk sem leigir í gegnum mig er ekki að greiða mánaðargjald sem söluþóknun til leigumiðlunarinnar og eins er ég fyrst og fremst í að finna íbúðir fyrir Íslendinga sem vilja vera hérna í sex sjö mánuði á ári.“ Sem upp til hópa hafa alla tíð verið meira og minna eldri borgarar. „Enda er svo rosalega mikið félagslíf hérna fyrir Íslendinga að það er ekkert skrýtið. Hér er til dæmis vikulegt mini-golf sem mjög margir mæta alltaf á, morgunleikfimi, félagsvist og meira að segja bókasafn með sjálfsafgreiðslubækur og fleira,“ segir Klara og ekki er laust við að glitti í glampa í augunum, svo skemmtilegt virðist lífið á Kanarí vera. En er eitthvað til í því að það sé stundum rígur á milli Kanarí og Tenerife; Að fólk skiptist í hópa hverjir fíla hvað best? „Nei,“ svarar Klara og er snögg að því. „Það sem fólkinu hérna finnst kannski vanta á Tenerife er þessi stemning sem fylgir lókalnum. Hérna eru kaupmenn enn á hverju horni og litlir barir út um allt á meðan fólk sem fer til Tenerife sækist meira í hóteldvalir þar sem það er nánast allt innifalið og varla þörf á því að yfirgefa hótelið,“ útskýrir Klara og bætir við: „Hérna þarftu ekki annað en að fara upp í spænska hverfi þar sem Íslendingarnir kaupa í matinn, eins og allir aðrir sem búa lókal hér.“ Enn unir Klara sér vel á Kanarí og það má vel sjá á skemmtilegri mynd frá síðustu áramótagleði. Klara segist aldrei verða þreytt á símtölum frá Íslendingum, sem þó geta stundum verið að biðja um aðstoð við ótrúlegustu hluti. Í upphafi var ætlunin að dvelja á Kanarí í sex vikur en síðan er liðin um hálf öld. Klara í dag Þótt Íslendingar tengi Klöru fyrst og fremst við Kanarí er gaman frá því að segja að Klara sjálf hefur reyndar ferðast nánast um allan heim. Þannig hefur Klara ferðast um alla Evrópu, Bandaríkin þvert og endilangt og til fjölmargra landa í Asíu. „En ég hef lítið farið til austantjalds landanna í Evrópu og ekki farið til Pakistan né Indlands, enda ekkert langað þangað,“ segir Klara. Því miður var það einmitt á ferðalagi sem sorgin svo óvænt lét til sín taka í lífi Klöru. Því Francisco varð bráðkvaddur þegar þau hjónin voru á ferðarlagi fyrir þremur árum síðan. Þá höfðu þau verið að keyra um á meginlandinu, skiptust á að vera undir stýri í tvo tíma í senn. Við vorum í ferju að leggja við höfn á Ibiza þegar hann varð bráðkvaddur. Þegar ég var komin út úr bílnum heyri ég hann kalla „Bíddu aðeins,“ sneri mér við og þá bara …: Búmm; sá ég hann detta niður.“ Það er erfitt að ímynda sér slíkan missi. „Það var læknir um borð og í um 40 mínútur voru þeir að hnoða hann og meira að segja túbuðu. En því miður, hans stund var greinilega komin.“ Var þetta ekki mikið sjokk að missa hann svona óvænt? „Jú, þetta var rosalegt sjokk og sérstaklega með tilliti til þess að við höfðum verið að keyra á meginlandinu án þess að hann kenndi sér meins. Auðvitað gerir maður sér líka grein fyrir því að ef þetta hefði nú gerst á hraðbrautinni, væri ég ekki til frásagnar hér.“ Um sorgina segir Klara. „Það tekur við ákveðinn tómleiki. Við tókum okkur til dæmis alltaf að lágmarki þrjá mánuði í sumarfrí saman á ári og nýttum sumrin oft til að ferðast um heiminn. Fengum pössun fyrir strákana ef þurfti. Þannig að já, eðlilega breytist mjög margt við svona missi.“ Francisco varð bráðkvaddur árið 2021 og segir Klara mikinn tómleika fylgja sorginni. Enda voru þau Franscisco ekki aðeins áratugum saman í rekstri heldur ferðuðust um heiminn og tóku sér alltaf þrjá mánuði saman í sumarfrí. Í dag sér Klara um langtímaútleigu fyrir Íslendinga sem vilja búa á Kanarí í sex til sjö mánuði yfir vetrartímann og er hæstánægð með að hundurinn Luna dragi hana í göngutúr daglega. Eins og gengur og gerist hefur stækkað í fjölskyldu Klöru. Annar sonurinn kominn með konu og þrjú börn en hann býr á Ibiza, en sá yngri í Svíþjóð. Um tíma dvaldi sá eldri í Mexíkó og þá fór Klara í heimsókn þangað. Fyrir stuttu bættist síðan við tíkin Luna í heimilishald Klöru. „Sonur minn í Svíþjóð hringdi í mig og sagði: Mamma, verður þú heima á eftir? Já, svaraði ég og þá sagði hann: Það er að koma til þín sending…,“ segir Klara og hlær. „Mig grunaði nú strax hvað væri.“ Enda Klara rómuð hundakona, var lengst af með tvo hunda sjálf en þeir eru nú báðir dánir; annar fyrir um þremur og hálfu ári og hinn fyrir um einu og hálfu ári síðan. Þegar viðtalið er tekið við Klöru er vel heitt úti, eða 29 stig. Þó fer hitinn lækkandi og á haustmánuðum fara Íslendingarnir að fjölmenna aftur á Kanarí. Klara er rétt nýkomin úr göngutúr með Lunu og hæstánægð með sumarið; skellti sér í siglingu með frænku sinni í júní, lagði að höfn í Glasgow og flaug þaðan til Íslands. Á Íslandi dvaldi hún í þrjár vikur og í vikunni kom hún heim úr heimsókn til sonarins á Ibiza. Klara segist una sér vel á Kanarí og ánægð með að Luna skuli draga sig út í göngutúr daglega. En þreytistu einhvern tíma á því að Íslendingar hringi í þig og biðji um aðstoð fyrir alla skapaða hluti? „Nei alls ekki, mér finnst þetta bara gaman og hef aldrei talið það eftir mér að hjálpa til ef ég get.“
Helgarviðtal Atvinnulífsins Íslendingar erlendis Kanaríeyjar Tengdar fréttir Hamingjusamir hommar að lifa drauminn sinn á Kanarí Þeir hafa verið saman í tólf ár, eru ástfangnir upp fyrir haus og að lifa drauminn sinn á Kanarí. Annar heitir Ragnar Jakob Kristinsson, fæddur árið 1964 en hinn Sigurður Hólmar Karlsson, fæddur árið 1961. 28. maí 2023 08:00 „Einu sinni var ég svo blankur að ég átti ekki fyrir mat“ „Mamma sendi mér styrkinn úr lánasjóðnum í umslagi með pósti. Hún pakkaði peningunum inn í álpappír,“ segir Eyjólfur Pálsson stofnandi Epal þegar hann rifjar upp námsárin sín í Danmörku. 5. nóvember 2023 08:00 „Strákarnir í MR sögðu oft að þeir þyrftu að frelsa okkur úr þessu fangelsi“ Það er ekki hægt að ímynda sér hversu margir hafa fundið draumastarfið sitt með aðstoð Katrínar S. Óladóttur. Sem einfaldlega allir þekkja ef svo má segja. Að minnsta kosti innan atvinnulífsins. 10. september 2023 08:00 Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma „Notaðu arf barna þinna er meira að segja yfirskrift ferðaskrifstofu í Danmörku sem sérhæfir sig í ferðum fyrir fólk á þriðja æviskeiði. Sem ég er sammála um að fólk geri og hvet fólk til að nýta peninga sína snemma og á meðan það hefur heilsu til,“ segir Tryggvi Pálsson og bætir við: 13. nóvember 2022 08:01 „Maður er bara uppalinn þannig að í fríum væri maður ekkert að hangsa“ „Síðan var ég með rauðan matarlit sem ég setti í ísinn og bauð þá upp á hvítan ís og bleikan ís sem fólk hélt þá að væri einhver jarðaberjaís,“ segir Jón Magnússon og skellihlær. 8. maí 2022 08:00 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Hamingjusamir hommar að lifa drauminn sinn á Kanarí Þeir hafa verið saman í tólf ár, eru ástfangnir upp fyrir haus og að lifa drauminn sinn á Kanarí. Annar heitir Ragnar Jakob Kristinsson, fæddur árið 1964 en hinn Sigurður Hólmar Karlsson, fæddur árið 1961. 28. maí 2023 08:00
„Einu sinni var ég svo blankur að ég átti ekki fyrir mat“ „Mamma sendi mér styrkinn úr lánasjóðnum í umslagi með pósti. Hún pakkaði peningunum inn í álpappír,“ segir Eyjólfur Pálsson stofnandi Epal þegar hann rifjar upp námsárin sín í Danmörku. 5. nóvember 2023 08:00
„Strákarnir í MR sögðu oft að þeir þyrftu að frelsa okkur úr þessu fangelsi“ Það er ekki hægt að ímynda sér hversu margir hafa fundið draumastarfið sitt með aðstoð Katrínar S. Óladóttur. Sem einfaldlega allir þekkja ef svo má segja. Að minnsta kosti innan atvinnulífsins. 10. september 2023 08:00
Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma „Notaðu arf barna þinna er meira að segja yfirskrift ferðaskrifstofu í Danmörku sem sérhæfir sig í ferðum fyrir fólk á þriðja æviskeiði. Sem ég er sammála um að fólk geri og hvet fólk til að nýta peninga sína snemma og á meðan það hefur heilsu til,“ segir Tryggvi Pálsson og bætir við: 13. nóvember 2022 08:01
„Maður er bara uppalinn þannig að í fríum væri maður ekkert að hangsa“ „Síðan var ég með rauðan matarlit sem ég setti í ísinn og bauð þá upp á hvítan ís og bleikan ís sem fólk hélt þá að væri einhver jarðaberjaís,“ segir Jón Magnússon og skellihlær. 8. maí 2022 08:00