Fótbolti

Samfélagsmiðlarnir: „Ég og Sigga Kling finnum svona á okkur“

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Íslensku strákarnir fagna öðru marki leiksins.
Íslensku strákarnir fagna öðru marki leiksins. Vísir/Hulda Margrét

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta vann sterkan 2-0 sigur er liðið tók á móti Svartfellingum í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld.

Þetta var fyrsti sigur Íslands í Þjóðadeildinni og eins og svo oft áður hafði fólk á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, ýmislegt um leikinn að segja á meðan honum stóð.

Fyrir leik rifjaði Knattspyrnusamband Íslands upp sögunna og minnti fólk á það að Ísland og Svartfjallaland hefðu aðeins mæst einu sinni áður í keppnisleik. Þá hafði fólk einnig ýmislegt að segja um lag Þjóðadeildarinnar, sem og búninga íslenska liðsins.

Framan af leik var lítið að frétta.

Íslenska liðinu tókst þó loksins að brjóta ísinn á 39. mínútu þegar hornspyrna Jóhanns Bergs fann kollinn á Orra Steini Óskarssyni, sem stangaði boltann í netið.

Dómari leiksins gaf íslenska liðinu víti snemma í seinni hálfleik þegar hann taldi að boltinn hafði farið í hönd varnarmanns Svartfellinga. Við nánari skoðun í VAR-skjánum góða kom hins vegar í ljós að það var kolrangur dómur.

Eftir rétt tæplega klukkutíma leik tvöfaldaði Jón Dagur Þorsteinsson svo forystu Íslands. Einhverjir vildu meina að Sölvi Geir Ottesen ætti hlut í því.

Reyndist það síðasta mark leiksins og íslenska liðið fagnaði því góðum 2-0 sigri, fyrsta sigri liðsins í Þjóðadeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×