Uppgjörið: Ísland - Wales 1-2 | Sanngjarn sigur gestanna í mikilvægum leik Hinrik Wöhler skrifar 10. september 2024 18:30 Ísak Andri Sigurgeirsson í leik dagsins. Vísir/Anton Brink Undir 21 árs landslið Íslands í knattspyrnu tók á móti Wales í þýðingarmiklum leik í undankeppni Evrópumótsins. Leikurinn fór fram á Víkingsvelli fyrr í dag og höfðu gestirnir betur 2-1. Byrjunarlið Íslands á móti Wales í undankeppni EM.Vísir/Anton Brink Fyrri hálfleikur var fremur rólegur og bragðdaufur. Það var ljóst að hvorugt lið vildi taka áhættu enda um mikilvægan leik að ræða fyrir bæði lið. Besta færi fyrri hálfleiks fékk Joel Cotterill en honum brást bogalistin á ögurstundu þegar hann fékk boltann nálægt markteig en skaut fram hjá íslenska markinu. Íslensku drengirnir léku á móti kröftugum vindi en héldu þeim velsku í skefjum í fyrri hálfleik. Staðan var markalaus í hálfleik og ætlaði íslenska liðið að nýta sér meðvindinn í síðari hálfleik. Það gekk ekki betur en svo að áðurnefndur Joel Cotterill, sem er lánsmaður hjá Swindon Town, kom gestunum á bragðið á 48. mínútu. Það var sofandaháttur í íslensku vörninni og náði Cotterill að koma knettinum í netið eftir frákast en Lúkas Petersson hafði varið vel í aðdraganda marksins. Það var fátt um fína drætti í síðari hálfleik og náði íslenska liðið ekki að skapa sér mörg færi. Gestirnir bættu við marki á 72. mínútu og var það aftur Joel Cotterill sem lék varnarmenn Íslands grátt. Stuðningsmenn Wales fögnuðu tvisvar í dag. Vísir/Anton Brink Það kom aðeins meiri kraftur í íslensku strákana eftir annað mark Wales en Óskar Borgþórsson náði að klóra í bakkann með föstu og hnitmiðuðu skoti í uppbótartíma. Það var því miður of seint fyrir Íslendinga og sanngjarn sigur Wales var raunin í dag. Wales styrkir stöðu sína í riðlinum og líkt og Danmörk er liðið með 14 stig eftir sjö leiki í undanriðlinum. Ísland situr enn í þriðja sæti með 9 stig en á þó leik til góða á tvö efstu liðin. Efsta sætið fer sjálfkrafa á lokamótið en annað sætið fer í umspil um sæti á lokamóti EM sem fer fram í Slóvakíu næsta sumar. Atvik leiksins Annað mark Wales gerði út um leikinn á 72. mínútu. Þetta var full auðvelt fyrir Joel Cotterill þegar hann hljóp með boltann inn í vítateiginn Íslands og kláraði skotið örugglega fram hjá Lúkasi. Wales fagnar marki við lítinn áhuga gæslunnar.Vísir/Anton Brink Stjörnur og skúrkar Eftir frábæra frammistöðu á móti Dönum á föstudag þá voru íslensku strákarnir slegnir niður á jörðina. Varnarmenn Íslands litu ekki vel út í mörkunum tveimur en Róbert Orri Þorkelsson missti boltann klaufalega frá sér í fyrsta markinu. Í síðari markinu fékk Joel Cotterill fékk alltof mikinn tíma og lék Hlyn Frey Karlsson grátt í aðdraganda marksins. Íslenska liðið átti erfitt með að tengja saman sendingar á síðasta þriðjung og sköpuðu lítið. Það kom aðeins líf í sóknarleik liðsins með varamönnunum. Valgeir Valgeirsson kom ferskur inn og síðan náði Óskar Borgþórsson að koma knettinum yfir línuna undir lok leiks. Dómarar Hinn portúgalski Miguel Nogueira var með flautuna í dag. Hann átti það til að stöðva leikinn og veifa gulum spjöldum hér og þar. Íslenska liðið vildi fá víti þegar Hilmir Rafn féll í teignum í fyrri hálfleik en líklegast réttur dómur að láta leikinn halda áfram og má segja að það hafi verið engin galinn dómur hjá Portúgalanum í dag. Stemning og umgjörð Það voru rétt rúmlega 200 hugrakkar sálir sem mættu í Víkina í haustlegri norðanátt og næðingi. Það voru nokkrir stuðningsmenn frá Wales sem náðu með herkjum að hengja upp velska fánann við áhorfendapallana og fara líklega kát en köld af Víkingsvelli í dag. Viðtöl Landslið karla í fótbolta Fótbolti
