Blöskrar myndbirting: „Er enginn fullorðinn sem vinnur þarna?“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. ágúst 2024 11:17 Dagur B. Eggertsson er þungt hugsi eftir umfjöllun Morgunblaðsins um orlofsgreiðslur og skrif blaðsins um Dag í Staksteinum. Vísir/Einar Dagur B. Eggertsson forseti borgarráðs er verulega ósáttur við myndbirtingu af sér í Morgunblaðinu í dag. Hann sendir „aðstandendum Morgunblaðsins“ innilegustu samúðarkveðjur. Morgunblaðið greindi frá því um miðjan ágúst að Dagur hefði fengið ógreitt orlof upp á tæpar tíu milljónir króna vegna uppsafnaðs leyfis sem hann hefði ekki átt tök á að nýta í starfi borgarstjóra. Dagur lét af störfum sem borgarstjóri um áramótin eftir tíu ára starf. Hann hefur sagt að greiðslan sé fyrir 48 orlofsdaga sem nái þá eitt og hálft ár aftur í tímann, miðað við þrjátíu daga orlofsrétt. Dagur tjáði sig um umfjöllun Morgunblaðsins á föstudag. Blaðið sé í allt öðrum leiðangri „Ef Morgunblaðið væri eðlilegt blað sem ynni eftir siðareglum og hefðbundnum faglegum viðmiðum í blaðamennsku hefði það þegar í gærkvöld leiðrétt fréttir sínar um að orlofsmál mín væru einstök eftir að RÚV birti frétt sína og gögn um orlofsuppgjör annarra sveitarstjóra og forsætisráðherra. Blaðið hefði í síðasta lagi átt að gera það í morgun. Að fenginn reynslu geri ég mér engar vonir um það. Ritstjórn blaðsins hefur fyrir löngu vikið til hliðar þessum vinnubrögðum sem myndu kalla á skýrar leiðréttingar á forsíðu – þar sem fréttin birtist í helgarblaðinu um að mál mitt væri einsdæmi. Blaðið er í allt öðrum leiðangri og hann tengist ekki blaðamennsku,“ sagði Dagur fyrir helgi. „Fréttir Morgunblaðsins síðustu daga og vinnubrögðin þeim að baki undirstrika einnig að það er mikilvægt að aðrir fjölmiðlar og almenningur átti sig á því að þetta gamla blað er breytt. Það er ekki hægt að taka upp eða vísa í umfjöllun blaðsins um mál sem tengjast pólitík eða þjóðmálum án þess að gera sjálfstæða athugun á heimildum eða efnisatriðum. Því miður eru líkur á að þetta muni frekar versna en batna nú í aðdraganda þingkosninga.“ „Yfirgengilega orlofssugan“ Í leiðara Morgunblaðsins á föstudag var Dagur kallaður „yfirgengilega orlofssugan“. „Getum við virkilega ekki staðið saman um að uppnefni eigi ekki heima í opinberri umræðu? Eða aðrir verstu siðir sem sjást í stjórnmálaumræðu heimsins. Lesendur og almenningur hljóta að þurfa að taka afstöðu til þess. Og við þurfum að svara því: viljum við virkilega flytja inn svona umræðu-ósiði til Íslands?“ Hann segir Morgunblaðið gjörbreytt frá því sem áður var og beinir þar spjótum sínum að ritstjórunum Davíð Oddssyni og Haraldi Johannessen. „Ritstjórnargreinar, leiðarar og Staksteinar eru á vægast sagt lágu plani og það sem verra er: Í ákveðnum tegundum frétta og umfjöllunar blasir við að blaðið hefur ýtt faglegum og hefðbundnum vinnubrögðum blaðamennsku til hliðar í þágu pólitískra markmiða og til að þjóna lund og ólund ritstjóra og lítils hóps blaðamanna sem eitra út frá sér. Ég finn til með fagfólkinu sem er sannarlega fjölmargt og vinnur enn á blaðinu. Það hlýtur að hugsa sitt.