Húseigendur og leigjendur vilja nýja löggjöf og kalla eftir samráði Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. september 2024 21:00 Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Samtaka leigjenda og Hildur Ýr Viðarsdóttir lögmaður og formaður Húseigendafélagsins eru afar óánægð með breytingar á húsaleigulöggjöf. Þau kalla eftir nýrri löggjöf. Vísir/Sigurjón Leigjendur og húseigendur lýsa yfir mikilli óánægju með breytingu á húsaleigulögum. Forsvarsfólk þeirra segir að lítið sem ekkert samráð hafi verið haft við þau meðan lögin voru í smíðum. Kallað er eftir nýrri húsaleigulöggjöf. Ný húsaleigulög tóku gildi í gær og er ætlað að bæta réttarstöðu leigjenda og auka húsnæðisöryggi. Það er hins vegar lítil ánægja með þessi lög. Leigjendur gagnrýna til dæmis að nú geti leigusali hækkað leigu þegar rekstrarkostnaður hækkar eða ef hann vill samræma leiguverð við markaðsverð. Á sama tíma eru húseigendur ósáttir við að þrengt sé að hækkunum á leiguverði með nýjum ákvæðum. Hildur Ýr Viðarsdóttir lögmaður og formaður Húseigendafélagsins segir að breytingarnar geti haft neikvæð áhrif á framboð á leiguhúsnæði. „Við lýsum yfir óánægju með að það sé verið að leggja of miklar skyldur á leigusala. Við höfum bent á að leigusalar eru að mestu leyti einstaklingar. Ef það er verið að leggja of miklar skyldur á þá getur það leitt til þess að einstaklingar vilja ekki leigja út eignirnar sínar og þar með er hætta á að framboð dragist saman. Samandregið eru með nýjum lögum lagðar verulegar skyldur á leigusala, sem varða fjárhæð leiguverðs, forgangsrétt og uppsögn á ótímabundnum samningum,“ segir Hildur. Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Samtaka leigjenda segir lögin mikil vonbrigði. „Við hefðum viljað sjá að það hefði verið tekið hart á hækkunum á húsaleigu. Leiguverð yrði jafnvel leiðrétt. Það yrðu teknar upp útreikningsreglur um hvað er sanngjörn húsaleiga. En ekki að okurleiga yrði lögfest eins og í þessum lögum,“ segir Guðmundur. Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Samtaka leigjenda og Hildur Ýr Viðarsdóttir lögmaðru og formaður Húseigendafélagsins.Vísir/Sigurjón Lítið sem ekkert samráð Þau Hildur og Guðmundur segja bæði að ekki hafi verið tillit til umsagna þeirra hagsmunasamtaka við undirbúning laganna og lítið sem ekkert samráð hafi verið haft í ferlinu. Þau segja nauðsynlegt að gjörbylta húsaleigulöggjöfinni. „Það er kominn tími á heildarendurskoðun þessara laga. Ekki vera að gera smá breytingar fram og til baka,“ segir Hildur. Það þurfi að efla samtal og samráð og fá hagsmunaaðila að borðinu við lagasmíðina. „Það þarf að hafa lögin og regluverkið skýrt. Það þjónar hagsmunum allra. Þá þarf að hlusta á mismunandi hagsmunahópa,“ segir Hildur. Guðmundur tekur undir þetta. „Hver vill búa í samfélagi þar sem fjörutíu þúsund heimili eru rekin út á Guð og gaddinn í sífelldu húsnæðisóöryggi? Ég hef ekki nokkra trú á því að félagar í húseigendafélaginu vilji búa í samfélagi þar sem svona mörg heimili búa við slíkt óöryggi,“ segir Guðmundur. Húsnæðismál Leigumarkaður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Innlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Innlent Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Innlent Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Innlent „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Innlent Lélegur árangur í PISA vegna símanotkunar og einkunnaverðbólgu Innlent Fleiri fréttir Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Lélegur árangur í PISA vegna símanotkunar og einkunnaverðbólgu „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Gæsluvarðhald tveggja stytt um tvær vikur Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Umdeildu trén á bak og burt og spennandi möguleikar í stöðunni Vendingar í nýrri könnun, fjölskyldu hótað og vorboði Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Skipstjóri Höddu hafi ekki gætt að sér Jón Trausti tekur við ritstjórninni af föður sínum Var skylt að afhenda Brúneggjagögnin eftir allt saman Áfrýjaði og fékk mun þyngri dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur Ekkert bendi til að vatnið sé óneysluhæft Hvert og eitt sveitarfélag ákveður laun sinna bæjarstjóra „Fall er fararheill“ Börn upplifi sig vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Sjá meira
