Sport

Kærastar Ólympíumeistaranna í stuði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Herra Simone Biles, Jonathan Owens, hafði næga ástæðu til að brosa eftir sigur Chicago Bears og laglegt snertimark hjá honum sjálfum.
Herra Simone Biles, Jonathan Owens, hafði næga ástæðu til að brosa eftir sigur Chicago Bears og laglegt snertimark hjá honum sjálfum. Getty/Todd Rosenberg

Simone Biles og Sophia Smith eru báðar nýkomnar heim af Ólympíuleikunum í París með gullverðlaun um hálsinn og góð frammistaða þeirra hafði greinilega mjög góð áhrif á kærasta þeirra.

Kærastarnir spila báðir í NFL deildinni og þeir skoruðu báðir snertimörk í leikjum sínum í gær en þá hófu lið þeirra leik á nýju tímabili.

Sophia Smith er lykilmaður bandaríska kvennalandsliðsins í fótbolta en Biles vann fern verðlaun, þar af þrenn gullverðlaun, í fimleikakeppni Ólympíuleikanna.

Kærasti Smith er Michael Wilson, útherji hjá Arizona Cardinals. Wilson skoraði snertimark í gær en varð reyndar að sætta sig við tap í leiknum.

Kærasti Biles, Jonathan Owens hjá Chicago Bears, gerði líka mjög vel. Biles var að sjálfsögðu mjög ánægð með sinn mann. Það er samt óvanalegt að hann skori enda spilar hann sem varnarmaður.

Owens gerði hins vegar mjög vel í að vinna boltann og skila honum alla leið í markið hinum megin á vellinum.

Liðið hans var 17-3 undir þegar hann tók frákast þegar varnarmenn komust fyrir spark Tennessee Titans og þetta var líka upphafið af endurkomu Bears manna í leiknum. Chicago vann leikinn á endanum 24-17.

„Ég fékk næstum því hjartaáfall,“ skrifaði Biles á samfélagsmiðla sína.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×