Stuðlar orðnir að gæsluvarðhaldsfangelsi fyrir börn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. september 2024 14:06 Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur mikla trú á að samfélagslögregla geti gert gæfumuninn í átaki gegn vopnaburði og ofbeldi meðal barna og ungmenna. Vísir/Steingrímur Dúi Dómsmálaráðherra segir brýnt að bregðast við stöðu sem upp sé komin á Stuðlum sem nái ekki að sinna hlutverki sínu sem meðferðarúrræði vegna þess að meðferðarheimilið sé orðið að gæsluvarðhaldsfangelsi. Hún hefur mikla trú á samfélagslögreglu til að bregðast við vopnaburði barna. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra var spurð út í aðgerðir vegna aukins vopnaburðar og ofbeldis ungmenna undanfarna viku sem náði lágpunkti með manndrápi ungrar stúlku í miðbæ Reykjavíkur á Menningarnótt. „Áður en ég svara því vil ég byrja á því að votta fjölskyldu og aðstandendum Bryndísar Klöru sem lést af sárum sínum um helgina mína innilegustu samúð. Ég held að þjóðin öll finni afskaplega mikið til með fjölskyldunni og held að þjóðin öll sé reiðubúin til að stöðva þessa óheillaþróun sem við höfum séð á síðustu árum og við erum að sjá raungerast hraðar en við áttuðum okkur á. Það er alveg ljóst að ríkisstjórnin er búin að ræða þetta mál og þessa auknu ofbeldishegðun á öllum okkar ríkisstjórnarfundum síðan þessi hörmulegu atburður átti sér stað. Við erum staðföst í því að við ætlum að koma með aðgerðir,“ segir Guðrún. Sigríður Björk Guðjónsdóttir fundaði með ráðherrum að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. „Ríkislögreglustjóri kynnti skýrslu sem sýndi að ofbeldi meðal barna og ungmenna er að aukast. Í kjölfarið á því settum ég og ráðherra barna- og menntamála af stað vinnu. Við kynntum aðgerðaráætlun í júní og nú erum við að setja af stað aðgerðahóp sem ætlar að hittast á morgun. Hann á að taka þessar tillögur okkar, forgangsraða og við væntum tillögum frá þeim á næstum dögum svo við getum stigið mjög fast inn í þessa þróun með ákveðnum bráðaaðgerðum en einnig erum við að horfa til framtíðar hvernig við förum í meiri forvarnir, afbrotavarnir, og þá hef ég horft til dæmis á fjölgun í samfélagslöggæslu sem ég tel mjög brýnt að fara í,“ segir Guðrún. Hún beindi einnig sjónum sínum að meðferðarheimilinu Stuðlum, meðferðarstöð ríkisins fyrir börn og unglinga frá 12 til 18 ára. Stuðlar skiptast í þrjár deildir; neyðarvistun Stuðla, meðferðardeild Stuðla og stuðningsheimilið Fannafold. Stuðlar hafi í ljósi stöðunnar tekið að sér nýtt hlutverk. „En einnig er mjög brýnt að bregðast strax við stöðunni sem upp er komin á Stuðlum. Þar erum við komin með marga einstaklinga sem eru komnir þangað í gæslu. Stuðlar eru hugsaðir sem meðferðarúrræði en geta ekki sinnt því núna því það er að hluta til orðið gæsluvarðhaldsfangelsi. En þarna er líka vöktun með einstaklingum sem á því þurfa að halda,“ segir Guðrún. „Við erum að sjá þessa aukningu í að börnin okkar séu með hnífa, eru að grípa til þess vopns, í vondum samskiptum sín á milli. Þessa þróun verðum við að stöðva. Ég hef mesta trú á að við náum því með því að efla samfélagslöggæslunni en á sama tíma erum við með bráðavanda að Stuðlum sem við verðum að bregðast við.“ Stunguárás við Skúlagötu Lögreglumál Börn og uppeldi Fangelsismál Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Málefni Stuðla Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Innlent Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Innlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Innlent Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Erlent Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Innlent Sex taldir af eftir kafbátaslys Erlent Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Innlent Fleiri fréttir Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Lélegur árangur í PISA vegna símanotkunar og einkunnaverðbólgu „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Gæsluvarðhald tveggja stytt um tvær vikur Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Umdeildu trén á bak og burt og spennandi möguleikar í stöðunni Sjá meira