Ný húsaleigulög tóku gildi í gær og er ætlað að bæta réttarstöðu leigjenda og auka húsnæðisöryggi. Það er hins vegar lítil ánægja með þessi lög. Leigjendur gagnrýna til dæmis að nú geti leigusali hækkað leigu þegar rekstrarkostnaður hækkar eða ef hann vill samræma leiguverð við markaðsverð. Á sama tíma eru húseigendur ósáttir við að þrengt sé að hækkunum á leiguverði með nýjum ákvæðum. Hildur Ýr Viðarsdóttir lögmaður og formaður Húseigendafélagsins segir að breytingarnar geti haft neikvæð áhrif á framboð á leiguhúsnæði. „Við lýsum yfir óánægju með að það sé verið að leggja of miklar skyldur á leigusala. Við höfum bent á að leigusalar eru að mestu leyti einstaklingar. Ef það er verið að leggja of miklar skyldur á þá getur það leitt til þess að einstaklingar vilja ekki leigja út eignirnar sínar og þar með er hætta á að framboð dragist saman. Samandregið eru með nýjum lögum lagðar verulegar skyldur á leigusala, sem varða fjárhæð leiguverðs, forgangsrétt og uppsögn á ótímabundnum samningum,“ segir Hildur. Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Samtaka leigjenda segir lögin mikil vonbrigði. „Við hefðum viljað sjá að það hefði verið tekið hart á hækkunum á húsaleigu. Leiguverð yrði jafnvel leiðrétt. Það yrðu teknar upp útreikningsreglur um hvað er sanngjörn húsaleiga. En ekki að okurleiga yrði lögfest eins og í þessum lögum,“ segir Guðmundur. Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Samtaka leigjenda og Hildur Ýr Viðarsdóttir lögmaðru og formaður Húseigendafélagsins.Vísir/Sigurjón Lítið sem ekkert samráð Þau Hildur og Guðmundur segja bæði að ekki hafi verið tillit til umsagna þeirra hagsmunasamtaka við undirbúning laganna og lítið sem ekkert samráð hafi verið haft í ferlinu. Þau segja nauðsynlegt að gjörbylta húsaleigulöggjöfinni. „Það er kominn tími á heildarendurskoðun þessara laga. Ekki vera að gera smá breytingar fram og til baka,“ segir Hildur. Það þurfi að efla samtal og samráð og fá hagsmunaaðila að borðinu við lagasmíðina. „Það þarf að hafa lögin og regluverkið skýrt. Það þjónar hagsmunum allra. Þá þarf að hlusta á mismunandi hagsmunahópa,“ segir Hildur. Guðmundur tekur undir þetta. „Hver vill búa í samfélagi þar sem fjörutíu þúsund heimili eru rekin út á Guð og gaddinn í sífelldu húsnæðisóöryggi? Ég hef ekki nokkra trú á því að félagar í húseigendafélaginu vilji búa í samfélagi þar sem svona mörg heimili búa við slíkt óöryggi,“ segir Guðmundur.
Húsnæðismál Leigumarkaður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Innlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Innlent Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Innlent Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Innlent „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Innlent Lélegur árangur í PISA vegna símanotkunar og einkunnaverðbólgu Innlent Fleiri fréttir Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Lélegur árangur í PISA vegna símanotkunar og einkunnaverðbólgu „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Gæsluvarðhald tveggja stytt um tvær vikur Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Umdeildu trén á bak og burt og spennandi möguleikar í stöðunni Vendingar í nýrri könnun, fjölskyldu hótað og vorboði Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Skipstjóri Höddu hafi ekki gætt að sér Jón Trausti tekur við ritstjórninni af föður sínum Var skylt að afhenda Brúneggjagögnin eftir allt saman Áfrýjaði og fékk mun þyngri dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur Ekkert bendi til að vatnið sé óneysluhæft Hvert og eitt sveitarfélag ákveður laun sinna bæjarstjóra „Fall er fararheill“ Börn upplifi sig vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Sjá meira