Rekstrarhagnaður Sýnar nam 169 milljónum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 28. ágúst 2024 19:52 Árshlutareikningur samstæðu Sýnar hf. fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2024 var samþykktur á stjórnarfundi 28. ágúst. Vísir/Hanna Rekstrarhagnaður Sýnar hf. nam 169 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2024, samanborið við 1.002 milljónir á sama tímabili í fyrra. Tap eftir skatta á tímabilinu nam 339 milljónum samanborið við 483 milljón króna hagnað í fyrra. Árangurinn er í fullu samræmi við útgefna afkomuspá, að því er kemur fram í tilkynningu. Fram kemur að munurinn milli ára skýrist helst af breytilegum tekjum af IoT þjónustu annars vegar og afskrifta sem voru lægri vegna endursamninga við birgja hins vegar, samtals upp á 706 m.kr. Greint verður ítarlegar frá þessu í fjárfestakynningu sem birt verður fyrir fjárfestafund sem haldinn verður fimmtudaginn 29. ágúst kl 08:30. Árangur í samræmi við afkomuspá „Árangur félagsins á fyrri helmingi ársins er í fullu samræmi við forsendur afkomuspár fyrir árið 2024 sem félagið birti 2. júlí síðastliðinn og gerir ráð fyrir að rekstrarhagnaður, án nokkurra leiðréttinga vegna einskiptiskostnaðarliða, verði á bilinu 900 til 1.100 m.kr,“ segir í tilkynningu. Þá telja stjórnendur félagsins að full ástæða sé til að ætla að áætlun félagsins fyrir árið 2024 standist, og gera þeir jafnframt ráð fyrir verulegum jákvæðum viðsnúningi á sjóðstreymi frá rekstri félagsins á seinni helmingi ársins. „Félagið er á réttri leið með að ná skilvirknimarkmiðum sínum um að skila 6-800 m.kr. í rekstrarbata á ársgrundvelli á síðari hluta ársins 2024. Rekstrarbatinn ætti að skila félaginu 1.500-1.700 m.kr. í rekstrarhagnað (EBIT) á árinu 2025 án tillits til annara verkefna sem koma inn á því ári.“ Tekjur af fjölmiðlastarfsemi og þjónustutekjur á uppleið Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar, segir að Sýn hafi náð góðum árangri á lykilsviðum. Tekjur af fjölmiðlastarfsemi og þjónustutekjur séu á góðri uppleið, og fyrirtækið sjái jákvæða þróun í fjölda viðskiptavina í IoT þrátt fyrir tímabundinn samdrátt í tekjum. „Samanburður á fyrri helmingi ársins 2024 við sama tímabil 2023 tekur mið af nokkrum sértækum þáttum, meðal annars lægri IoT tekjum, hraðari afskriftum sýningarétta og jákvæðum áhrifum afskrifta í endursamningi við erlendan birgja á síðasta ári. Þessir þættir gera samanburð á milli ára nokkuð flókinn,“ segir Herdís. „Við höfum metnaðarfull áform fyrir komandi misseri og erum að vinna markvisst að mótun nýrrar stefnu sem verður kynnt fyrir markaðnum á fjárfestadegi Sýnar þann 7. nóvember næstkomandi. Áherslan verður á skilvirkni, vöxt og samvinnu sem eru helstu drifkraftar vegferðar okkar til framtíðar,“ segir Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar. Vísir er í eigu Sýnar Sýn Kauphöllin Fjarskipti Fjölmiðlar Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Fram kemur að munurinn milli ára skýrist helst af breytilegum tekjum af IoT þjónustu annars vegar og afskrifta sem voru lægri vegna endursamninga við birgja hins vegar, samtals upp á 706 m.kr. Greint verður ítarlegar frá þessu í fjárfestakynningu sem birt verður fyrir fjárfestafund sem haldinn verður fimmtudaginn 29. ágúst kl 08:30. Árangur í samræmi við afkomuspá „Árangur félagsins á fyrri helmingi ársins er í fullu samræmi við forsendur afkomuspár fyrir árið 2024 sem félagið birti 2. júlí síðastliðinn og gerir ráð fyrir að rekstrarhagnaður, án nokkurra leiðréttinga vegna einskiptiskostnaðarliða, verði á bilinu 900 til 1.100 m.kr,“ segir í tilkynningu. Þá telja stjórnendur félagsins að full ástæða sé til að ætla að áætlun félagsins fyrir árið 2024 standist, og gera þeir jafnframt ráð fyrir verulegum jákvæðum viðsnúningi á sjóðstreymi frá rekstri félagsins á seinni helmingi ársins. „Félagið er á réttri leið með að ná skilvirknimarkmiðum sínum um að skila 6-800 m.kr. í rekstrarbata á ársgrundvelli á síðari hluta ársins 2024. Rekstrarbatinn ætti að skila félaginu 1.500-1.700 m.kr. í rekstrarhagnað (EBIT) á árinu 2025 án tillits til annara verkefna sem koma inn á því ári.“ Tekjur af fjölmiðlastarfsemi og þjónustutekjur á uppleið Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar, segir að Sýn hafi náð góðum árangri á lykilsviðum. Tekjur af fjölmiðlastarfsemi og þjónustutekjur séu á góðri uppleið, og fyrirtækið sjái jákvæða þróun í fjölda viðskiptavina í IoT þrátt fyrir tímabundinn samdrátt í tekjum. „Samanburður á fyrri helmingi ársins 2024 við sama tímabil 2023 tekur mið af nokkrum sértækum þáttum, meðal annars lægri IoT tekjum, hraðari afskriftum sýningarétta og jákvæðum áhrifum afskrifta í endursamningi við erlendan birgja á síðasta ári. Þessir þættir gera samanburð á milli ára nokkuð flókinn,“ segir Herdís. „Við höfum metnaðarfull áform fyrir komandi misseri og erum að vinna markvisst að mótun nýrrar stefnu sem verður kynnt fyrir markaðnum á fjárfestadegi Sýnar þann 7. nóvember næstkomandi. Áherslan verður á skilvirkni, vöxt og samvinnu sem eru helstu drifkraftar vegferðar okkar til framtíðar,“ segir Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar. Vísir er í eigu Sýnar
Sýn Kauphöllin Fjarskipti Fjölmiðlar Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira