„Stór mistök hjá mér“ Sindri Sverrisson skrifar 9. september 2024 21:21 Kerem Akturkoglu og Jóhann Berg Guðmundsson í baráttunni í kvöld. Benfica-maðurinn skoraði þrennu í leiknum. Getty/Berkan Cetin Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, kvaðst hafa verið ólíkur sjálfum sér fyrstu tuttugu mínúturnar gegn Tyrkjum í kvöld. Hann hlakkar til að hefna fyrir tapið, á Laugardalsvelli eftir mánuð. Tyrkir komust yfir eftir aðeins rétt rúmlega mínútu leik, eftir að Jóhann missti boltann frá sér. „Það voru stór mistök hjá mér að missa boltann á hættulegu svæði. Ég var ólíkur sjálfum mér fyrstu tuttugu mínúturnar en kom svo ágætlega inn í þetta,“ sagði Jóhann við Stefán Árna Pálsson í Tyrklandi. Klippa: Jóhann Berh eftir leik í Tyrklandi „Auðvitað er erfitt þegar þú gefur andstæðingum eins og Tyrkjum forskot, en við komum til baka sem var fábært. Við vorum nokkuð góðir fannst mér en auðvitað eru þeir með mjög góð einstaklingsgæði, svo þetta var erfitt. En við vorum algjörlega inni í þessu í stöðunni 1-1, svo skorar hann frábært mark, og svo erum við bara að sækja þegar þeir setja eitt í viðbót,“ sagði Jóhann. Kerem Aktürkoğlu skoraði þrennu í leiknum en hann kom Tyrklandi í 2-1 snemma í seinni hálfleik: „Auðvitað er vont að hleypa svona leikmanni á hægri fótinn. Það kom langur bolti þarna og við hefðum getað fært okkur kannski fyrr yfir. Þetta eru auðvitað bara mistök sem við kíkjum á og lærum af. Við eigum þá á heimavelli næst og það er gott að geta hefnt fljótt fyrir þetta,“ sagði Jóhann. „Við þurfum að gera betur, við vitum það, en það er erfitt að koma hingað. Mikil stemning og frábærir leikmenn. Þeir voru betri en við í dag en við eigum aftur leik við þá fljótt og getum hefnt fyrir þetta þá,“ bætti hann við. Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Andri og Gylfi fá falleinkunn Ísland tapaði 3-1 fyrir Tyrkjum ytra í Þjóðadeild karla í fótbolta í kvöld. Leikmenn liðsins hafa átt betri dag. Einkunnir strákanna má sjá að neðan. 9. september 2024 20:51 Umfjöllun: Tyrkland - Ísland 3-1 | Erfitt kvöld í Izmir Ísland varð að sætta sig við 3-1 tap gen Tyrklandi í Izmir í kvöld, fyrir framan fullan leikvang af líflegum stuðningsmönnum Tyrkja, í Þjóðadeild UEFA í fótbolta karla. 9. september 2024 20:40 „Hefur alltaf reynst okkur erfitt að ná í úrslit í seinni leiknum“ „Verð að sjá þetta aftur. Við töpum boltanum rétt fyrir utan teig og þetta var alveg skelfileg byrjun á leiknum,“ sagði landsliðsþjálfarinn Åge Hareide eftir 3-1 tap Íslands gegn Tyrklandi ytra í Þjóðadeild karla í knattspyrnu. 9. september 2024 21:14 „Ég verð vonandi kominn í betra form“ Gylfi Þór Sigurðsson var að vonum svekktur eftir 3-1 tap Íslands fyrir Tyrklandi ytra í Þjóðadeild karla í fótbolta. Hann lítur þó á jákvæðu hliðarnar eftir fyrstu landsleiki sína í tæpt ár. 9. september 2024 21:14 Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins AGF bar sigur úr býtum í Íslendingaslag og fór upp í annað sæti Orri kom inn á í sigri í Andalúsíu Rosengård aftur á beinu brautinni eftir misstig í síðustu umferð Elías fékk fimm mörk á sig í enn einu tapinu gegn Brøndby Olmo mættur aftur með látum Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Mourinho hjálpaði lærisveinum Damiens Duff að verða Írlandsmeistarar Emilía Kiær komst ekki á blað í toppslagnum Sjá meira
Tyrkir komust yfir eftir aðeins rétt rúmlega mínútu leik, eftir að Jóhann missti boltann frá sér. „Það voru stór mistök hjá mér að missa boltann á hættulegu svæði. Ég var ólíkur sjálfum mér fyrstu tuttugu mínúturnar en kom svo ágætlega inn í þetta,“ sagði Jóhann við Stefán Árna Pálsson í Tyrklandi. Klippa: Jóhann Berh eftir leik í Tyrklandi „Auðvitað er erfitt þegar þú gefur andstæðingum eins og Tyrkjum forskot, en við komum til baka sem var fábært. Við vorum nokkuð góðir fannst mér en auðvitað eru þeir með mjög góð einstaklingsgæði, svo þetta var erfitt. En við vorum algjörlega inni í þessu í stöðunni 1-1, svo skorar hann frábært mark, og svo erum við bara að sækja þegar þeir setja eitt í viðbót,“ sagði Jóhann. Kerem Aktürkoğlu skoraði þrennu í leiknum en hann kom Tyrklandi í 2-1 snemma í seinni hálfleik: „Auðvitað er vont að hleypa svona leikmanni á hægri fótinn. Það kom langur bolti þarna og við hefðum getað fært okkur kannski fyrr yfir. Þetta eru auðvitað bara mistök sem við kíkjum á og lærum af. Við eigum þá á heimavelli næst og það er gott að geta hefnt fljótt fyrir þetta,“ sagði Jóhann. „Við þurfum að gera betur, við vitum það, en það er erfitt að koma hingað. Mikil stemning og frábærir leikmenn. Þeir voru betri en við í dag en við eigum aftur leik við þá fljótt og getum hefnt fyrir þetta þá,“ bætti hann við.
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Andri og Gylfi fá falleinkunn Ísland tapaði 3-1 fyrir Tyrkjum ytra í Þjóðadeild karla í fótbolta í kvöld. Leikmenn liðsins hafa átt betri dag. Einkunnir strákanna má sjá að neðan. 9. september 2024 20:51 Umfjöllun: Tyrkland - Ísland 3-1 | Erfitt kvöld í Izmir Ísland varð að sætta sig við 3-1 tap gen Tyrklandi í Izmir í kvöld, fyrir framan fullan leikvang af líflegum stuðningsmönnum Tyrkja, í Þjóðadeild UEFA í fótbolta karla. 9. september 2024 20:40 „Hefur alltaf reynst okkur erfitt að ná í úrslit í seinni leiknum“ „Verð að sjá þetta aftur. Við töpum boltanum rétt fyrir utan teig og þetta var alveg skelfileg byrjun á leiknum,“ sagði landsliðsþjálfarinn Åge Hareide eftir 3-1 tap Íslands gegn Tyrklandi ytra í Þjóðadeild karla í knattspyrnu. 9. september 2024 21:14 „Ég verð vonandi kominn í betra form“ Gylfi Þór Sigurðsson var að vonum svekktur eftir 3-1 tap Íslands fyrir Tyrklandi ytra í Þjóðadeild karla í fótbolta. Hann lítur þó á jákvæðu hliðarnar eftir fyrstu landsleiki sína í tæpt ár. 9. september 2024 21:14 Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins AGF bar sigur úr býtum í Íslendingaslag og fór upp í annað sæti Orri kom inn á í sigri í Andalúsíu Rosengård aftur á beinu brautinni eftir misstig í síðustu umferð Elías fékk fimm mörk á sig í enn einu tapinu gegn Brøndby Olmo mættur aftur með látum Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Mourinho hjálpaði lærisveinum Damiens Duff að verða Írlandsmeistarar Emilía Kiær komst ekki á blað í toppslagnum Sjá meira
Einkunnir Íslands: Andri og Gylfi fá falleinkunn Ísland tapaði 3-1 fyrir Tyrkjum ytra í Þjóðadeild karla í fótbolta í kvöld. Leikmenn liðsins hafa átt betri dag. Einkunnir strákanna má sjá að neðan. 9. september 2024 20:51
Umfjöllun: Tyrkland - Ísland 3-1 | Erfitt kvöld í Izmir Ísland varð að sætta sig við 3-1 tap gen Tyrklandi í Izmir í kvöld, fyrir framan fullan leikvang af líflegum stuðningsmönnum Tyrkja, í Þjóðadeild UEFA í fótbolta karla. 9. september 2024 20:40
„Hefur alltaf reynst okkur erfitt að ná í úrslit í seinni leiknum“ „Verð að sjá þetta aftur. Við töpum boltanum rétt fyrir utan teig og þetta var alveg skelfileg byrjun á leiknum,“ sagði landsliðsþjálfarinn Åge Hareide eftir 3-1 tap Íslands gegn Tyrklandi ytra í Þjóðadeild karla í knattspyrnu. 9. september 2024 21:14
„Ég verð vonandi kominn í betra form“ Gylfi Þór Sigurðsson var að vonum svekktur eftir 3-1 tap Íslands fyrir Tyrklandi ytra í Þjóðadeild karla í fótbolta. Hann lítur þó á jákvæðu hliðarnar eftir fyrstu landsleiki sína í tæpt ár. 9. september 2024 21:14