Fyrsti hópur Heimis í dramatísku myndbandi: „Forn rígur endurvakinn“ Sindri Sverrisson skrifar 29. ágúst 2024 11:49 Evan Ferguson, framherji Brighton, er á meðal leikmanna í írska hópnum hans Heimis Hallgrímssonar. Getty/Tim Clayton Heimir Hallgrímsson hefur tilkynnt sinn fyrsta landsliðshóp sem þjálfari írska karlalandsliðsins í fótbolta. Óhætt er að segja að Heimir hefji störf á alvöru slag því fyrsti leikur Íra undir hans stjórn verður á heimavelli gegn Englandi. „Forn rígur endurvakinn,“ segir meðal annars í dramatísku myndbandi sem írska knattspyrnusambandið sendi frá sér núna í hádeginu, þegar hópurinn var tilkynntur. Leikurinn við England er laugardaginn 7. september, og verður sýndur á Vodafone Sport, og þremur dögum síðar taka Írar á móti Grikkjum. Heimir hefur áður sagt að við val á fyrsta hópnum sínum myndi hann fyrst og fremst horfa til þess sem aðstoðarmenn hans, John O'Shea og Paddy McCarthy, hefðu að segja. O'Shea stýrði írska liðinu tímabundið eftir að Stephen Kenny var kvaddur í lok síðasta árs. Kynningarmyndband á írska hópnum má sjá hér að neðan. An old rivalry renewed.Your Ireland squad to face England & Greece 🇮🇪 pic.twitter.com/XAirbxn34x— Ireland Football ⚽️🇮🇪 (@IrelandFootball) August 29, 2024 Á meðal leikmanna í hópnum er hinn 22 ára gamli Kasey McAteer, kantmaður Leicester, sem er í fyrsta sinn gjaldgengur eftir staðfestingu FIFA. Hann skoraði sjö mörk fyrir Leicester þegar liðið vann sig upp í ensku úrvalsdeildina á síðustu leiktíð. Fyrirliðinn Seamus Coleman úr Everton og framherjinn Evan Ferguson úr Brighton eru einnig í hópnum. Hópinn í heild má sjá hér að neðan: Markmenn: Caoimhin Kelleher (Liverpool), Mark Travers (AFC Bournemouth), Max O'Leary (Bristol City). Varnarmenn: Seamus Coleman (Everton), Matt Doherty (Wolverhampton Wanderers), Dara O'Shea (Ipswich Town), Nathan Collins (Brentford), Jake O'Brien (Everton), Andrew Omobamidele (Nottingham Forest), Liam Scales (Celtic), Callum O'Dowda (Cardiff City), Robbie Brady (Preston North End). Miðjumenn: Will Smallbone (Southampton), Jayson Molumby (West Bromwich Albion), Alan Browne (Sunderland), Jason Knight (Bristol City), Kasey McAteer (Leicester City). Sóknarmenn: Adam Idah (Celtic), Evan Ferguson (Brighton and Hove Albion), Sammie Szmodics (Ipswich Town), Chiedozie Ogbene (Ipswich Town), Callum Robinson (Cardiff City), Troy Parrott (AZ Alkmaar). Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Í beinni: Tottenham - Nott. Forest | Gestirnir á góðum stað FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Sjá meira
Óhætt er að segja að Heimir hefji störf á alvöru slag því fyrsti leikur Íra undir hans stjórn verður á heimavelli gegn Englandi. „Forn rígur endurvakinn,“ segir meðal annars í dramatísku myndbandi sem írska knattspyrnusambandið sendi frá sér núna í hádeginu, þegar hópurinn var tilkynntur. Leikurinn við England er laugardaginn 7. september, og verður sýndur á Vodafone Sport, og þremur dögum síðar taka Írar á móti Grikkjum. Heimir hefur áður sagt að við val á fyrsta hópnum sínum myndi hann fyrst og fremst horfa til þess sem aðstoðarmenn hans, John O'Shea og Paddy McCarthy, hefðu að segja. O'Shea stýrði írska liðinu tímabundið eftir að Stephen Kenny var kvaddur í lok síðasta árs. Kynningarmyndband á írska hópnum má sjá hér að neðan. An old rivalry renewed.Your Ireland squad to face England & Greece 🇮🇪 pic.twitter.com/XAirbxn34x— Ireland Football ⚽️🇮🇪 (@IrelandFootball) August 29, 2024 Á meðal leikmanna í hópnum er hinn 22 ára gamli Kasey McAteer, kantmaður Leicester, sem er í fyrsta sinn gjaldgengur eftir staðfestingu FIFA. Hann skoraði sjö mörk fyrir Leicester þegar liðið vann sig upp í ensku úrvalsdeildina á síðustu leiktíð. Fyrirliðinn Seamus Coleman úr Everton og framherjinn Evan Ferguson úr Brighton eru einnig í hópnum. Hópinn í heild má sjá hér að neðan: Markmenn: Caoimhin Kelleher (Liverpool), Mark Travers (AFC Bournemouth), Max O'Leary (Bristol City). Varnarmenn: Seamus Coleman (Everton), Matt Doherty (Wolverhampton Wanderers), Dara O'Shea (Ipswich Town), Nathan Collins (Brentford), Jake O'Brien (Everton), Andrew Omobamidele (Nottingham Forest), Liam Scales (Celtic), Callum O'Dowda (Cardiff City), Robbie Brady (Preston North End). Miðjumenn: Will Smallbone (Southampton), Jayson Molumby (West Bromwich Albion), Alan Browne (Sunderland), Jason Knight (Bristol City), Kasey McAteer (Leicester City). Sóknarmenn: Adam Idah (Celtic), Evan Ferguson (Brighton and Hove Albion), Sammie Szmodics (Ipswich Town), Chiedozie Ogbene (Ipswich Town), Callum Robinson (Cardiff City), Troy Parrott (AZ Alkmaar).
Markmenn: Caoimhin Kelleher (Liverpool), Mark Travers (AFC Bournemouth), Max O'Leary (Bristol City). Varnarmenn: Seamus Coleman (Everton), Matt Doherty (Wolverhampton Wanderers), Dara O'Shea (Ipswich Town), Nathan Collins (Brentford), Jake O'Brien (Everton), Andrew Omobamidele (Nottingham Forest), Liam Scales (Celtic), Callum O'Dowda (Cardiff City), Robbie Brady (Preston North End). Miðjumenn: Will Smallbone (Southampton), Jayson Molumby (West Bromwich Albion), Alan Browne (Sunderland), Jason Knight (Bristol City), Kasey McAteer (Leicester City). Sóknarmenn: Adam Idah (Celtic), Evan Ferguson (Brighton and Hove Albion), Sammie Szmodics (Ipswich Town), Chiedozie Ogbene (Ipswich Town), Callum Robinson (Cardiff City), Troy Parrott (AZ Alkmaar).
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Í beinni: Tottenham - Nott. Forest | Gestirnir á góðum stað FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Sjá meira