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra var spurð út í aðgerðir vegna aukins vopnaburðar og ofbeldis ungmenna undanfarna viku sem náði lágpunkti með manndrápi ungrar stúlku í miðbæ Reykjavíkur á Menningarnótt. „Áður en ég svara því vil ég byrja á því að votta fjölskyldu og aðstandendum Bryndísar Klöru sem lést af sárum sínum um helgina mína innilegustu samúð. Ég held að þjóðin öll finni afskaplega mikið til með fjölskyldunni og held að þjóðin öll sé reiðubúin til að stöðva þessa óheillaþróun sem við höfum séð á síðustu árum og við erum að sjá raungerast hraðar en við áttuðum okkur á. Það er alveg ljóst að ríkisstjórnin er búin að ræða þetta mál og þessa auknu ofbeldishegðun á öllum okkar ríkisstjórnarfundum síðan þessi hörmulegu atburður átti sér stað. Við erum staðföst í því að við ætlum að koma með aðgerðir,“ segir Guðrún. Sigríður Björk Guðjónsdóttir fundaði með ráðherrum að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. „Ríkislögreglustjóri kynnti skýrslu sem sýndi að ofbeldi meðal barna og ungmenna er að aukast. Í kjölfarið á því settum ég og ráðherra barna- og menntamála af stað vinnu. Við kynntum aðgerðaráætlun í júní og nú erum við að setja af stað aðgerðahóp sem ætlar að hittast á morgun. Hann á að taka þessar tillögur okkar, forgangsraða og við væntum tillögum frá þeim á næstum dögum svo við getum stigið mjög fast inn í þessa þróun með ákveðnum bráðaaðgerðum en einnig erum við að horfa til framtíðar hvernig við förum í meiri forvarnir, afbrotavarnir, og þá hef ég horft til dæmis á fjölgun í samfélagslöggæslu sem ég tel mjög brýnt að fara í,“ segir Guðrún. Hún beindi einnig sjónum sínum að meðferðarheimilinu Stuðlum, meðferðarstöð ríkisins fyrir börn og unglinga frá 12 til 18 ára. Stuðlar skiptast í þrjár deildir; neyðarvistun Stuðla, meðferðardeild Stuðla og stuðningsheimilið Fannafold. Stuðlar hafi í ljósi stöðunnar tekið að sér nýtt hlutverk. „En einnig er mjög brýnt að bregðast strax við stöðunni sem upp er komin á Stuðlum. Þar erum við komin með marga einstaklinga sem eru komnir þangað í gæslu. Stuðlar eru hugsaðir sem meðferðarúrræði en geta ekki sinnt því núna því það er að hluta til orðið gæsluvarðhaldsfangelsi. En þarna er líka vöktun með einstaklingum sem á því þurfa að halda,“ segir Guðrún. „Við erum að sjá þessa aukningu í að börnin okkar séu með hnífa, eru að grípa til þess vopns, í vondum samskiptum sín á milli. Þessa þróun verðum við að stöðva. Ég hef mesta trú á að við náum því með því að efla samfélagslöggæslunni en á sama tíma erum við með bráðavanda að Stuðlum sem við verðum að bregðast við.“
Stunguárás við Skúlagötu Lögreglumál Börn og uppeldi Fangelsismál Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Málefni Stuðla Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Innlent Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Innlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Innlent Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Erlent Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Innlent Sex taldir af eftir kafbátaslys Erlent Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Innlent Fleiri fréttir Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Lélegur árangur í PISA vegna símanotkunar og einkunnaverðbólgu „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Gæsluvarðhald tveggja stytt um tvær vikur Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Umdeildu trén á bak og burt og spennandi möguleikar í stöðunni Sjá meira