Umfjöllun: Tyrkland - Ísland 3-1 | Erfitt kvöld í Izmir Sindri Sverrisson skrifar 9. september 2024 20:40 Tyrkir héldu að þeir hefðu skorað eitt mark til viðbótar í leiknum en það var á endanum dæmt af vegna rangstöðu. Í fyrstu stóð á skilti á vellinum að um mark væri að ræða, eins og leikmenn Tyrklands benda hér á. Getty/Mehmet Emin Ísland varð að sætta sig við 3-1 tap gen Tyrklandi í Izmir í kvöld, fyrir framan fullan leikvang af líflegum stuðningsmönnum Tyrkja, í Þjóðadeild UEFA í fótbolta karla. Tyrkir fengu algjöra draumabyrjun þegar Kerem Aktürkoglu, vængmaður Benfica, skoraði eftir slæm mistök Jóhanns Bergs Guðmundssonar og skelfilegan varnarleik íslenska liðsins, eftir aðeins mínútu leik. Íslenska liðið jafnaði sig smám saman á þessu áfalli og Guðlaugur Victor Pálsson jafnaði metin með hörkuskalla eftir hornspyrnu Jóhanns á 37. mínútu. Aktürkoglu skoraði hins vegar aftur snemma í seinni hálfleik, með frábæru skoti utan teigs. Íslenska liðið skapaði sér fá færi til að jafna metin eftir þetta, og Aktürkoglu fullkomnaði þrennuna sína með laglegri vippu á 88. mínútu, eftir stungusendingu frá Arda Güler. Kerem Aktuerkoglu innsiglar hér sigur Tyrklands með þriðja marki sínu.Getty/Ahmad Mora Mæta næst Wales og Tyrklandi í Dalnum Ísland er því áfram með þrjú stig eftir tvær umferðir af sex í riðlakeppni Þjóðadeildarinnar. Tyrkland er nú með fjögur stig á toppnum ásamt Wales sem vann Svartfjallaland, 2-1, í kvöld. Svartfellingar eru enn án stiga. Næstu leikir Íslands eru á heimavelli 11. og 14. október, gegn Wales og Tyrklandi, en riðlakeppninni lýkur svo í nóvember. Það er alveg ljóst að sigur í Tyrklandi hefði verið sterkasti sigur Íslands síðustu sjö ár, frá því fyrir HM í Rússlandi, en jafntefli var lengi vel raunhæft. Jöfnuðu sig eftir martröðina Byrjunin var vissulega algjör martröð og hreint hræðilegt að sjá fyrsta mark leiksins. Jóhann Berg missti boltann frá sér eins og byrjandi og enginn í vörninni sýndi nokkurt frumkvæði til þess að stíga fram og verjast Tyrkjunum. Hafi einhver skjálfti verið í þeim vegna fyrri viðureigna við Ísland, því Íslendingar hafa náð frábærum úrslitum gegn Tyrklandi í gegnum tíðina, þá hefur hann eflaust horfið strax. Það var meira um slæm mistök á allra fyrstu mínútunum en svo tók íslenska liðið betur við sér og það kom ekkert á óvart að því tækist að jafna metin. Auðvitað kom markið eftir hornspyrnu, eins og mörkin tvö gegn Svartfjallalandi á föstudag, og það eru bestu fréttir þessa landsleikjaglugga að föst leikatriði séu aftur orðin stórhættulegt vopn í höndum okkar manna. En seinni hálfleikurinn byrjaði nánast jafnilla og sá fyrri, og Aktürkoglu skoraði aftur. Varnarleikurinn var ekki eins slæmur heldur skotið, utan teigs, virkilega gott. Það þarf hins vegar að skoða af hverju Aktürkoglu fékk ítrekað allt of mikið pláss á hættulegum slóðum í leiknum. Tyrkir voru svo óheppnir að skora ekki þriðja markið sitt í kjölfarið en það var naumlega dæmt af vegna rangstöðu. Ekki líklegir til að jafna Åge Hareide veðjaði á mjög svipað byrjunarlið og gegn Svartfellingum, en skipti þó um bakverði og setti Andra Lucas í sóknina í stað Orra. Hann gerði svo fjölda breytinga í seinni hálfleiknum og þær kveiktu neista í skamma stund, en það vantaði þó eitthvað smávægilegt upp á allar sóknir til þess að skapa almennileg færi. Kerem Akturkoglu var Íslendingum sérstaklega erfiður í leiknum.Getty Á lokakaflanum virtust mikil þreytumerki á íslenska liðinu og Tyrkirnir fengu öll færin, þar á meðal þegar Aktürkoglu fullkomnaði