Enski boltinn

Ron Yeats látinn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Fyrirliðinn Ron Yeats er látinn. Hér sést hann á háhest á liðsfélaga sínum eftir sigur í ensku bikarkeppninni.
Fyrirliðinn Ron Yeats er látinn. Hér sést hann á háhest á liðsfélaga sínum eftir sigur í ensku bikarkeppninni. PA Images/Getty Images

Liverpool goðsögnin Ron Yeats er látinn. Hann var meðal þeirra sem spiluðu fyrsta Evrópuleik í sögu félagsins þegar liðið mætti KR á Laugardalsvelli árið 1964.

Greint er frá andláti fyrirliðans fyrrverandi Yeats á vefsíðu Liverpool. Þar segir að Yeats hafi glímt við alzheimer undanfarin ár og hann hafi látið lífið 86 ára að aldri á föstudagskvöld.

Hinn skoski Yeats gekk í raðir Liverpool 1961 frá Dundee United árið 1961 og var einn þeirra sem hjálpaði Bill Shankly að umturna gengi Liverpool. Yeats var tröll að burðum og var gerður að fyrirliða liðsins skömmu eftir komu sína frá Skotlandi.

Hann spilaði 358 leiki fyrir Liverpool þann áratug sem hann var á mála hjá félaginu. Hann lagði ekki skóna á hilluna fyrr en sjö árum síðar eftir að spila með liðum í neðri deildum Englands ásamt tveimur liðum í Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×