Undir 21 árs landslið Íslands í knattspyrnu tók á móti Wales í þýðingarmiklum leik í undankeppni Evrópumótsins. Leikurinn fór fram á Víkingsvelli fyrr í dag og höfðu gestirnir betur 2-1. Byrjunarlið Íslands á móti Wales í undankeppni EM.Vísir/Anton Brink Fyrri hálfleikur var fremur rólegur og bragðdaufur. Það var ljóst að hvorugt lið vildi taka áhættu enda um mikilvægan leik að ræða fyrir bæði lið. Besta færi fyrri hálfleiks fékk Joel Cotterill en honum brást bogalistin á ögurstundu þegar hann fékk boltann nálægt markteig en skaut fram hjá íslenska markinu. Íslensku drengirnir léku á móti kröftugum vindi en héldu þeim velsku í skefjum í fyrri hálfleik. Staðan var markalaus í hálfleik og ætlaði íslenska liðið að nýta sér meðvindinn í síðari hálfleik. Það gekk ekki betur en svo að áðurnefndur Joel Cotterill, sem er lánsmaður hjá Swindon Town, kom gestunum á bragðið á 48. mínútu. Það var sofandaháttur í íslensku vörninni og náði Cotterill að koma knettinum í netið eftir frákast en Lúkas Petersson hafði varið vel í aðdraganda marksins. Það var fátt um fína drætti í síðari hálfleik og náði íslenska liðið ekki að skapa sér mörg færi. Gestirnir bættu við marki á 72. mínútu og var það aftur Joel Cotterill sem lék varnarmenn Íslands grátt. Stuðningsmenn Wales fögnuðu tvisvar í dag. Vísir/Anton Brink Það kom aðeins meiri kraftur í íslensku strákana eftir annað mark Wales en Óskar Borgþórsson náði að klóra í bakkann með föstu og hnitmiðuðu skoti í uppbótartíma. Það var því miður of seint fyrir Íslendinga og sanngjarn sigur Wales var raunin í dag. Wales styrkir stöðu sína í riðlinum og líkt og Danmörk er liðið með 14 stig eftir sjö leiki í undanriðlinum. Ísland situr enn í þriðja sæti með 9 stig en á þó leik til góða á tvö efstu liðin. Efsta sætið fer sjálfkrafa á lokamótið en annað sætið fer í umspil um sæti á lokamóti EM sem fer fram í Slóvakíu næsta sumar. Atvik leiksins Annað mark Wales gerði út um leikinn á 72. mínútu. Þetta var full auðvelt fyrir Joel Cotterill þegar hann hljóp með boltann inn í vítateiginn Íslands og kláraði skotið örugglega fram hjá Lúkasi. Wales fagnar marki við lítinn áhuga gæslunnar.Vísir/Anton Brink Stjörnur og skúrkar Eftir frábæra frammistöðu á móti Dönum á föstudag þá voru íslensku strákarnir slegnir niður á jörðina. Varnarmenn Íslands litu ekki vel út í mörkunum tveimur en Róbert Orri Þorkelsson missti boltann klaufalega frá sér í fyrsta markinu. Í síðari markinu fékk Joel Cotterill fékk alltof mikinn tíma og lék Hlyn Frey Karlsson grátt í aðdraganda marksins. Íslenska liðið átti erfitt með að tengja saman sendingar á síðasta þriðjung og sköpuðu lítið. Það kom aðeins líf í sóknarleik liðsins með varamönnunum. Valgeir Valgeirsson kom ferskur inn og síðan náði Óskar Borgþórsson að koma knettinum yfir línuna undir lok leiks. Dómarar Hinn portúgalski Miguel Nogueira var með flautuna í dag. Hann átti það til að stöðva leikinn og veifa gulum spjöldum hér og þar. Íslenska liðið vildi fá víti þegar Hilmir Rafn féll í teignum í fyrri hálfleik en líklegast réttur dómur að láta leikinn halda áfram og má segja að það hafi verið engin galinn dómur hjá Portúgalanum í dag. Stemning og umgjörð Það voru rétt rúmlega 200 hugrakkar sálir sem mættu í Víkina í haustlegri norðanátt og næðingi. Það voru nokkrir stuðningsmenn frá Wales sem náðu með herkjum að hengja upp velska fánann við áhorfendapallana og fara líklega kát en köld af Víkingsvelli í dag. Viðtöl
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“