Spánverjar rekja „úldna eggjalykt“ til eldgossins Ólafur Björn Sverrisson skrifar 27. ágúst 2024 21:45 Gosmóðan hefur sést víða hér á landi og að öllum líkindum borist suður á bóginn til Spánar. vísir Sérfræðingur í loftgæðamálum segir það vel geta gerst að gosmóða geti borist suður á bóginn og jafnvel til Spánar. Þar í landi kvarta menn undan „úldinni eggjalykt“ sem er rakin til eldgossins á Reykjanesskaga. Á vef Spanish News Today er það fullyrt að fnykur hafi borist til sjálfstjórnarhéraðsins Galacia, Cantabria og til Baskalands. „Það getur alveg verið til í dæminu, að þetta berist langar leiðir,“ segir Þorsteinn Jóhannsson hjá Umhverfisstofnun sem var spurður út í málið í Reykjavík síðdegis. „Ég var nú samt bara að frétta af þessu núna.“ „Í þessu gosi núna var að mælast toppur í Edinborg í Skotlandi. Í síðasta gosi var hæsti toppur sem mældist á mælistöð líka í Edinborg og það var rakið hingað. Þá voru sömu aðstæður, norðanátt og þá getur þetta boris,“ segir Þorsteinn sem hafði ekki heyrt af því að mengunin hefði borist til Spánar. „Þetta rignir á endanum niður í sjóinn og skolast út,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn útskýrir einnig hvað valdi því að mikil gosmóða hafi myndast síðustu daga. „Þetta er upprunnið úr gosinu. Þaðan kemur SO2-gas, sem er ekki sýnilegt en það hvarfast við súrefni og verður SO4, og þá sést það betur. Fólk getur fundið sviða í augum og hálsi, þetta er meira ertandi efni þó þetta sé ekki hættulegt núna. En fólk sem er viðkvæmt fyrir getur fundið meira fyrir þessu, með astma og slíkt.“ Gosmengunin hefur sést víða suðvestanlands og á Suðurlandi. „Þetta er gamall gosmökkur, sem fór út á haf í norðanáttinni en er svo búið að taka U-beygju með lægð og kemur til baka. Þá er mest allt SO2 búið að hvarfast við SO4 og þá verður þetta sýnilegri mökkur.“ Þorsteinn segir það að hafa glugga lokaða aðeins hjálpa til styttri tíma. Gildi hafi hins vegar ekki farið yfir heilsuverndarmörk hingað til. „Þetta er í raun meira ertandi svifryk en þetta venjulega svifryk sem mörkin eru sett á. Því finnur fólk meira fyrir þessu. Þetta er sennilega versta tegundin af svifryki. Hann segir að ef veðurspá gangi eftir ætti gosmóðan að kveðja seinnipartinn á morgun með norðanátt. Spánn Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Innlent Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Erlent Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Breytingar á Menningarnótt: Hlaupaleiðum breytt og tónleikum ljúki fyrr Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Sjá meira
Á vef Spanish News Today er það fullyrt að fnykur hafi borist til sjálfstjórnarhéraðsins Galacia, Cantabria og til Baskalands. „Það getur alveg verið til í dæminu, að þetta berist langar leiðir,“ segir Þorsteinn Jóhannsson hjá Umhverfisstofnun sem var spurður út í málið í Reykjavík síðdegis. „Ég var nú samt bara að frétta af þessu núna.“ „Í þessu gosi núna var að mælast toppur í Edinborg í Skotlandi. Í síðasta gosi var hæsti toppur sem mældist á mælistöð líka í Edinborg og það var rakið hingað. Þá voru sömu aðstæður, norðanátt og þá getur þetta boris,“ segir Þorsteinn sem hafði ekki heyrt af því að mengunin hefði borist til Spánar. „Þetta rignir á endanum niður í sjóinn og skolast út,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn útskýrir einnig hvað valdi því að mikil gosmóða hafi myndast síðustu daga. „Þetta er upprunnið úr gosinu. Þaðan kemur SO2-gas, sem er ekki sýnilegt en það hvarfast við súrefni og verður SO4, og þá sést það betur. Fólk getur fundið sviða í augum og hálsi, þetta er meira ertandi efni þó þetta sé ekki hættulegt núna. En fólk sem er viðkvæmt fyrir getur fundið meira fyrir þessu, með astma og slíkt.“ Gosmengunin hefur sést víða suðvestanlands og á Suðurlandi. „Þetta er gamall gosmökkur, sem fór út á haf í norðanáttinni en er svo búið að taka U-beygju með lægð og kemur til baka. Þá er mest allt SO2 búið að hvarfast við SO4 og þá verður þetta sýnilegri mökkur.“ Þorsteinn segir það að hafa glugga lokaða aðeins hjálpa til styttri tíma. Gildi hafi hins vegar ekki farið yfir heilsuverndarmörk hingað til. „Þetta er í raun meira ertandi svifryk en þetta venjulega svifryk sem mörkin eru sett á. Því finnur fólk meira fyrir þessu. Þetta er sennilega versta tegundin af svifryki. Hann segir að ef veðurspá gangi eftir ætti gosmóðan að kveðja seinnipartinn á morgun með norðanátt.
Spánn Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Innlent Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Erlent Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Breytingar á Menningarnótt: Hlaupaleiðum breytt og tónleikum ljúki fyrr Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Sjá meira