“ Eldrauður með epli í munni Dagur var meðal þeirra sem hljóp í Reykjavíkurmaraþoninu um helgina. Hann greinir frá því í færslu á Facebook í morgun að mynd sem hann birti á Facebook um helgina hafi verið birt með Staksteinum dagsins. Líkast til honum til háðungar. „Morgunblaðið er staðráðnara en nokkru sinni fyrr í að verða að athlægi og verður hlægilegra og hlægilegra með hverjum deginum. Í staðinn fyrir að leiðrétta (vísvitandi?) rangar fréttir sínar um orlofsmál í samræmi við hefðbundin vinnubrögð í blaðamennsku og siðareglur Blaðamannafélagsins nær hallærisgangurinn nýjum hæðum í blaði dagsins,“ segir Dagur. „Mogginn tekur mynd sem ég birti á facebook um helgina - sjálfum mér og vinum mínum til skemmtunar - þar sem ég var að borða epli, eldrauður í framan, nýkominn í mark eftir Reykjavíkurmaraþonið. Ég notaði þau orð að fólk þyrfti að passa sig á að borða ekki epli á myndum og líkti sjálfum mér við teiknimyndahetjuna Shrek.“ Dagur birtir myndina á Facebook-fylgjendum sínum til upplýsinga. „Mogginn tók þessa mynd ófrjálsri hendi, klippti vini mína út af henni og birtir hana án skýringa í dag með Staksteinum! Það á væntanlega að vera mér til háðungar. Óskaplega líður blaðinu illa. Er enginn fullorðinn með fullu viti sem vinnur þarna?“ Hann segir myndbirtinguna eitt af mörgu sem undirstriki það niðurlægingarskeið sem þetta gamla blað sé að ganga í gegnum. „Ónefnin og lágkúran í leiðurum er annar kapituli. En svo hugsað sé í lausnum: Kannski á myndasmiðurinn að fá greitt fyrir þessa myndbirtingu? Veit einhver um það? Væri alla vega sniðugt ef sú greiðsla gæti runnið til Unicef og í neyðarsöfnun vegna barnanna á Gaza en ég hljóp til styrktar þeim á laugardaginn. Aðstandendum Morgunblaðsins sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur.“ Fjölmiðlar Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Morgunblaðið greindi frá því um miðjan ágúst að Dagur hefði fengið ógreitt orlof upp á tæpar tíu milljónir króna vegna uppsafnaðs leyfis sem hann hefði ekki átt tök á að nýta í starfi borgarstjóra. Dagur lét af störfum sem borgarstjóri um áramótin eftir tíu ára starf. Hann hefur sagt að greiðslan sé fyrir 48 orlofsdaga sem nái þá eitt og hálft ár aftur í tímann, miðað við þrjátíu daga orlofsrétt. Dagur tjáði sig um umfjöllun Morgunblaðsins á föstudag. Blaðið sé í allt öðrum leiðangri „Ef Morgunblaðið væri eðlilegt blað sem ynni eftir siðareglum og hefðbundnum faglegum viðmiðum í blaðamennsku hefði það þegar í gærkvöld leiðrétt fréttir sínar um að orlofsmál mín væru einstök eftir að RÚV birti frétt sína og gögn um orlofsuppgjör annarra sveitarstjóra og forsætisráðherra. Blaðið hefði í síðasta lagi átt að gera það í morgun. Að fenginn reynslu geri ég mér engar vonir um það. Ritstjórn blaðsins hefur fyrir löngu vikið til hliðar þessum vinnubrögðum sem myndu kalla á skýrar leiðréttingar á forsíðu – þar sem fréttin birtist í helgarblaðinu um að mál mitt væri einsdæmi. Blaðið er í allt öðrum leiðangri og hann tengist ekki blaðamennsku,“ sagði Dagur fyrir helgi. „Fréttir Morgunblaðsins síðustu daga og vinnubrögðin þeim að baki undirstrika einnig að það er mikilvægt að aðrir fjölmiðlar og almenningur átti sig á því að þetta gamla blað er breytt. Það er ekki hægt að taka upp eða vísa í umfjöllun blaðsins um mál sem tengjast pólitík eða þjóðmálum án þess að gera sjálfstæða athugun á heimildum eða efnisatriðum. Því miður eru líkur á að þetta muni frekar versna en batna nú í aðdraganda þingkosninga.