Segir Þórarin Inga hafa niðurlægt þingræðið Jakob Bjarnar skrifar 4. september 2024 10:14 Dr. Haukur Arnþórsson stjórsýslufræðingur telur að forsætisnefnd hljóti að vísa máli Þórarins Inga til siðanefndar til umfjöllunar og úrskurðar. Hann hafi í engu tekið tillit til stöðu sinnar þegar hann var lykilmaður í að keyra í gegn umdeild lög sem gera kjötafurðastöðvar undanþegnar samkeppnislögum. vísir/vilhelm/einar Dr. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur hefur sent inn erindi til forsætisnefndar/siðanefndar Alþingis þar sem hann kærir Þórarin Inga Pétursson þingmann Framsóknarflokksins, formann atvinnuvegnefndar vegna afskipta hans af búvörulögum. Þórarinn Ingi megi teljast bullandi vanhæfur til að hafa afskipti af málinu vegna hagsmunatengsla. Haukur vill að tekið verði til athugunar hvort Þórarinn Ingi hafi með þátttöku sinni í þinglegri meðferð í vor sem leið, en um er að ræða 393. mál á 154. löggjafarþingi Íslendinga, sem varð að lögu, gerst brotlegur við Siðareglur fyrir þingmenn. „Telja verður að háttalag hans ógni tiltrú almennings og trausti á Alþingi, enda er það í andstöðu við siðferðisviðmið almennings í nútímanum að alþingismaður noti stöðu sína sér til framdráttar. Frá víðara sjónarhorni má líta svo á að Þórarinn Ingi hafi ekki axlað ábyrgð sína sem þingmaður og niðurlægt þingræðið.“ Samþykkt búvörulaganna reyndist afar umdeilt mál ekki þá síst sá angi þeirra sem varða það að kjötafurðastöðvar voru undanþegnar samkeppnislögum. Haukur var meðal fjölmargra sem tók til máls en hann er sérfróður um stjórnsýslulega málsmeðferð frumvarpa á Alþingi og hefur tekið saman bók um það fyrirbæri. Að mati Hauks ber forsætisnefnd að senda erindi hans til siðanefndar Alþingis til rannsóknar og álitsgjafar. Þá vekur Haukur athygli á því að Þórarinn Ingi hafi verið potturinn og pannan í breytingum sem gerðar voru á lögum: „Þátttaka hans var markviss og meðvituð og hann knúði öðrum fremur breytingartillöguna í gegn,“ segir meðal annars í erindi Hauks. Þar kemur jafnframt fram að Þórarinn Ingi hafi tvímælalaust staðið frammi fyrir umboðsvanda, freistnivanda- og ekki síst hagsmunaárekstrum, þar sem hans eigin hagsmunir, eignarhlutur hans í afurðastöð og hagsmunir atvinnugreinar sem hann styður og telur sig kannski að einhverju leyti vera fulltrúi fyrir, stangast á við almannahagsmuni. Þessara hagsmuna er í engu getið í hagsmunaskráningu þingsins. Alþingi Stjórnsýsla Búvörusamningar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Búið að afvopna neytendur Formaður atvinnuveganefndar segir það ekki tortryggilegt að hann eigi hlut í félagi sem keypt var af Kaupfélagi Skagfirðinga á grundvelli nýsamþykktra búvörulaga sem tekin voru fyrir í nefndinni. Þingmaður Viðreisnar segir nefndina hafa tekið gríðarmikilvægt vopn úr höndum neytenda. 8. júlí 2024 20:22 Bjarkey sögð standa vörð um grímulausa sérhagsmuni Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir nýbakaður matvælaráðherra er milli steins og sleggju, nýkomin í ráðuneytið. Fjöldi manna hefur gagnrýnt harðlega nýsett lög sem Bjarkey vill verja en hún sat í meirihluta nefndarinnar sem samþykkti þessi sömu lög. 12. apríl 2024 13:56 „Sláturhúsin standa tóm svo mánuðum skiptir“ Nýr forsætisráðherra svaraði því ekki beint hvort hann hygðist bregðast við harðri gagnrýni, meðal annars frá matvælaráðuneytinu, á vinnubrögð í tengslum við breytingar á búvörulögum en bætti við að spyrja mætti hvort eðlilegar framfarir hefðu átt sér stað hjá afurðarstöðvunum með gamla fyrirkomulaginu. 11. apríl 2024 12:11 Harðar deilur um ágæti nýrra búvörulaga Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Sigmar Guðmundsson voru til viðtals í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Rætt var um ný búvörulög og áhrif þeirra á íslenska neytendur og bændur. Sigurður segir lögin sambærileg lögum Norðurlandanna og feli í sér mikla kjarabót bæði fyrir bændur og neytendur. Sigmar er ósammála og segir löggjöfina geta skapað hvata fyrir stór fyrirtæki til að bjóða neytendum hærra verð. 24. mars 2024 16:43 Mest lesið „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Lætur reyna á minningargreinamálið Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Sjá meira
Haukur vill að tekið verði til athugunar hvort Þórarinn Ingi hafi með þátttöku sinni í þinglegri meðferð í vor sem leið, en um er að ræða 393. mál á 154. löggjafarþingi Íslendinga, sem varð að lögu, gerst brotlegur við Siðareglur fyrir þingmenn. „Telja verður að háttalag hans ógni tiltrú almennings og trausti á Alþingi, enda er það í andstöðu við siðferðisviðmið almennings í nútímanum að alþingismaður noti stöðu sína sér til framdráttar. Frá víðara sjónarhorni má líta svo á að Þórarinn Ingi hafi ekki axlað ábyrgð sína sem þingmaður og niðurlægt þingræðið.“ Samþykkt búvörulaganna reyndist afar umdeilt mál ekki þá síst sá angi þeirra sem varða það að kjötafurðastöðvar voru undanþegnar samkeppnislögum. Haukur var meðal fjölmargra sem tók til máls en hann er sérfróður um stjórnsýslulega málsmeðferð frumvarpa á Alþingi og hefur tekið saman bók um það fyrirbæri. Að mati Hauks ber forsætisnefnd að senda erindi hans til siðanefndar Alþingis til rannsóknar og álitsgjafar. Þá vekur Haukur athygli á því að Þórarinn Ingi hafi verið potturinn og pannan í breytingum sem gerðar voru á lögum: „Þátttaka hans var markviss og meðvituð og hann knúði öðrum fremur breytingartillöguna í gegn,“ segir meðal annars í erindi Hauks. Þar kemur jafnframt fram að Þórarinn Ingi hafi tvímælalaust staðið frammi fyrir umboðsvanda, freistnivanda- og ekki síst hagsmunaárekstrum, þar sem hans eigin hagsmunir, eignarhlutur hans í afurðastöð og hagsmunir atvinnugreinar sem hann styður og telur sig kannski að einhverju leyti vera fulltrúi fyrir, stangast á við almannahagsmuni. Þessara hagsmuna er í engu getið í hagsmunaskráningu þingsins.
