Erlent

Segja Kín­verja hafa ógnað full­veldi Japan

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Kínverska flugvélin er sögð hafa farið inn í japanska lofthelgi í um tvær mínútur.
Kínverska flugvélin er sögð hafa farið inn í japanska lofthelgi í um tvær mínútur. Getty/Yue Shuhua

Japönsk stjórnvöld segja kínverska herinn hafa brotið gegn fullveldi landsins og ógnað öryggi þegar kínversk herflugvél flaug inn í lofthelgi Japan í gær.

Atvikið eykur enn á spennuna milli ríkjanna en að undanförnu hafa kínversk herskip fært sig upp á skaftið við eyjar sem ríkin segja bæði tilheyra sér í Austur-Kínahafi.

Þetta er í fyrsta sinn sem kínversk herflugvél flýgur inn í lofthelgi Japan á friðartímum.

Yoshimasa Hayashi, talsmaður japanskra stjórnvalda, sagði á blaðamannafundi í morgun að náið verði nú fylgst með starfsemi kínverska hersins. Þá muni japanski herinn grípa til aðgerða til að tryggja öryggi landsins og lofthelginnar.

Kínverska flugvélin, af gerðinni Y-9 fór inn í japanska lofthelgi klukkan 29 mínútur yfir ellefu í gærmorgun að japönskum tíma og var inni í lofthelginni í um tvær mínútur að sögn japanskra yfirvalda.


Tengdar fréttir

Beittu vatnsfallbyssum til að stöðva birgðaflutninga

Yfirvöld á Filippseyjum segja fjóra sjóliða hafa slasast lítillega þegar kínversku strandgæsluskipi var siglt utan í skip frá Filippseyjum og vatnsfallbyssum beitt gegn sjóliðum. Kínverjar voru þá að reyna að koma í veg fyrir siglingu skipanna frá Filippseyjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×