“ „Yfirgengilega orlofssugan“ Í leiðara Morgunblaðsins á föstudag var Dagur kallaður „yfirgengilega orlofssugan“. „Getum við virkilega ekki staðið saman um að uppnefni eigi ekki heima í opinberri umræðu? Eða aðrir verstu siðir sem sjást í stjórnmálaumræðu heimsins. Lesendur og almenningur hljóta að þurfa að taka afstöðu til þess. Og við þurfum að svara því: viljum við virkilega flytja inn svona umræðu-ósiði til Íslands?“ Hann segir Morgunblaðið gjörbreytt frá því sem áður var og beinir þar spjótum sínum að ritstjórunum Davíð Oddssyni og Haraldi Johannessen. „Ritstjórnargreinar, leiðarar og Staksteinar eru á vægast sagt lágu plani og það sem verra er: Í ákveðnum tegundum frétta og umfjöllunar blasir við að blaðið hefur ýtt faglegum og hefðbundnum vinnubrögðum blaðamennsku til hliðar í þágu pólitískra markmiða og til að þjóna lund og ólund ritstjóra og lítils hóps blaðamanna sem eitra út frá sér. Ég finn til með fagfólkinu sem er sannarlega fjölmargt og vinnur enn á blaðinu. Það hlýtur að hugsa sitt.“ Eldrauður með epli í munni Dagur var meðal þeirra sem hljóp í Reykjavíkurmaraþoninu um helgina. Hann greinir frá því í færslu á Facebook í morgun að mynd sem hann birti á Facebook um helgina hafi verið birt með Staksteinum dagsins. Líkast til honum til háðungar. „Morgunblaðið er staðráðnara en nokkru sinni fyrr í að verða að athlægi og verður hlægilegra og hlægilegra með hverjum deginum. Í staðinn fyrir að leiðrétta (vísvitandi?) rangar fréttir sínar um orlofsmál í samræmi við hefðbundin vinnubrögð í blaðamennsku og siðareglur Blaðamannafélagsins nær hallærisgangurinn nýjum hæðum í blaði dagsins,“ segir Dagur. „Mogginn tekur mynd sem ég birti á facebook um helgina - sjálfum mér og vinum mínum til skemmtunar - þar sem ég var að borða epli, eldrauður í framan, nýkominn í mark eftir Reykjavíkurmaraþonið. Ég notaði þau orð að fólk þyrfti að passa sig á að borða ekki epli á myndum og líkti sjálfum mér við teiknimyndahetjuna Shrek.“ Dagur birtir myndina á Facebook-fylgjendum sínum til upplýsinga. „Mogginn tók þessa mynd ófrjálsri hendi, klippti vini mína út af henni og birtir hana án skýringa í dag með Staksteinum! Það á væntanlega að vera mér til háðungar. Óskaplega líður blaðinu illa. Er enginn fullorðinn með fullu viti sem vinnur þarna?“ Hann segir myndbirtinguna eitt af mörgu sem undirstriki það niðurlægingarskeið sem þetta gamla blað sé að ganga í gegnum. „Ónefnin og lágkúran í leiðurum er annar kapituli. En svo hugsað sé í lausnum: Kannski á myndasmiðurinn að fá greitt fyrir þessa myndbirtingu? Veit einhver um það? Væri alla vega sniðugt ef sú greiðsla gæti runnið til Unicef og í neyðarsöfnun vegna barnanna á Gaza en ég hljóp til styrktar þeim á laugardaginn. Aðstandendum Morgunblaðsins sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur.“
Fjölmiðlar Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira