Fótbolti

Memphis Depay endaði í Brasilíu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Memphis Depay í leik með hollenska landsliðinu á Evrópumótinu í sumar.
Memphis Depay í leik með hollenska landsliðinu á Evrópumótinu í sumar. Getty/Inaki Esnaola

Hollenski framherjinn Memphis Depay hefur skrifað undir tveggja ára samning við brasilíska félagið Corinthians.

Samingur hans og Corinthians gildir út desember 2026.

Depay var án félags síðan að samningur hans og Atletico Madrid rann út í júlí.

Depay skoraði níu mörk fyrir Atletico Madrid á síðustu leiktíð en lék með hollenska landsliðinu á Evrópumótinu í sumar.

Depay er orðinn þrítugur og hefur líka spilað með PSV Eindhoven, Manchester United, Lyon og Barcelona á sínum ferli.

Depay hefur leikið með hollenska landsliðinu frá 2013 og er kominn með 46 mörk í 98 leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×