Bíða enn eftir fyrsta sigri Maresca á Stamford Bridge

Ebere Eze fagnar jöfnunarmarki sínu fyrir Crystal Palace á Stamford Bridge í dag.
Ebere Eze fagnar jöfnunarmarki sínu fyrir Crystal Palace á Stamford Bridge í dag. Getty/ Sebastian Frej

Chelsea og Crystal Palace gerðu 1-1 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar Lundúnaliðin mættust á Stamford Bridge.

Þetta var fyrsta stig Palace liðsins á tímabilinu eftir tap í fyrstu tveimur leikjunum.

Enzo Maresca, sem er á fyrsta ári sem knattspyrnustjóri Chelsea, þarf aftur á móti að bíða lengur eftir fyrsta heimasigrinum en Chelsea tapaði á móti Manchester City í fyrstu umferðinni.

Chelsea vann 6-2 sigur á Úlfunum á útivelli um síðustu helgi og komst í 1-0 í dag með marki frá Nicolas Jackson á 25. mínútu.

Jackson skoraði þá af mjög stuttu færi eftir stoðsendingu frá Cole Palmer og góðan undirbúning Noni Madueke.

Palace menn sluppu síðan vel í byrjun seinni hálfleiks þegar Will Hughes togaði niður Cole Palmer rétt fyrir utan teiginn. Hughes var með spjald á bakinu.

Oliver Glasner, stjóri Crystal Palace, skipti Hughes af velli aðeins nokkrum mínútum síðar.

Palace slapp með skrekkinn og jafnaði síðan metin aðeins sex mínútum síðar. Eberechi Eze fékk boltann fyrir utan teig og lagði hann upp í fjærhornið með hnitmiðuðu og flottu skoti.

Góð barátta Palace manna kom þeim aftur inn í leikinn og tryggði þeim stig. Chelsea mönnum fannst örugglega á sér brotið og sjá þetta sem tvö töpuð stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira