Íslenski boltinn

Rúnar Páll: Ætluðum ekki að hleypa þessu upp í ein­hverja vit­leysu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, á hliðarlínunni.
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, á hliðarlínunni. Vísir/Pawel

Fylkismenn náðu ekki að sækja sigur á Ísafjörð í dag og komast þar með upp fyrir Vestra og upp úr fallsæti.

„Þetta var sérstakur leikur. Þetta var svolítið miðjuþóf og barátta en engin færi. Fá alla vega,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, eftir leikinn.

„Ég veit ekki hvað ég á að segja. Þetta var erfiður útivöllur og við fengum hér eitt stig. Við sættum okkur við það,“ sagði Rúnar Páll.

„Við hefðum getað nýtt leikstjórnina okkar betur og það voru fullt af möguleikum í fyrirgjöfum og öðru slíku. Hornspyrnur í fyrri hálfleik með vindinum sem við nýttum illa,“ sagði Rúnar.

„Þetta snerist bara um baráttuna og kraftinn inn á vellinum. Ekki að hleypa þessu upp í einhverja vitleysu. Mér fannst við gera margt ágætt í þessum leik en þetta var ekkert skemmtilegasti leikurinn í heimi ég viðurkenni það alveg,“ sagði Rúnar.

„Þetta var stöðubarátta og ég held að jafntefli séu sanngjörn úrslit miðað við það hvernig leikurinn þróaðist,“ sagði Rúnar Páll að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×