Bræðurnir hóf leikinn á bekknum en komu inn í síðari hálfleik og urðu þar með þriðja tvíburaparið til að leika fyrir A-landslið Hollands í knattspyrnu. Jurrien spilar fyrir Arsenal á meðan Quinten spilar fyrir Feyenoord í heimalandinu.
Quinten Timber 🧡 Jurrien Timber #NationsLeague pic.twitter.com/llfPptwJqI
— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) September 7, 2024
„Við töluðum ekki um möguleikann á að ná þessum áfanga,“ sagði Jurrien í viðtali eftir leik. Quinten var öllu ánægðari.
„Þetta er fjölskyldu- og fótboltaævintýri. Maður reynir að einbeita sér að leiknum en að sama skapi að njóta þess. Þetta er draumur sem varð að veruleika. Quinten var að spila aðeins sinn annan A-landsleik á meðan Jurrien hefur nú leikið sextán.
Hin tvö tvíburapörin sem hafa leikið fyrir Holland eru René og Willy van de Kerkhof og að sjálfsögðu Frank og Ronald De Boer.