„Það þarf neyðaraðgerðir við þessu neyðarástandi“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 10. september 2024 19:33 Alþýðusamband Íslands (ASÍ), BSRB og Kennarasamband Íslands (KÍ) boðuðu til mótmæla á Austurvelli klukkan 16 í dag. Á sama tíma hófst fyrsti þingfundur vetrarins. vísir/vilhelm Mótmæli Alþýðusambands Íslands (ASÍ), BSRB og Kennarasambands Íslands (KÍ) fóru fram í dag. Fólk lét engan bilbug á sér finna þrátt fyrir vind, kulda og að mótmælin hafi verið boðuð með stuttum fyrirvara, fjölmennti á Austurvöll og lét vel í sér heyra. Mótmælendur söfnuðust saman á Austurvelli við þingsetningu og sökuðu stjórnvöld um aðgerðaleysi gegn verðbólgu. Fólk sem fréttastofa ræddi við sagðist hafa fengið sig fullsatt af ríkisstjórninni og háu verðlagi. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, kallaði eftir neyðaraðgerðum við neyðarástandi. Ýmis skilti og aðra merkingar voru höfð uppi á mótmælunum.vísir/vilhelm Einn mótmælandi sem gaf sig á tal við fréttastofu sagðist alls ekki vera vongóður að þingmenn og stjórnvöld hlusti á mótmælendur. Hann hélt á skilti sem stóð á „BURT með kapítalískt einræði!“ og sagðist hafa mætt snemma á Austurvöll til að sjá þingmennina ganga frá Dómkirkjunni yfir í þingsalinn þegar þingsetningin fór fram. „Ég er mjög þreyttur að ríkisstjórnin er bara að vinna fyrir auðmenni. Það er djúp krísa í húsnæði með verðbólgu og með heilbrigðiskerfið. Okkur langar í þjónustu, við sem kjósum, við sem vinnum.“ Hér má sjá skiltið sem um ræðir hér að ofan.vísir/vilhelm Annar mótmælandi sagði að það eina í stöðunni væri að losna við ríkisstjórnina sem fyrst. „Í dag er verið að leggja fram fjárlög og það er látið eins og allt sé hér í góðu lagi á meðan, mér sýnist fjórar af hverjum fimm barnafjölskyldum vera gjörsamlega úr takti við alla pólitíska umræðu ríkisstjórnarinnar.“ Töluvert margmenni var á fundinum.vísir/vilhelm Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ, Sonja Þorbergsdóttir, formaður BSRB, Halla Gunnarsdóttir, varaformaður VR, og Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis voru ræðufólk dagsins á fundinum. Gestir tóku vel undir orð ræðufólksins og mátti heyra „vanhæf ríkisstjórn, vanhæf ríkisstjórn,“ óma frá gestum í átt að þinghúsi. Talsvert var einnig um baul og klapp á fundinum. Fólk lét í sér heyra þrátt fyrir vind á fundinum.vísir/vilhelm Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ, Sonja Þorbergsdóttir, formaður BSRB, Halla Gunnarsdóttir, varaformaður VR, og Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis, ásamt Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR.vísir/vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, varaforseti ASÍ og formaður VR, var með fundarstjórn. Að loknum fundi sagðist hann vera mjög ánægður með mætinguna og vonaðist eftir enn betri mætingu á komandi mótmælum. Ragnar Þór Ingólfsson, varaforseti ASÍ og formaður VR, fór með fundarstjórn.vísir/vilhelm „Ég er ekkert sérstaklega vongóður. Ég held að það þurfi fleiri mótmæli og enn þá betri mætingu. Við skulum sjá, við skulum sjá hvað setur. Vonandi verða þetta ákveðin skilaboð og kveikja til að vekja fólk aðeins upp, því það gerist ekkert nema við berjumst fyrir því.“ Sonja tók undir orð Ragnars og sagði í samtali við fréttastofu að mikilvægast væri að færa einbeitingu stjórnvalda yfir á að bæta kjör heimilanna á landinu. „Þetta var dúndur mæting miðað við mjög stuttan fyrirvara. Ef við ætlum að rjúfa vítahring verðbólguvaxta þá þarf að tryggja uppbyggingu á húsnæði, það þarf neyðaraðgerðir við þessu neyðarástandi. Það er eitthvað sem stjórnvöld þurfa að grípa boltann með núna.“ Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.vísir/vilhelm Hælisleitendur frá Venesúela mótmæltu frávísun frá landinu.vísir/vilhelm Þjóðfáni Palestínu blasti við víða á fundinum.vísir/vilhelm Töluvert var um klapp og köll í dag.vísir/vilhelm Alþingi Kjaramál Félagsmál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Mótmælendur söfnuðust saman á Austurvelli við þingsetningu og sökuðu stjórnvöld um aðgerðaleysi gegn verðbólgu. Fólk sem fréttastofa ræddi við sagðist hafa fengið sig fullsatt af ríkisstjórninni og háu verðlagi. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, kallaði eftir neyðaraðgerðum við neyðarástandi. Ýmis skilti og aðra merkingar voru höfð uppi á mótmælunum.vísir/vilhelm Einn mótmælandi sem gaf sig á tal við fréttastofu sagðist alls ekki vera vongóður að þingmenn og stjórnvöld hlusti á mótmælendur. Hann hélt á skilti sem stóð á „BURT með kapítalískt einræði!“ og sagðist hafa mætt snemma á Austurvöll til að sjá þingmennina ganga frá Dómkirkjunni yfir í þingsalinn þegar þingsetningin fór fram. „Ég er mjög þreyttur að ríkisstjórnin er bara að vinna fyrir auðmenni. Það er djúp krísa í húsnæði með verðbólgu og með heilbrigðiskerfið. Okkur langar í þjónustu, við sem kjósum, við sem vinnum.“ Hér má sjá skiltið sem um ræðir hér að ofan.vísir/vilhelm Annar mótmælandi sagði að það eina í stöðunni væri að losna við ríkisstjórnina sem fyrst. „Í dag er verið að leggja fram fjárlög og það er látið eins og allt sé hér í góðu lagi á meðan, mér sýnist fjórar af hverjum fimm barnafjölskyldum vera gjörsamlega úr takti við alla pólitíska umræðu ríkisstjórnarinnar.“ Töluvert margmenni var á fundinum.vísir/vilhelm Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ, Sonja Þorbergsdóttir, formaður BSRB, Halla Gunnarsdóttir, varaformaður VR, og Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis voru ræðufólk dagsins á fundinum. Gestir tóku vel undir orð ræðufólksins og mátti heyra „vanhæf ríkisstjórn, vanhæf ríkisstjórn,“ óma frá gestum í átt að þinghúsi. Talsvert var einnig um baul og klapp á fundinum. Fólk lét í sér heyra þrátt fyrir vind á fundinum.vísir/vilhelm Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ, Sonja Þorbergsdóttir, formaður BSRB, Halla Gunnarsdóttir, varaformaður VR, og Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis, ásamt Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR.vísir/vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, varaforseti ASÍ og formaður VR, var með fundarstjórn. Að loknum fundi sagðist hann vera mjög ánægður með mætinguna og vonaðist eftir enn betri mætingu á komandi mótmælum. Ragnar Þór Ingólfsson, varaforseti ASÍ og formaður VR, fór með fundarstjórn.vísir/vilhelm „Ég er ekkert sérstaklega vongóður. Ég held að það þurfi fleiri mótmæli og enn þá betri mætingu. Við skulum sjá, við skulum sjá hvað setur. Vonandi verða þetta ákveðin skilaboð og kveikja til að vekja fólk aðeins upp, því það gerist ekkert nema við berjumst fyrir því.“ Sonja tók undir orð Ragnars og sagði í samtali við fréttastofu að mikilvægast væri að færa einbeitingu stjórnvalda yfir á að bæta kjör heimilanna á landinu. „Þetta var dúndur mæting miðað við mjög stuttan fyrirvara. Ef við ætlum að rjúfa vítahring verðbólguvaxta þá þarf að tryggja uppbyggingu á húsnæði, það þarf neyðaraðgerðir við þessu neyðarástandi. Það er eitthvað sem stjórnvöld þurfa að grípa boltann með núna.“ Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.vísir/vilhelm Hælisleitendur frá Venesúela mótmæltu frávísun frá landinu.vísir/vilhelm Þjóðfáni Palestínu blasti við víða á fundinum.vísir/vilhelm Töluvert var um klapp og köll í dag.vísir/vilhelm
Alþingi Kjaramál Félagsmál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira