Barkley hneykslast á smásálarlegum konum í kringum WNBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2024 07:03 Caitlin Clark og Sir Charles Barkley. Hann hrósar henni og skilur ekki í allri neikvæðninni. Getty/Sam Hodde/Mitchell Layton NBA goðsögnin Sir Charles Barkley er allt annað en hrifinn af meðferðinni á nýliðanum Caitlin Clark í umfjöllun kvenna um WNBA deildina í Bandaríkjunum. Clark á mikinn þátt í auknum áhuga á kvennakörfunni í Bandaríkjunum enda falla met allt í kringum hana. Þá erum við að tala um met tengdum áhuga, áhorfi og sölu varnings. Komnar inn í úrslitakeppnina Clark sjálf er síðan að setja hvert metið á fætur öðru inn í vellinum og lið hennar er búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni þrátt fyrir að hafa aðeins unnið einn af fyrstu níu leikjum sínum. Eftir mjög erfiða byrjun þá tókst Indiana Fever að snúa við blaðinu og hefur nú unnið fjóra leiki í röð og 16 af síðustu 24 leikjum sínum. Caitlin hefur verið valin leikmaður vikunnar undanfarnar tvær vikur. Þrátt fyrir þetta og 18,7 stig og 8,4 stoðsendingar að meðaltali í leik þá tekur Barkley eftir því að fyrrum leikmenn og margir sérfræðingar í WNBA tala Clark niður við hvert tækifæri. Hefðu ekki getað klúðrað þessu meira „Ég er aðdáandi WNBA deildarinnar en þessar konur hefðu ekki getað klúðrað þessu meira þótt að þær hefðu reynt að gera það,“ sagði Sir Charles Barkley í viðtali í hlaðvarpsþætti Bill Simmons. „Fólk trúir því sem það heyrir okkur segja í sjónvarpinu. Bara af því að fólki líkar ekki við þig eða við þinn persónuleika þá finnst því bara í lagi að tala illa um þig. Það er bara algjört rugl,“ sagði Barkley. Þessi stelpa er ótrúleg „Þessi stelpa er ótrúleg. Hvernig hún hefur náð í alla þessa athygli og fengið öll þessi augu til að fylgjast með háskólakörfunni og WNBA. Það að þessar konur skuli verða svona smásálarlegar og öfundsjúkar er óskiljanlegt,“ sagði Barkley. „Þú segir við sjálfan þig: Hvað er eiginlega í gangi hérna? Það sem ég elska líka við hana er að hún segir aldrei neitt. Þrátt fyrir að þessa konur, sem ég elska og virði sem leikmenn, hafi ekkert getað klúðrað þessu meira. Það hefur verið svo rosaleg neikvæðni í gangi,“ sagði Barkley. View this post on Instagram A post shared by Yahoo Sports (@yahoosports) WNBA Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Missti tönnina í gólfið, tók hana aftur upp og stýrði Fram í bikarúrslitaleikinn Handbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Fleiri fréttir Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira
Clark á mikinn þátt í auknum áhuga á kvennakörfunni í Bandaríkjunum enda falla met allt í kringum hana. Þá erum við að tala um met tengdum áhuga, áhorfi og sölu varnings. Komnar inn í úrslitakeppnina Clark sjálf er síðan að setja hvert metið á fætur öðru inn í vellinum og lið hennar er búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni þrátt fyrir að hafa aðeins unnið einn af fyrstu níu leikjum sínum. Eftir mjög erfiða byrjun þá tókst Indiana Fever að snúa við blaðinu og hefur nú unnið fjóra leiki í röð og 16 af síðustu 24 leikjum sínum. Caitlin hefur verið valin leikmaður vikunnar undanfarnar tvær vikur. Þrátt fyrir þetta og 18,7 stig og 8,4 stoðsendingar að meðaltali í leik þá tekur Barkley eftir því að fyrrum leikmenn og margir sérfræðingar í WNBA tala Clark niður við hvert tækifæri. Hefðu ekki getað klúðrað þessu meira „Ég er aðdáandi WNBA deildarinnar en þessar konur hefðu ekki getað klúðrað þessu meira þótt að þær hefðu reynt að gera það,“ sagði Sir Charles Barkley í viðtali í hlaðvarpsþætti Bill Simmons. „Fólk trúir því sem það heyrir okkur segja í sjónvarpinu. Bara af því að fólki líkar ekki við þig eða við þinn persónuleika þá finnst því bara í lagi að tala illa um þig. Það er bara algjört rugl,“ sagði Barkley. Þessi stelpa er ótrúleg „Þessi stelpa er ótrúleg. Hvernig hún hefur náð í alla þessa athygli og fengið öll þessi augu til að fylgjast með háskólakörfunni og WNBA. Það að þessar konur skuli verða svona smásálarlegar og öfundsjúkar er óskiljanlegt,“ sagði Barkley. „Þú segir við sjálfan þig: Hvað er eiginlega í gangi hérna? Það sem ég elska líka við hana er að hún segir aldrei neitt. Þrátt fyrir að þessa konur, sem ég elska og virði sem leikmenn, hafi ekkert getað klúðrað þessu meira. Það hefur verið svo rosaleg neikvæðni í gangi,“ sagði Barkley. View this post on Instagram A post shared by Yahoo Sports (@yahoosports)
WNBA Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Missti tönnina í gólfið, tók hana aftur upp og stýrði Fram í bikarúrslitaleikinn Handbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Fleiri fréttir Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira