Innlent

Fallist á kröfu um á­fram­haldandi gæslu­varð­hald

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Frá Neskaupstað.
Frá Neskaupstað. Vísir/Vilhelm

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á kröfu lögreglustjórans á Austurlandi um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um að hafa orðið hjónum að bana í Neskaupstað í síðustu viku. Krafan nær til 6. september næstkomandi. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Áður hefur komið fram að lögregla hafi gert kröfu um geðrannsókn á hinum grunaða. Þegar hefur verið fallist á þá kröfu. Eldri gæsluvarðhaldsúrskurður rann úr gildi í dag. 

Eldri hjón fundust látin á heimili sínu í Neskaupstað fyrir viku síðan og sama dag var maður handtekinn í Reykjavík grunaður um banatilræðið. Að sögn lögreglu hefur rannsókn málsins miðað vel. Krafa um áframhaldandi gæsluvarðhald hafi verið lögð fram með tilliti til rannsóknarhagsmuna.


Tengdar fréttir

Hinn grunaði ógæfumaður sem íbúar höfðu áhyggjur af

Tengsl hins grunaða við hjón á áttræðisaldri sem fundust látin í Neskaupstað á fimmtudag, voru hvorki mikil né djúp eftir því sem lögregla kemst næst þótt enn sé unnið að því að upplýsa um þann þátt málsins. Niðurstöður krufninga munu liggja fyrir fljótlega.

Maðurinn handtekinn eftir að honum var veitt eftirför

Viðbúnaður lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og sérsveit ríkislögreglustjóra á Snorrabraut í dag þar sem maður var handtekinn tengist atburði í Neskaupstað þar sem tveir fundust látnir í heimahúsi í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×