Ekki tímabært að velta fyrir sér manndrápi af gáleysi Tómas Arnar Þorláksson skrifar 29. ágúst 2024 15:38 Breiðamerkurjökull, degi eftir að banaslysið átti sér stað. Vísir/Vilhelm Rannsókn varðandi banaslys á Breiðamerkurjökli, þegar einn lést og einn slasaðist á sunnudaginn eftir íshrun, miðar vel áfram. Þetta segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við Vísi og bætir við að of snemmt sé að segja til um hvort málið verði rannsakað sem manndráp af gáleysi en að lögreglan haldi öllu opnu er varðar málið og að allt sé kannað. Rannsaka öll mál til sýknu og sektar Lögreglan hafi ekki grun um að eitthvað sakhæft hafi átt sér stað að svo stöddu en rannsaki öllu mál hlutlaust, til sýknu og sektar. „Það er bara engan veginn tímabært að velta því fyrir sér. Það kemur bara í ljós seinna þegar að við erum komnir með allar upplýsingar sem við þurfum til að taka einhverjar svoleiðis ákvarðanir.“ Lögreglan haldi áfram að ræða við fólk um aðdraganda slyssins en jafnframt er beðið eftir ýmis konar gögnum. Engin staðfesting barst frá fyrirtækinu Slysið átti sér stað í ferð Ice Pic Journeys þegar að 23 manna hópur heimsótti íshellinn með bagalegum afleiðingum. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru nokkur fyrirtæki með skipulagða ferð í íshellinn þennan dag og fjöldi fólks sem hafði verið í hellinum áður en að íshrunið varð. Upprunalega var talið að 25 manns hafi verið í ferð Ice Pic Journeys. Þegar búið var að fjarlægja allan ís á leitarsvæðinu kom þó í ljós að bókunarlisti frá fyrirtækinu hafi verið rangur og 23 verið í ferðinni en ekki 25. Sveinn segir að lögregla hafi ekki fengið staðfesta leiðréttingu frá fyrirtækinu varðandi fjölda í ferðinni fyrr en upp úr klukkan þrjú á mánudeginum þegar að lögreglan var búin að leita af sér allan grun. Það hafi ekki borist nein staðfesting frá fyrirtækinu að 23 hafi verið í ferðinni. Slys á Breiðamerkurjökli Vatnajökulsþjóðgarður Lögreglumál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira
Þetta segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við Vísi og bætir við að of snemmt sé að segja til um hvort málið verði rannsakað sem manndráp af gáleysi en að lögreglan haldi öllu opnu er varðar málið og að allt sé kannað. Rannsaka öll mál til sýknu og sektar Lögreglan hafi ekki grun um að eitthvað sakhæft hafi átt sér stað að svo stöddu en rannsaki öllu mál hlutlaust, til sýknu og sektar. „Það er bara engan veginn tímabært að velta því fyrir sér. Það kemur bara í ljós seinna þegar að við erum komnir með allar upplýsingar sem við þurfum til að taka einhverjar svoleiðis ákvarðanir.“ Lögreglan haldi áfram að ræða við fólk um aðdraganda slyssins en jafnframt er beðið eftir ýmis konar gögnum. Engin staðfesting barst frá fyrirtækinu Slysið átti sér stað í ferð Ice Pic Journeys þegar að 23 manna hópur heimsótti íshellinn með bagalegum afleiðingum. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru nokkur fyrirtæki með skipulagða ferð í íshellinn þennan dag og fjöldi fólks sem hafði verið í hellinum áður en að íshrunið varð. Upprunalega var talið að 25 manns hafi verið í ferð Ice Pic Journeys. Þegar búið var að fjarlægja allan ís á leitarsvæðinu kom þó í ljós að bókunarlisti frá fyrirtækinu hafi verið rangur og 23 verið í ferðinni en ekki 25. Sveinn segir að lögregla hafi ekki fengið staðfesta leiðréttingu frá fyrirtækinu varðandi fjölda í ferðinni fyrr en upp úr klukkan þrjú á mánudeginum þegar að lögreglan var búin að leita af sér allan grun. Það hafi ekki borist nein staðfesting frá fyrirtækinu að 23 hafi verið í ferðinni.
Slys á Breiðamerkurjökli Vatnajökulsþjóðgarður Lögreglumál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira