Fær milljón á klukkutíma í laun með besta samningi sögunnar Sindri Sverrisson skrifar 8. september 2024 19:31 Dak Prescott smellir af mynd með aðdáendum. Hann er núna orðinn launahæstur í sögu NFL-deildarinnar. Getty/Brandon Sloter Dak Prescott, leikstjórnandi Dallas Cowboys, skrifaði loks undir nýjan samning við félagið sem gerir hann að launahæsta leikmanni í sögu NFL-deildarinnar. Prescott var að fara að byrja lokaárið sitt samkvæmt fyrri samningi en hefur nú skrifað undir samning til næstu fjögurra ára, sem tryggir honum heilar 240 milljónir Bandaríkjadala, samkvæmt frétt ESPN. Það jafngildir meira en 33 milljörðum íslenskra króna, á fjórum árum, eða um 8,3 milljörðum króna á hverju ári. Prescott fær því tæpar 23 milljónir króna í laun á hverjum degi, eða rétt innan við milljón á hverri einustu klukkustund. The Cowboys and Dak Prescott have agreed on a four-year, $240 million contract extension that will make him the highest-paid player in NFL history, per @AdamSchefter 💰 pic.twitter.com/CGNwy4NXkd— Sports Illustrated (@SInow) September 8, 2024 Fréttirnar bárust rétt fyrir fyrsta leik Dallas á tímabilinu, gegn Cleveland Browns, sem sýndur er á Stöð 2 Sport 2. Af þeim 240 milljónum Bandaríkjadala sem samningurinn er metinn á, þá er Prescott öruggur um að fá að minnsta kosti 231 milljón dala, samkvæmt frétt ESPN, burtséð frá meiðslum eða öðru sem upp á gæti komið. Prescott, sem er 31 árs, var valinn í fjórðu umferð nýliðavalsins árið 2016. Hann er því að hefja sína níundu leiktíð og hefur alltaf spilað með Dallas. Á síðustu leiktíð leiddi hann Dallas til 12-5 tímabils fram að úrslitakeppni en þar féll liðið svo úr keppni í fyrstu umferð, gegn Green Bay Packers. Samningur Prescott rétt svo toppar samninginn sem Deshaun Watson gerði við Cleveland Browns, sem metinn er á 230 milljónir Bandaríkjadala seamkvæmt ESPN. NFL Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Fleiri fréttir Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sjá meira
Prescott var að fara að byrja lokaárið sitt samkvæmt fyrri samningi en hefur nú skrifað undir samning til næstu fjögurra ára, sem tryggir honum heilar 240 milljónir Bandaríkjadala, samkvæmt frétt ESPN. Það jafngildir meira en 33 milljörðum íslenskra króna, á fjórum árum, eða um 8,3 milljörðum króna á hverju ári. Prescott fær því tæpar 23 milljónir króna í laun á hverjum degi, eða rétt innan við milljón á hverri einustu klukkustund. The Cowboys and Dak Prescott have agreed on a four-year, $240 million contract extension that will make him the highest-paid player in NFL history, per @AdamSchefter 💰 pic.twitter.com/CGNwy4NXkd— Sports Illustrated (@SInow) September 8, 2024 Fréttirnar bárust rétt fyrir fyrsta leik Dallas á tímabilinu, gegn Cleveland Browns, sem sýndur er á Stöð 2 Sport 2. Af þeim 240 milljónum Bandaríkjadala sem samningurinn er metinn á, þá er Prescott öruggur um að fá að minnsta kosti 231 milljón dala, samkvæmt frétt ESPN, burtséð frá meiðslum eða öðru sem upp á gæti komið. Prescott, sem er 31 árs, var valinn í fjórðu umferð nýliðavalsins árið 2016. Hann er því að hefja sína níundu leiktíð og hefur alltaf spilað með Dallas. Á síðustu leiktíð leiddi hann Dallas til 12-5 tímabils fram að úrslitakeppni en þar féll liðið svo úr keppni í fyrstu umferð, gegn Green Bay Packers. Samningur Prescott rétt svo toppar samninginn sem Deshaun Watson gerði við Cleveland Browns, sem metinn er á 230 milljónir Bandaríkjadala seamkvæmt ESPN.
NFL Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Fleiri fréttir Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sjá meira