Barcelona nýtir sér meiðsli leikmanns til að skrá Olmo Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. ágúst 2024 09:33 Dani Olmo þegar hann var kynntur til leiks hjá Barcelona. Hann á enn eftir að spila sinn fyrsta leik í spænsku deildinni. Getty/Jose Breton Spænski landsliðsmaðurinn Dani Olmo fær væntanlega að spila með Barcelona í kvöld eftir að félaginu tókst loksins að finna leið til að skrá hann inn hjá spænsku deildinni. Barcelona keypti Olmo, eina af stjörnunum úr Evrópumeistaraliði Spánverja í sumar, fyrir 55 milljónir evra frá RB Leipzig. Það eru 8,4 milljarðar í íslenskum krónum. Olmo hefur misst af tveimur fyrstu leikjum tímabilsins þar sem að Barcelona hefur ekki getað skráð hann inn hjá LaLiga. Það er vegna þess að það er ekki pláss fyrir launin hans undir launaþakinu. Barcelona hefur lengi verið að glíma við mikil fjárhagsvandræði og svipað vandmál varð til þess að Lionel Messi yfirgaf félagið á sínum tíma. Nú ætti Olmo loksons að komast inn á völlinn en það kemur ekki til af góðu. Eins dauði er annars brauð. Það lítur nefnilega út fyrir að meiðsli danska varnarmannsins Andreas Christensen muni koma Olmo og Barcelona liðinu til bjargar. ESPN segir frá. Samkvæmt reglum LaLiga þá losnar pláss undir launaþakinu ef leikmaður er frá vegna meiðsla í langan tíma. Barcelona hafði losað sig við leikmenn eins og þá Ilkay Gündogan, Vitor Roque, Mika Faye og Clément Lenglet til að búa til pláss fyrrir Olmo en það var ekki nóg. Barcelona hefur nú sent inn gögn um meiðsli Christensen sem verður frá í fjóra mánuði vegna hásinarmeiðsla. Barcelona getur þar með notað áttatíu prósent af launum hans til að búa til aukapláss undir launaþakinu. Með því ætti að vera pláss fyrir laun Olmo og hann ætti því að geta spilað leikinn á móti Rayo Vallecano í kvöld. Skráningin verður þó bara tímabundin eða til 31. desember næstkomandi. Olmo er að snúa aftur til Barcelona því hann var í akademíu félagsins til sextán ára aldurs. Spænski boltinn Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Barcelona keypti Olmo, eina af stjörnunum úr Evrópumeistaraliði Spánverja í sumar, fyrir 55 milljónir evra frá RB Leipzig. Það eru 8,4 milljarðar í íslenskum krónum. Olmo hefur misst af tveimur fyrstu leikjum tímabilsins þar sem að Barcelona hefur ekki getað skráð hann inn hjá LaLiga. Það er vegna þess að það er ekki pláss fyrir launin hans undir launaþakinu. Barcelona hefur lengi verið að glíma við mikil fjárhagsvandræði og svipað vandmál varð til þess að Lionel Messi yfirgaf félagið á sínum tíma. Nú ætti Olmo loksons að komast inn á völlinn en það kemur ekki til af góðu. Eins dauði er annars brauð. Það lítur nefnilega út fyrir að meiðsli danska varnarmannsins Andreas Christensen muni koma Olmo og Barcelona liðinu til bjargar. ESPN segir frá. Samkvæmt reglum LaLiga þá losnar pláss undir launaþakinu ef leikmaður er frá vegna meiðsla í langan tíma. Barcelona hafði losað sig við leikmenn eins og þá Ilkay Gündogan, Vitor Roque, Mika Faye og Clément Lenglet til að búa til pláss fyrrir Olmo en það var ekki nóg. Barcelona hefur nú sent inn gögn um meiðsli Christensen sem verður frá í fjóra mánuði vegna hásinarmeiðsla. Barcelona getur þar með notað áttatíu prósent af launum hans til að búa til aukapláss undir launaþakinu. Með því ætti að vera pláss fyrir laun Olmo og hann ætti því að geta spilað leikinn á móti Rayo Vallecano í kvöld. Skráningin verður þó bara tímabundin eða til 31. desember næstkomandi. Olmo er að snúa aftur til Barcelona því hann var í akademíu félagsins til sextán ára aldurs.
Spænski boltinn Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira