Minni munur á launum verkafólks og háskólagenginna Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. september 2024 19:19 Gunnlaugur Briem, sjúkraþjálfari og varaformaður BHM. vísir/ívar fannar Varaformaður BHM segir minni mun á launum háskólamenntaðra og verkafólks hér á landi en í öðrum Evrópulöndum. Heildarkostnaður við að fara í háskólanám hlaupi á tugum milljóna sem verði að umbuna fyrir. Gunnlaugur Briem varaformaður BHM ræddi kjaramál háskólamenntaðra í Reykjavík síðdegis, en umræðan um virði háskólanám spratt út frá grein sem Kolbrún Halldórsdóttir formaður BHM skrifaði í Morgunblaðinu og bar yfirskriftina, „Háskólamenntun: Fjárfesting í ruslflokki?“. „Grunnurinn í þeirri grein sem Kolbrún skrifaði er að ráðstöfunartekjur hjá fólki með háskólamenntu hafa ekki hækkað umfram verðbólgu núna í næstum aldarfjórðung. Á meðan hefur kaupmáttur annarra vaxið umtalsvert. Við erum ekki að setja okkur upp á móti því, þetta snýst ekki um það að ef aðrir fá eitthvað annað, þá eigum við að fá minna, eða öfugt,“ segir Gunnlaugur. Stóra spurningin sé hvers vegna háskólamenntaðir hafi setið eftir. „Í raun og veru eru nokkrar ástæður. Það hefur verið ákveðin vegferð í hagkerfinu hjá okkur og pólitísk sýn. Lífskjarasamningurinn 2019 og þeir samningar sem búið er að semja núna. Það eru mjög fá félög háskólamenntaðra sem hafa þegar samið. Eingöngu tvö,“ segir Gunnlaugur. „Lykillinn í þessu er sá að við verðum að hafa jákvæða hvata, til þess að geta skapað það samfélag og mannað þær stöður sem við gerum kröfur til. Innan heilbrigðiskerfis, velferðarkerfis, menntakerfis. Ég held að við séum öll sammála um það að við tryggjum mönnun, meðal annars í þessum mikilvægu stoðum í samfélaginu okkar. Til þess að það séu hvatar, verður það líka auðvitað að vera þannig að þú borgir ekki með þér,“ segir Gunnlaugur. Það sé mikill kostnaður sem fylgi því að fara í háskólanám. „Um 25-30 milljónir, miðað við tölur frá Hagstofunni, og þá erum við ekki að taka inn tapaðar lífeyristekjur og annað slíkt,“ segir Gunnlaugur. „Þá er auðvitað eðlilegt að þú fáir einhverja umbun fyrir það líka, þannig að þú komir ekki síður út en aðrar stéttir í landinu.“ Fleiri stéttir hafa haldið uppi svipuðum málflutningi. Til að mynda sögðu framkvæmdastjóri og formaður kjaradeildar Verkfræðingafélags Íslands í sumar að eftir því í sumar að menntun væri ekki metin til launa á Íslandi með sama hætti og áður var. „En nei við getum alveg sagt að það sé ekki mikið hlustað á þessi rök,“ segir Gunnlaugur um kjaraviðræður félaga innan BHM. Það sé einnig misskilningur að félagsmenn BHM samanstandi af hálaunafólki. Stór hluti háskólamenntaðra séu ekki á mikið hærri launum en verkafólk og þeir sem hafi ekki menntað sig. „Þessi munur er mjög lítill á Íslandi, miðað við bæði Norðurlönd og Evrópulöndin,“ segir Gunnlaugur. Kjaramál Vinnumarkaður Hagsmunir stúdenta Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Vaktin: Hraunið rennur yfir bílastæði Bláa lónsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Hraunið rennur yfir bílastæði Bláa lónsins Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Sjá meira
Gunnlaugur Briem varaformaður BHM ræddi kjaramál háskólamenntaðra í Reykjavík síðdegis, en umræðan um virði háskólanám spratt út frá grein sem Kolbrún Halldórsdóttir formaður BHM skrifaði í Morgunblaðinu og bar yfirskriftina, „Háskólamenntun: Fjárfesting í ruslflokki?“. „Grunnurinn í þeirri grein sem Kolbrún skrifaði er að ráðstöfunartekjur hjá fólki með háskólamenntu hafa ekki hækkað umfram verðbólgu núna í næstum aldarfjórðung. Á meðan hefur kaupmáttur annarra vaxið umtalsvert. Við erum ekki að setja okkur upp á móti því, þetta snýst ekki um það að ef aðrir fá eitthvað annað, þá eigum við að fá minna, eða öfugt,“ segir Gunnlaugur. Stóra spurningin sé hvers vegna háskólamenntaðir hafi setið eftir. „Í raun og veru eru nokkrar ástæður. Það hefur verið ákveðin vegferð í hagkerfinu hjá okkur og pólitísk sýn. Lífskjarasamningurinn 2019 og þeir samningar sem búið er að semja núna. Það eru mjög fá félög háskólamenntaðra sem hafa þegar samið. Eingöngu tvö,“ segir Gunnlaugur. „Lykillinn í þessu er sá að við verðum að hafa jákvæða hvata, til þess að geta skapað það samfélag og mannað þær stöður sem við gerum kröfur til. Innan heilbrigðiskerfis, velferðarkerfis, menntakerfis. Ég held að við séum öll sammála um það að við tryggjum mönnun, meðal annars í þessum mikilvægu stoðum í samfélaginu okkar. Til þess að það séu hvatar, verður það líka auðvitað að vera þannig að þú borgir ekki með þér,“ segir Gunnlaugur. Það sé mikill kostnaður sem fylgi því að fara í háskólanám. „Um 25-30 milljónir, miðað við tölur frá Hagstofunni, og þá erum við ekki að taka inn tapaðar lífeyristekjur og annað slíkt,“ segir Gunnlaugur. „Þá er auðvitað eðlilegt að þú fáir einhverja umbun fyrir það líka, þannig að þú komir ekki síður út en aðrar stéttir í landinu.“ Fleiri stéttir hafa haldið uppi svipuðum málflutningi. Til að mynda sögðu framkvæmdastjóri og formaður kjaradeildar Verkfræðingafélags Íslands í sumar að eftir því í sumar að menntun væri ekki metin til launa á Íslandi með sama hætti og áður var. „En nei við getum alveg sagt að það sé ekki mikið hlustað á þessi rök,“ segir Gunnlaugur um kjaraviðræður félaga innan BHM. Það sé einnig misskilningur að félagsmenn BHM samanstandi af hálaunafólki. Stór hluti háskólamenntaðra séu ekki á mikið hærri launum en verkafólk og þeir sem hafi ekki menntað sig. „Þessi munur er mjög lítill á Íslandi, miðað við bæði Norðurlönd og Evrópulöndin,“ segir Gunnlaugur.
Kjaramál Vinnumarkaður Hagsmunir stúdenta Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Vaktin: Hraunið rennur yfir bílastæði Bláa lónsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Hraunið rennur yfir bílastæði Bláa lónsins Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Sjá meira