Innlent

Hlaup hafið að nýju í Skálm

Kjartan Kjartansson skrifar
Frá ánni Skálm.
Frá ánni Skálm. Jóhann K. Jóhannsson

Lítið jökulhlaup er hafið í ánni Skálm. Innviði eru ekki talin í hættu að svo stöddu en ekki er talið útilokað að rennslu og vatnshæð í ánni aukist.

Rafleiðni hefur farið vaxandi í Skálm frá því síðdegis á laugardag og vatnshæð hennar hefur vaxið eilítið, að því er kemur fram í tilkynningu náttúruvárvaktar Veðurstofu Íslands. Talið er að lítið jökulhlaup sé því hafið.

Engar tilkynningar um brennisteinslykt hafa borist Veðurstofunni og enginn hlaupórói mælist á jarðskjálftamælum við Mýrdalsjökul eins og mældist þegar hlaup varð í ánni 27. júlí í sumar. Engu að síður er fólk hvatt til þess að sýna aðgát við upptök árinnar og nærri farvegi hennar vegna hættunar á gasmengun.

Hringveginum var lokað um tíma í hlaupinu í Skálm í sumar og svæði í kringum Sólheimajökul var rýmt. Hlaupið þótti óvenjustórt en ekki var ljóst hvers vegna. Engin merki voru um að eldgos undir jökli hefði valdið því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×