Innlent

Missti fótana á Kastárfjalli í há­deginu og er enn leitað

Árni Sæberg skrifar
Kastárfjall er austur af Höfn í Hornafirði.
Kastárfjall er austur af Höfn í Hornafirði. Vísir/Vilhelm

Göngumaður á Kastárfjalli á Stokksnesi austan Hafnar rann í skriðum og hruflaðist um hádegisbilið í dag. Björgunarsveitir leita mannsins enn á fjallinu.

Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að björgunarsveitir frá Hornafirði og Öræfum hafi verið kallað út auk þess að fjórir undanfarar úr Reykjavík hafi komið á svæðið með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Of hvasst sé þó til þess að nýta þyrluna við leitina.

Göngumaðurinn hafi látið vita af sér og sent viðbragðsaðilum staðsetningu sína en þau gögn gætu verið óáreiðanleg, nýti sími hans ekki sama kortagrunn og viðbragðsaðilar.

„Við erum í sambandi við hann og erum að reyna að staðsetja hann. Það er engin hætta yfirvofandi en við viljum komast að honum sem fyrst. Hann treystir sér ekki til að fara lengra.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×