Alþingi Stjórnsýsla Búvörusamningar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Búið að afvopna neytendur Formaður atvinnuveganefndar segir það ekki tortryggilegt að hann eigi hlut í félagi sem keypt var af Kaupfélagi Skagfirðinga á grundvelli nýsamþykktra búvörulaga sem tekin voru fyrir í nefndinni. Þingmaður Viðreisnar segir nefndina hafa tekið gríðarmikilvægt vopn úr höndum neytenda. 8. júlí 2024 20:22 Bjarkey sögð standa vörð um grímulausa sérhagsmuni Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir nýbakaður matvælaráðherra er milli steins og sleggju, nýkomin í ráðuneytið. Fjöldi manna hefur gagnrýnt harðlega nýsett lög sem Bjarkey vill verja en hún sat í meirihluta nefndarinnar sem samþykkti þessi sömu lög. 12. apríl 2024 13:56 „Sláturhúsin standa tóm svo mánuðum skiptir“ Nýr forsætisráðherra svaraði því ekki beint hvort hann hygðist bregðast við harðri gagnrýni, meðal annars frá matvælaráðuneytinu, á vinnubrögð í tengslum við breytingar á búvörulögum en bætti við að spyrja mætti hvort eðlilegar framfarir hefðu átt sér stað hjá afurðarstöðvunum með gamla fyrirkomulaginu. 11. apríl 2024 12:11 Harðar deilur um ágæti nýrra búvörulaga Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Sigmar Guðmundsson voru til viðtals í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Rætt var um ný búvörulög og áhrif þeirra á íslenska neytendur og bændur. Sigurður segir lögin sambærileg lögum Norðurlandanna og feli í sér mikla kjarabót bæði fyrir bændur og neytendur. Sigmar er ósammála og segir löggjöfina geta skapað hvata fyrir stór fyrirtæki til að bjóða neytendum hærra verð. 24. mars 2024 16:43 Mest lesið „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Lætur reyna á minningargreinamálið Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Sjá meira
Búið að afvopna neytendur Formaður atvinnuveganefndar segir það ekki tortryggilegt að hann eigi hlut í félagi sem keypt var af Kaupfélagi Skagfirðinga á grundvelli nýsamþykktra búvörulaga sem tekin voru fyrir í nefndinni. Þingmaður Viðreisnar segir nefndina hafa tekið gríðarmikilvægt vopn úr höndum neytenda. 8. júlí 2024 20:22
Bjarkey sögð standa vörð um grímulausa sérhagsmuni Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir nýbakaður matvælaráðherra er milli steins og sleggju, nýkomin í ráðuneytið. Fjöldi manna hefur gagnrýnt harðlega nýsett lög sem Bjarkey vill verja en hún sat í meirihluta nefndarinnar sem samþykkti þessi sömu lög. 12. apríl 2024 13:56
„Sláturhúsin standa tóm svo mánuðum skiptir“ Nýr forsætisráðherra svaraði því ekki beint hvort hann hygðist bregðast við harðri gagnrýni, meðal annars frá matvælaráðuneytinu, á vinnubrögð í tengslum við breytingar á búvörulögum en bætti við að spyrja mætti hvort eðlilegar framfarir hefðu átt sér stað hjá afurðarstöðvunum með gamla fyrirkomulaginu. 11. apríl 2024 12:11
Harðar deilur um ágæti nýrra búvörulaga Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Sigmar Guðmundsson voru til viðtals í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Rætt var um ný búvörulög og áhrif þeirra á íslenska neytendur og bændur. Sigurður segir lögin sambærileg lögum Norðurlandanna og feli í sér mikla kjarabót bæði fyrir bændur og neytendur. Sigmar er ósammála og segir löggjöfina geta skapað hvata fyrir stór fyrirtæki til að bjóða neytendum hærra verð. 24. mars 2024 16:43