Enski boltinn

Stefán Teitur eini Ís­lendingurinn sem komst á­fram

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Stefán Teitur og liðsfélagar í Preston flugu áfram.
Stefán Teitur og liðsfélagar í Preston flugu áfram. Ian Cook/Getty Images

Stefán Teitur Þórðarson var eini Íslendingurinn komst áfram í enska deildarbikarnum í knattspyrnu í kvöld en alls voru fimm Íslendingalið í eldlínunni.

Skagamaðurinn spilaði 73 mínútur á miðri miðju Preston North End þegar liðið lagði Harrogate örugglega 5-0 á útivelli. Harrogate leikur í League 2 eða D-deildinni á meðan Stefán Teitur og félagar eru í B-deildinni.

Annar Skagamaður, Arnór Sigurðsson, var lék allan leikinn á vinstri vængnum þegar Blackburn Rovers tapaði gríðarlega óvænt fyrir Blackpool á heimavelli. Heimamenn komust yfir í fyrri hálfleik en tvö mörk frá gestunum undir lok leiks skutu þeim áfram.

Jason Daði Svanþórsson lék 67 mínútur þegar Grimsby, sem leikur í D-deildinni, steinlá fyrir Sheffield Wednesday, sem leikur í B-deildinni. 

Heimamenn í Grimsby skoruðu eina mark fyrri hálfleiks en gestirnir svöruðu með fimm mörkum í síðari hálfleik og flugu því áfram, lokatölur 1-5.

Guðlaugur Victor Pálsson var ekki í leikmannahóp Plymouth Argyle sem mátti þola 2-0 tap gegn Watford. Bæði lið leika í B-deildinni.

Þá lék Willum Þór Willumsson allan leikinn þegar Birmingham City, sem leikur í ensku C-deildinni, tapaði 2-0 á heimavelli fyrir Fulham sem leikur í úrvalsdeildinni. Raul Jimenez og Jay Stansfield skoruðu mörk Fulham með fjögurra mínútna millibili í fyrri hálfleik.

Alfons Sampsted kom inn af bekknum hjá Birmingham þegar 17 mínútur voru til loka venjulegs leiktíma.

Önnur úrslit

  • Brighton & Hove Albion 4-0 Crawley
  • Everton 3-0 Doncaster Rovers
  • Leicester City 4-0 Tranmere Rovers
  • Crystal Palace 4-0 Norwich City



Fleiri fréttir

Sjá meira


×