þrennuna eftir frábæra stungusendingu frá Real Madrid ungstirninu Arda Güler. Miði í HM-umspil er möguleiki En Ísland átti séns á stigi nánast til loka leiks, þó það hefði kannski ekki verið mjög sanngjarnt. Leikirnir gegn Svartfjallalandi og Tyrklandi sýna bara að Ísland er í hörkuspennandi riðli og getur með góðum úrslitum á heimavelli vel barist um efsta sætið, sem gæfi nánast örugglega sæti í HM-umspili sem og auðvitað sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar, með bestu landsliðum Evrópu. Leikirnir í Laugardalnum í október, mögulega þeir síðustu á náttúrulegu grasi þar, ráða úrslitum um framhaldið. Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir „Hefur alltaf reynst okkur erfitt að ná í úrslit í seinni leiknum“ „Verð að sjá þetta aftur. Við töpum boltanum rétt fyrir utan teig og þetta var alveg skelfileg byrjun á leiknum,“ sagði landsliðsþjálfarinn Åge Hareide eftir 3-1 tap Íslands gegn Tyrklandi ytra í Þjóðadeild karla í knattspyrnu. 9. september 2024 21:14 „Ég verð vonandi kominn í betra form“ Gylfi Þór Sigurðsson var að vonum svekktur eftir 3-1 tap Íslands fyrir Tyrklandi ytra í Þjóðadeild karla í fótbolta. Hann lítur þó á jákvæðu hliðarnar eftir fyrstu landsleiki sína í tæpt ár. 9. september 2024 21:14 „Þarna á ég að gera betur“ Guðlaugur Victor Pálsson fór ekki í grafgötur með álit sitt á frammistöðu íslenska karlalandsliðsins í Tyrklandi í kvöld, hvar Ísland tapaði 3-1. Hann axlaði ábyrgð á sínum hluta í tapinu. 9. september 2024 21:45
Ísland varð að sætta sig við 3-1 tap gen Tyrklandi í Izmir í kvöld, fyrir framan fullan leikvang af líflegum stuðningsmönnum Tyrkja, í Þjóðadeild UEFA í fótbolta karla. Tyrkir fengu algjöra draumabyrjun þegar Kerem Aktürkoglu, vængmaður Benfica, skoraði eftir slæm mistök Jóhanns Bergs Guðmundssonar og skelfilegan varnarleik íslenska liðsins, eftir aðeins mínútu leik. Íslenska liðið jafnaði sig smám saman á þessu áfalli og Guðlaugur Victor Pálsson jafnaði metin með hörkuskalla eftir hornspyrnu Jóhanns á 37. mínútu. Aktürkoglu skoraði hins vegar aftur snemma í seinni hálfleik, með frábæru skoti utan teigs. Íslenska liðið skapaði sér fá færi til að jafna metin eftir þetta, og Aktürkoglu fullkomnaði þrennuna sína með laglegri vippu á 88. mínútu, eftir stungusendingu frá Arda Güler. Kerem Aktuerkoglu innsiglar hér sigur Tyrklands með þriðja marki sínu.Getty/Ahmad Mora Mæta næst Wales og Tyrklandi í Dalnum Ísland er því áfram með þrjú stig eftir tvær umferðir af sex í riðlakeppni Þjóðadeildarinnar. Tyrkland er nú með fjögur stig á toppnum ásamt Wales sem vann Svartfjallaland, 2-1, í kvöld. Svartfellingar eru enn án stiga. Næstu leikir Íslands eru á heimavelli 11. og 14. október, gegn Wales og Tyrklandi, en riðlakeppninni lýkur svo í nóvember. Það er alveg ljóst að sigur í Tyrklandi hefði verið sterkasti sigur Íslands síðustu sjö ár, frá því fyrir HM í Rússlandi, en jafntefli var lengi vel raunhæft. Jöfnuðu sig eftir martröðina Byrjunin var vissulega algjör martröð og hreint hræðilegt að sjá fyrsta mark leiksins. Jóhann Berg missti boltann frá sér eins og byrjandi og enginn í vörninni sýndi nokkurt frumkvæði til þess að stíga fram og verjast Tyrkjunum. Hafi einhver skjálfti verið í þeim vegna fyrri viðureigna við Ísland, því Íslendingar hafa náð frábærum úrslitum gegn Tyrklandi í gegnum tíðina, þá hefur hann eflaust horfið strax. Það var meira um slæm mistök á allra fyrstu mínútunum en svo tók íslenska liðið betur við sér og það kom ekkert á óvart að því tækist að jafna metin. Auðvitað kom markið eftir hornspyrnu, eins og mörkin tvö gegn Svartfjallalandi á föstudag, og það eru bestu fréttir þessa landsleikjaglugga að föst leikatriði séu aftur orðin stórhættulegt vopn í höndum okkar manna. En seinni hálfleikurinn byrjaði nánast jafnilla og sá fyrri, og Aktürkoglu skoraði aftur. Varnarleikurinn var ekki eins slæmur heldur skotið, utan teigs, virkilega gott. Það þarf hins vegar að skoða af hverju Aktürkoglu fékk ítrekað allt of mikið pláss á hættulegum slóðum í leiknum. Tyrkir voru svo óheppnir að skora ekki þriðja markið sitt í kjölfarið en það var naumlega dæmt af vegna rangstöðu. Ekki líklegir til að jafna Åge Hareide veðjaði á mjög svipað byrjunarlið og gegn Svartfellingum, en skipti þó um bakverði og setti Andra Lucas í sóknina í stað Orra. Hann gerði svo fjölda breytinga í seinni hálfleiknum og þær kveiktu neista í skamma stund, en það vantaði þó eitthvað smávægilegt upp á allar sóknir til þess að skapa almennileg færi. Kerem Akturkoglu var Íslendingum sérstaklega erfiður í leiknum.Getty Á lokakaflanum virtust mikil þreytumerki á íslenska liðinu og Tyrkirnir fengu öll færin, þar á meðal þegar Aktürkoglu fullkomnaði þrennuna eftir frábæra stungusendingu frá Real Madrid ungstirninu Arda Güler. Miði í HM-umspil er möguleiki En Ísland átti séns á stigi nánast til loka leiks, þó það hefði kannski ekki verið mjög sanngjarnt. Leikirnir gegn Svartfjallalandi og Tyrklandi sýna bara að Ísland er í hörkuspennandi riðli og getur með góðum úrslitum á heimavelli vel barist um efsta sætið, sem gæfi nánast örugglega sæti í HM-umspili sem og auðvitað sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar, með bestu landsliðum Evrópu. Leikirnir í Laugardalnum í október, mögulega þeir síðustu á náttúrulegu grasi þar, ráða úrslitum um framhaldið.
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir „Hefur alltaf reynst okkur erfitt að ná í úrslit í seinni leiknum“ „Verð að sjá þetta aftur. Við töpum boltanum rétt fyrir utan teig og þetta var alveg skelfileg byrjun á leiknum,“ sagði landsliðsþjálfarinn Åge Hareide eftir 3-1 tap Íslands gegn Tyrklandi ytra í Þjóðadeild karla í knattspyrnu. 9. september 2024 21:14 „Ég verð vonandi kominn í betra form“ Gylfi Þór Sigurðsson var að vonum svekktur eftir 3-1 tap Íslands fyrir Tyrklandi ytra í Þjóðadeild karla í fótbolta. Hann lítur þó á jákvæðu hliðarnar eftir fyrstu landsleiki sína í tæpt ár. 9. september 2024 21:14 „Þarna á ég að gera betur“ Guðlaugur Victor Pálsson fór ekki í grafgötur með álit sitt á frammistöðu íslenska karlalandsliðsins í Tyrklandi í kvöld, hvar Ísland tapaði 3-1. Hann axlaði ábyrgð á sínum hluta í tapinu. 9. september 2024 21:45
„Hefur alltaf reynst okkur erfitt að ná í úrslit í seinni leiknum“ „Verð að sjá þetta aftur. Við töpum boltanum rétt fyrir utan teig og þetta var alveg skelfileg byrjun á leiknum,“ sagði landsliðsþjálfarinn Åge Hareide eftir 3-1 tap Íslands gegn Tyrklandi ytra í Þjóðadeild karla í knattspyrnu. 9. september 2024 21:14
„Ég verð vonandi kominn í betra form“ Gylfi Þór Sigurðsson var að vonum svekktur eftir 3-1 tap Íslands fyrir Tyrklandi ytra í Þjóðadeild karla í fótbolta. Hann lítur þó á jákvæðu hliðarnar eftir fyrstu landsleiki sína í tæpt ár. 9. september 2024 21:14
„Þarna á ég að gera betur“ Guðlaugur Victor Pálsson fór ekki í grafgötur með álit sitt á frammistöðu íslenska karlalandsliðsins í Tyrklandi í kvöld, hvar Ísland tapaði 3-1. Hann axlaði ábyrgð á sínum hluta í tapinu. 9. september 2024 21:45
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti